Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar 23. júlí 2025 21:30 Stefán Einar Stefánsson hringdi í mig fyrir nokkrum vikum og bað mig að koma í bókaklúbb sem hann stjórnar að ræða 1984 eftir George Orwell. Ég féllst á að koma að mestu fyrir sakir forvitni en líka vegna þess að mig grunaði að þessi vettvangur yrði nýttur til þess að gagnrýna sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda á tímum Covid 19 sem og varð raunin. Ég endaði á því að sitja uppi á sviði með Stefáni fyrir framan allt að 200 íhaldsmenn. Umræðurnar voru líflegar og að ég held nokkuð skemmtilegar og enginn, hvorki Stefán né fólk út í sal sýndi gamla sósíalistanum annað en kurteisi sem jaðraði við hlýleika. Umræðurnar voru býsna málefnalegar fyrir utan nokkrar misheppnaðar tilraunir undirritaðs til þess að vera fyndinn og óheppilegt orðalag mitt þegar ég reyndi að beina athyglinni að þeim möguleikum sem fyrirtæki og stofnanir hafa til þess að fylgjast með starfsmönnum sínum á þann máta að líkist því sem lýst er í 1984. Í 1984 er lýst tæki sem var komið fyrir í íverustöðum allra manna sem fylgdist með því sem gerðu og sögðu. Í hita umræðunnar um ráðstjórnina sem er lýst í bókinni sagði ég frá því að Amgen krafðist þess að allir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar væru með fartölvu sem þeir útvega, svo kallaða Amgen tölvu. Þegar ég á sínum tíma spurði hvaða eiginleika Amgen tölvan hefði umfram aðrar tölvur fékk ég engin svör. Þegar ég dró í efa að svona tölva myndi gagnast þeim sem í eldhúsinu vinna var þaggað niður í mér og sagt að allir starfsmenn, án undantekingar, yrðu að hafa slíka tölvu. Það var óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt í annars góðum samræðum að gefa það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til þess að njósna. Ég hef ekkert í höndunum sem bendir til þess að Amgen hafi notað tölvurnar til þess að njósna eða hafi slíkt í huga og ég er handviss um að þeir standi í þeirri trú að svona tölva geri jafnvel kótiletturnar betri á bragðið. Ég vil hins vegar leggja á það áherslu að ekkert í samræðum mínum við Stefán benti til þess að hann myndi skreyta mbl.is með bitum af bókspjallinu á hverjum degi í heila viku og hann bar enga af fréttunum sem hann skrifaði upp úr því undir mig. Ég vil benda á að Amgen hefur gert mjög vel við starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar og hefur hagað sér eins og fyrirtæki með háa siðferðisstaðla og mikla samfélagslega ábyrgð. Sem dæmi: 1.Amgen gaf Landspítalanum jáeindaskanna, 2. Amgen keypti kraftmikið segulómunartæki sem er á Landspítalanum, 3. þegar ég leitaði til yfirmanna Amgen í Covid leyfðu þeir mér að breyta Íslenskri erfðagreiningu í veirustofnun til þess að aðstoða sóttvarnayfirvöld, 4. Amgen hefur leyft Íslenskri erfðagreiningu að raðgreina sýni í greiningarskyni fyrir Landspítalann fyrir hundruð milljóna á ári hverju. Höfundur er stofnandi og fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk erfðagreining Kári Stefánsson Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Stefán Einar Stefánsson hringdi í mig fyrir nokkrum vikum og bað mig að koma í bókaklúbb sem hann stjórnar að ræða 1984 eftir George Orwell. Ég féllst á að koma að mestu fyrir sakir forvitni en líka vegna þess að mig grunaði að þessi vettvangur yrði nýttur til þess að gagnrýna sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda á tímum Covid 19 sem og varð raunin. Ég endaði á því að sitja uppi á sviði með Stefáni fyrir framan allt að 200 íhaldsmenn. Umræðurnar voru líflegar og að ég held nokkuð skemmtilegar og enginn, hvorki Stefán né fólk út í sal sýndi gamla sósíalistanum annað en kurteisi sem jaðraði við hlýleika. Umræðurnar voru býsna málefnalegar fyrir utan nokkrar misheppnaðar tilraunir undirritaðs til þess að vera fyndinn og óheppilegt orðalag mitt þegar ég reyndi að beina athyglinni að þeim möguleikum sem fyrirtæki og stofnanir hafa til þess að fylgjast með starfsmönnum sínum á þann máta að líkist því sem lýst er í 1984. Í 1984 er lýst tæki sem var komið fyrir í íverustöðum allra manna sem fylgdist með því sem gerðu og sögðu. Í hita umræðunnar um ráðstjórnina sem er lýst í bókinni sagði ég frá því að Amgen krafðist þess að allir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar væru með fartölvu sem þeir útvega, svo kallaða Amgen tölvu. Þegar ég á sínum tíma spurði hvaða eiginleika Amgen tölvan hefði umfram aðrar tölvur fékk ég engin svör. Þegar ég dró í efa að svona tölva myndi gagnast þeim sem í eldhúsinu vinna var þaggað niður í mér og sagt að allir starfsmenn, án undantekingar, yrðu að hafa slíka tölvu. Það var óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt í annars góðum samræðum að gefa það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til þess að njósna. Ég hef ekkert í höndunum sem bendir til þess að Amgen hafi notað tölvurnar til þess að njósna eða hafi slíkt í huga og ég er handviss um að þeir standi í þeirri trú að svona tölva geri jafnvel kótiletturnar betri á bragðið. Ég vil hins vegar leggja á það áherslu að ekkert í samræðum mínum við Stefán benti til þess að hann myndi skreyta mbl.is með bitum af bókspjallinu á hverjum degi í heila viku og hann bar enga af fréttunum sem hann skrifaði upp úr því undir mig. Ég vil benda á að Amgen hefur gert mjög vel við starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar og hefur hagað sér eins og fyrirtæki með háa siðferðisstaðla og mikla samfélagslega ábyrgð. Sem dæmi: 1.Amgen gaf Landspítalanum jáeindaskanna, 2. Amgen keypti kraftmikið segulómunartæki sem er á Landspítalanum, 3. þegar ég leitaði til yfirmanna Amgen í Covid leyfðu þeir mér að breyta Íslenskri erfðagreiningu í veirustofnun til þess að aðstoða sóttvarnayfirvöld, 4. Amgen hefur leyft Íslenskri erfðagreiningu að raðgreina sýni í greiningarskyni fyrir Landspítalann fyrir hundruð milljóna á ári hverju. Höfundur er stofnandi og fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun