Matvælaframleiðsla

Fréttamynd

Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum

Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum.

Erlent
Fréttamynd

Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur

Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Síðasta kornfyllta skipið siglt úr höfn

Síðasta flutningaskipið, með úkraínskt korn innanborðs, hefur siglt úr höfn í bili. Samningur sem greiðir fyrir útflutningi korns frá Úkraínu rennur út á morgun en Rússar hafa hótað því undanfarið að framlengja ekki samninginn.

Erlent
Fréttamynd

Strandveiðitímabilið stefnir í að verða það stysta frá upphafi

Strandveiðitímabilið í ár stefnir í að verða það stysta í fimmtán ára sögu veiðanna. Frá byrjun maímánaðar er búið að veiða áttatíu prósent strandveiðikvótans í þorski, aðeins tuttugu prósent eru eftir, samkvæmt nýrri samantekt Landssambands smábátaeigenda í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Gas­klefar á Ís­landi

Í mánuðinum birtist grein í Bændablaðinu um kvalafullan dauða svína í erlendum sláturhúsum. Umfjöllunin kemur í kjölfar birtingu myndbanda úr sláturhúsum sem sýna hóp svína engjast um í gasklefum. En það er ekki bara í útlöndum þar sem menn fara illa með dýr.

Skoðun
Fréttamynd

Pexar við Oreo-kex um ósexý Ædol frá Max

Tónlistarmaðurinn „The Weeknd“ lenti upp á kant við óvæntan aðila á Twitter í síðustu viku þegar fyrirtækið Oreo fagnaði því að sjónvarpsþættirnir The Idol yrðu ekki framlengdir. Eftir stutt pex við kexframleiðandann náðust sættir.

Lífið
Fréttamynd

Ólögmæt notkun Stjörnugríss á íslenska fánanum

Neytendastofa hefur bannað Stjörnugrís að merkja Smass-hamborgara sína með íslenska fánanum þar sem kjötið er ekki alíslenskt. Neytendastofa segir fyrirtækið stunda óréttmæta viðskiptahætti sökum villandi upplýsinga þar sem hamborgararnir eru að mestu úr þýsku nautakjöti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að rækta kjöt: Matur framtíðarinnar

Umhverfisáhrif hefðbundinnar kjötframleiðslu eru sláandi. Framleiðslan krefst sífellt meira landssvæðis og því eru skógar ruddir og votlendi ræst fram, sem gerir það að verkum að vistkerfi eyðast, kolefnisbinding minnkar og magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu stóreykst.

Skoðun
Fréttamynd

Svandís með dóma á bakinu fyrir ólögmæta stjórnsýslu

Efasemdir hafa vaknað um lögmæti ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar. Þannig hefur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur efast um réttmæti hennar og sagt að hún standist mögulega ekki kröfur um meðalhófsreglu. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur lýst samskonar efasemdum.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert á­fengi og minna kjöt en meira af fiski og baunum

Það er best fyrir heilsu manna og umhverfið að þeir neyti sem mest af matvælum úr jurtaríkinu, borði mikið af fiski og dragi úr kjötáti. Þetta eru niðurstöður sérfræðinga sem hafa lagst yfir vísindalegar rannsóknir um áhrif matvæla á heilsu.

Innlent
Fréttamynd

Eitt slátur­hús á Ís­landi gasar svín

Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína.

Innlent
Fréttamynd

Þjónustu­stofnunin MAST

Kjarnastarfsemi Matvælastofnunar (MAST) er að standa vörð um heilsu manna, dýra og plantna. En hvernig gerum við það og hver er ávinningurinn? Hver ber ábyrgð á matvælaöryggi og dýravelferð? Hvar hefst og endar ábyrgðarsvið MAST?

Skoðun
Fréttamynd

Kaup­fé­lag Skag­firðinga eigi ekki að flytja inn kjöt

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga, haldinn 6. júní, beindi því til stjórnar að Kaupfélagið og dótturfélög þess stæðu ekki í innflutningi á erlendum búvörum. Ályktunin kemur á sama tíma og Alþingi hættir tollfrjálsum innflutningi á úkraínsku kjöti.

Innlent
Fréttamynd

Bændur verði að skila af sér fé til af­lífunar

Eftir að riðan kom upp í Miðfjarðarhólfi voru tvær hjarðir skornar niður í sóttvarnarhólfinu, sem innihéldu um 1500 fjár samtals. Greining sýna stendur nú yfir og að sögn yfirdýralæknis gengur greiningin nokkuð vel og hann er vongóður um að það takist að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins.

Innlent
Fréttamynd

Málefnaleg mjólkurumræða

Undanfarna daga hefur verðlagning á mjólk og mjólkurvörum verið nokkuð til umræðu. Því miður hefur skort að málin séu skoðuð út frá raungögnum og hefur umræðan fremur einkennst af vanþekkingu, röngum tölum og jafnvel popúlisma, þar sem íslensk mjólkurframleiðsla virðist gerð að hinum sameiginlega óvini, þrátt fyrir þá miklu hagræðingu sem núverandi fyrirkomulag hefur leitt af sér og skilað bættum ávinningi til bæði neytenda með lægra vöruverði og bænda með hærra afurðaverði.

Skoðun
Fréttamynd

Mjólk hækkar minnst í verði á Íslandi

Í síðustu tveimur tölublöðum Viðskiptablaðsins hefur litlu verið til sparað í gagnrýni á starfsumhverfi mjólkurframleiðslunnar og fyrirtæki bænda þar sem réttu máli er hallað. Lítum aðeins á fáein atriði:

Skoðun