UMF Njarðvík

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Njarðvík - Breiðablik 85-45 | Njarðvík kafsigldi Blika í síðari hálfleik
Fyrsti leikur nítjándu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta fór fram fyrr í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Lið Njarðvíkur tók þar á móti liði Breiðabliks. Njarðvík hefur haft gott tak á Blikum og ekki breyttist það í kvöld, lokatölur 85-45.

Öruggt hjá Haukum og Njarðvík
Tveimur leikjum er nýlokið í Subway deildinni í körfubolta.

Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Njarðvík 86-94 | Njarðvík sótti sigur í fyrsta heimaleik Pavels
Njarðvík gerði góða ferð á Sauðárkrók í kvöld þegar liðið vann 94-86 sigur á Tindastóli í Subway-deild karla. Pavel Ermolinskij tókst því ekki að ná í sigur í fyrsta heimaleik sínum sem þjálfari Stólanna.

Stórsigrar hjá Njarðvík og Val
Njarðvík og Valur unnu stóra sigra í leikjum sínum í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Njarðvík náði þar með fjórða sætinu aftur af Grindvíkingum.

Leik lokið: ÍR - Tindastóll 81-96 | Sigur í fyrsta leik Pavels
Tindastóll vann góðan 15 stiga sigur gegn ÍR í sínum fyrsta leik eftir að Pavel Ermolinskij tók við stjórnartaumunum hjá liðinu, lokatölur 81-96.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Höttur 109-90 | Sprækir Hattarmenn létu Njarðvíkinga vinna fyrir kaupinu sínu
Í þúsundasta leik sínum í efstu deild unnu Njarðvíkingar góðan 19 stiga sigur gegn nýliðum Hattar, 109-90.

Jólin kláruðust á Egilsstöðum 6. janúar en þau eru ennþá í Njarðvík
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var óvenju léttur í lund eftir 19 stiga tap hans manna gegn Njarðvík í kvöld í Subway-deild karla. Lokatölurnar gefa í raun alls ekki rétta mynd af leiknum en Hattarmenn náðu ítrekað að taka góð áhlaup á heimamenn og minnka muninn hressilega en náðu þó aldrei að brúa bilið fullkomlega.

KR og Njarðvík spila bæði sinn þúsundasta leik í kvöld
Subway deild karla í körfubolta fer aftur af stað í kvöld eftir hlé vegna bikarúrslitavikunnar og þar ná tvö félög í deildinni sögulegum áfanga.

„Við erum að láta sóknarleikinn stjórna því sem við gerum varnarlega“
Rúnari Inga Erlingssyni, þjálfara liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, lá ýmislegt á hjarta eftir að hans lið beið ósigur á heimavelli, 67-73, gegn Grindavík fyrr í kvöld. Þetta var fjórði ósigur liðsins í deildinni í röð.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík-Grindavík 67-73 | Baráttan um sæti í úrslitakeppni galopin
Í Ljónagryfjunni í Njarðvík fór fram, fyrr í kvöld, nágrannaslagur milli liðs Njarðvíkur og Grindavíkur í sextándu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta. Fór það svo að Grindavík vann góðan sigur og baráttan um fjórða sæti deildarinnar, sem er jafnframt síðasta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppni, orðin æsispennandi.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík-ÍR 103-74 | Breiðhyltingar sóttu ekki gull í greipar Njarðvíkinga
Njarðvíkingar unnu öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 103-74.

Milka í mestum plús af öllum leikmönnum í deildinni
Keflvíkingurinn Dominykas Milka er efstur í plús og mínus í Subway deild karla í körfubolta þegar deildarkeppnin er hálfnuð.

Rúnar Ingi: Ég þarf að vera betri í að sýna þeim þær lausnir sem þær eiga að geta fundið á vellinum
Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta var skiljanlega ósáttur með að hafa tapað með ellefu stigum, 78-67, fyrir Keflavík í leik liðanna fyrr í kvöld eftir að hans lið leiddi í hálfleik með tólf stigum 24-36.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 78-67 | Keflavík sneri taflinu við í seinni hálfleik og vann grannaslaginn
Topplið Keflavíkur vann góðan endurkomusigur á Njarðvík þegar nágrannaliðin mættust í Keflavík í kvöld. Njarðvík náði mest fjórtán stiga forskoti í fyrri hálfleik en Keflavík kom til baka og hirti stigin tvö.

Annáll Subway deildar kvenna: Njarðvík batt enda á áratugs bið
Það má segja að Njarðvík hafi komið flestum, ef ekki öllum, á óvart á síðustu leiktíð Subway deildar kvenna í körfubolta en liðið stóð uppi sem Íslandsmeistari eftir að lenda í 4. sæti í deildarkeppninni.

Subway Körfuboltakvöld um Loga: „Ætlaði ekki að láta minnast þessa leiks sem hans slakasta El Clasico“
Í Subway Körfuboltakvöldi var farið vel yfir frammistöðu þeirra Loga Gunnarssonar og Elíasar Bjarka Pálssonar í sigri Njarðvíkur gegn Keflavík í Subway-deildinni á fimmtudag. Tuttugu og þremur árum munar á aldri liðsfélaganna.

Umfjöllun: Njarðvík - Keflavík 114-103 | Aftur vann Njarðvík nágrannaslaginn milli jóla og nýárs
Njarðvík vann sterkan ellefu stiga sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum úr Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 114-103.

Umfjöllun og viðtöl: Valur-Njarðvík 83-61 | Íslandsmeistararnir komust lítt áleiðis á Hlíðarenda
Valur fór létt með Íslandsmeistara Njarðvíkur í lokaleik 14. umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta. Valskonur tóku forystuna strax í upphafi og létu hana ekki af hendi. Leikar enduðu 83-61 og þægilegur sigur Vals staðreynd sem varð augljós mjög snemma.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 88-75 | Valsmenn náðu í stigin sem í boði voru
Leikur Vals og Njarðvíkinga í 10. umferð Subway deildar karla náði ekki flugi fyrr en í fjórða leikhluta en þá náðu Valsmenn að keyra yfir gestina og klára leikinn með 13 stiga mun 88-75.

Benedikt Guðmundsson: Meiðsladraugur yfir Njarðvík
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga, var sammála blaðamanni um að leikurinn við Val í kvöld hafi ekki verið fallegur en hann gat verið stoltur af sínum mönnum. Leikurinn endaði með sigri Valsmanna 88-75 sem sitja í öðru sæti en Njarðvíkingar verða í því fjórða yfir jólin.

„Erum að sýna öllum að við eigum inni auka gír“
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur með fjögurra stiga tap gegn Haukum á heimavelli í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 77-81. Rúnar telur að Íslandsmeistararnir eigi mikið inni.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 77-81 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik
Haukar unnu dramatískan sigur gegn Njarðvík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og þá sérstaklega lokamínúturnar, þar sem Haukar náðu að knýja fram sigur, 77-81.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 99-86 Njarðvík | Reykjanesbær er blár
Keflvíkingar unnu afar sannfærandi 13 stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í 8-liða úrslitum VÍS bikar karla í körfubolta í kvöld, 99-86.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Njarðvík 103-97 | Keflavíkurkonur unnu baráttuna um Reykjanesbæ
Nágrannaliðin og erkifjendurnir í Reykjanesbæ, Keflavík og Njarðvík, mættust í átta liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í Blue-höllinni fyrr í kvöld þar sem Keflvíkingar höfðu að lokum betur eftir tvíframlengdan leik, 103-97.

„Það er eitthvað sem við getum ekki beðið hana um að gera“
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, var nokkuð brattur í viðtali við Vísi eftir að lið hans féll úr leik í VÍS bikarnum eftir tap í tvíframlengdum leik, 103-97, gegn Keflavík. Hann sagði leikplan Njarðvíkinga hafa gengið upp að mörgu leyti þrátt fyrir tapið.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 107-78 | KR-ingar fengu skell í Njarðvík
Njarðvíkingar unnu öruggan 29 stiga stórsigur á KR-ingum í Ljónagryfjunni í kvöld. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu en heimamenn leiddu leikinn alveg frá upphafi til enda.

Framtíð hinnar meiddu Laviniu: „Ég held að Rúnar sé meiri Klopp en Mourinho“
Portúgalski miðherjinn Lavinia Da Silva er meidd og spilar ekki næstu mánuði með Njarðvíkurkonum í Subway deild kvenna í körfubolta.

Keflavík áfram á toppnum og Njarðvík valtaði yfir Breiðablik
Keflavík vann 12 stiga sigur á ÍR þegar liðin mættust í Breiðholti í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 63-75. Þá vann Njarðvík stórsigur á Breiðabliki, lokatölur í Kópavogi 76-100.

Umfjöllun: Njarðvík - Haukar 88-84 | Haukar endanlega úr leik í bikarnum
Njarðvík vann Hauka 88-84 í margfrestuðum leik. Leikurinn var í járnum en sóknarleikur Hauka hrundi í lok fjórða leikhluta og Njarðvík gekk á lagið. Njarðvík mætir grönnum sínum í Keflavík í átta liða úrslitum.

Auðvelt hjá Njarðvík gegn ÍR | Góð ferð Hauka til Grindavíkur
Meistaralið Njarðvíkur átti ekki í neinum vandræðum með botnlið ÍR þegar liðin áttust við í Subway deildinni í kröfubolta í kvöld.