
Ríkisútvarpið

Væri búin að taka RÚV af auglýsingamarkaði væri það lausnin
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, segir daginn í dag hvorki vera góðan fyrir fjölmiðlun né lýðræði í landinu. Hún segir yfirvöld hafa stóraukið stuðning við einkarekna fjölmiðla og að hún væri búin að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði væri það lausnin við vanda fjölmiðla á borð við Fréttablaðið, sem gefið var út í hinsta sinn í morgun.

Vilja valdamenn kannski bara veika fjölmiðla?
Gjaldþrot útgáfufélags Fréttablaðsins og sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar er sorgleg staðfesting á því sem Blaðamannafélagið hefur varað við árum saman – að algjör markaðsbrestur hefur orðið á íslenskum fjölmiðlamarkaði.

„Eins og engisprettuplága gangi yfir markaðinn“
Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir umsvif RÚV á auglýsingamarkaði vera alltof mikil, sérstaklega í kringum stór verkefni eins og heimsmeistaramótið í knattspyrnu og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ummæli formanns blaðamannafélagsins á Vísi í dag skuli skoða í ljósi þess að hún vinni fyrir RÚV.

Farin að trúa því að hér sé hópur sem hafi hag af veikum fjölmiðlum
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir það mikil sorgartíðindi að útgáfu Fréttablaðsins hefði verið hætt. Það væri mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag að missa einn stærsta fjölmiðil landsins.

Hátt í hundrað missa vinnuna: „Kolvitlaust gefið á þessum markaði“
Hátt í hundrað manns missa vinnuna í tengslum við að hætt hafi verið við útgáfu Fréttablaðsins og að útsendingar Hringbrautar stöðvast.

Fanney Birna ráðin dagskrárstjóri Rásar 1
Fanney Birna Jónsdóttir blaðamaður og formaður siðanefndar Blaðamannafélags Íslands hefur verið ráðin dagskrárstjóri Rásar 1. Hún tekur við af Þresti Helgasyni en hann sagði starfi sínu lausu í febrúar síðastliðnum eftir að hafa gegnt starfinu í nærri níu ár.

Kynningarstjóri ráðinn á skrifstofu útvarpsstjóra
Atli Sigurður Kristjánsson hefur verið ráðinn samskipta- og kynningarstjóri hjá Ríkisútvarpinu.

Menntaskólinn í Reykjavík vann Gettu betur
Menntaskólinn í Reykjavík vann Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, rétt í þessu. Lið MR hlaut 36 stig gegn 25 stigum liðs Framhaldsskóla Suðurlands. MR varði þannig titilinn og Hljóðneminn fer aftur á sinn stað á þriðju hæð Gamla skóla.

Útgildi sem afskræma umræðu um forstjóralaun
Launakjör forstjóra skráðra félaga í Kauphöllinni hafa verið í kastljósinu á undanförnum vikum. Nú þegar flest fyrirtækin hafa skilað ársuppgjöri fyrir síðasta ári er fyrirsjáanlegt að fjölmiðlar fari ofan í saumana á því hvernig forstjórunum er umbunað og ekkert athugavert við það í sjálfu sér. Það gagnast hluthöfum viðkomandi fyrirtækja, sjóðfélögum lífeyrissjóða og samfélaginu í heild sinni að stórum atvinnufyrirtækjum sé veitt aðhald í þessum efnum.

Þríeykinu bárust alvarlegar hótanir: „Það vilja fjörutíu sextán ára krakkar lemja þig“
Þau Alma, Víðir og Þórólfur máttu sæta því á hápunkti faraldurs Covid-19 að þeim bárust líflátshótanir. Hótanirnar voru svo alvarlegar að lögregla vaktaði heimili þeirra allan sólarhringinn.

Diljá fer til Liverpool
Diljá Pétursdóttir vann Söngvakeppni sjónvarpsins, sem haldin var í kvöld. Hún verður fulltrúi Íslands í Eurovision sem haldið verður í Liverpool í maí.

Þessi eru í dómnefnd Söngvakeppninnar í kvöld
Tíu manna dómnefnd mun hafa helmingsvægi gegn atkvæðum þjóðarinnar í fyrri umferð úrslitakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins í kvöld. Nefndin er skipuð af fjórum Íslendingum og sex erlendum fagaðilum.

Átján vilja verða dagskrárstjóri Rásar 1
Átján sóttu um að verða næsti dagskrárstjóri Rásar 1. Þröstur Helgason sagði upp störfum í byrjun febrúar en hann hafði gegnt starfinu í nærri níu ár.

Sex milljarða króna tálsýn
Ríkisútvarpið greindi nýlega frá því að flutningur á starfsemi Borgarskjalasafnsins yfir til Þjóðskjalasafnsins sparaði Reykjavíkurborg heila sex milljarða króna á næstu sjö árum. Vísaði ríkisfjölmiðillinn til orða Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem aftur vísaði til kostnaðargreiningar sem KPMG vann fyrir Reykjavíkurborg.

Felldu mastur sem var mörgum til ama
Langbylgjumastur Ríkisútvarpsins á Eiðum sem reyndi á langlundargeð íbúa á svæðinu var fellt í hádeginu í dag. Aðgerðin er sögð hafa gengið vonum framar en mastrið brotnaði snyrtilega saman þegar klippt var á stálvíra.

Thomas Lundin telur einungis tvö laganna eiga möguleika að komast á úrslitakvöldið
Álit finnska söngvarans og Eurovision-sérfræðingsins Thomas Lundin er að einungis tvö lög af þeim fimm sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag, eigi möguleika að komast upp úr undanúrslitum Eurovision í Liverpool í maí. Hann segir sömuleiðis að það sé hans tilfinning að gæði laganna sem keppa í Söngvakeppninni hafi almennt hrakað síðustu ár.

Þessi keppa til úrslita í Söngvakeppninni
Lögin Gleyma þér og dansa, með Siggu Ózk, og OK með Langa Sela og Skuggunum komust áfram í seinni undanúrslitum Söngvakeppninnar í kvöld. Framkvæmdastjórnin kom á óvart og hleypti þriðja laginu í gegn. Úrslitin fara fram eftir viku.

„Ég væri frekar til í að hlusta á Ingva Hrafn á ÍNN tala um kynlíf en þetta“
Jakob Birgisson grínisti var álitsgjafi Íslands í dag að nýju á miðvikudag en til umfjöllunar í léttum dúr þar voru meðal annars fræðslumyndbönd Ríkisútvarpsins þar sem frægir Íslendingar eru inntir eftir persónulegri reynslu þeirra af kynlífi hvers konar.

Feðginin Sigga Ózk og Keli úr Í svörtum fötum tóku lagið saman
Söngkonan Sigga Ózk er á hraðri uppleið í tónlistarheiminum en hún keppir í Söngvakeppni sjónvarpsins þann 25. febrúar. Sigga á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því faðir hennar er landsþekktur tónlistarmaður.

Keppendur Söngvakeppninnar trylla leikskóla landsins
Það má ætla að hljómsveitin Celebs, sem tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár, hafi eignast marga unga aðdáendur á síðustu dögum. Sveitin hefur verið á svokölluðum leikskólatúr á höfuðborgarsvæðinu en í dag eru þau stödd á Vestfjörðum þar sem þau hafa verið bókuð af átta leikskólum.

Meðvirkni fjölmiðla
Ég hef áður haft á orði að meðvirkni innan fjölmiðlastéttarinnar sé vandamál, en það er nú eitt af því sem stéttin var gagnrýnd fyrir í Rannsóknarskýrslu Alþingis á sínum tíma. Síðustu daga hefur meðvirknin hins vegar náð hæstu hæðum og nærtækt er að bera saman nokkrar fréttir af vistaskiptum.

Þóra Arnórsdóttir til Landsvirkjunar
Þóra Arnórsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun. Þóra hætti störfum hjá RÚV fyrr í vikunni eftir 25 ára starf í fjölmiðlum.

Þóra Arnórsdóttir hættir hjá RÚV
Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks hjá Ríkisútvarpinu, hefur sagt upp störfum hjá Ríkisutvarpinu. Hún segist skilja sátt eftir 25 ára starf í fjölmiðlum og ætlar í annan bransa sem þó er leyndarmál fyrst um sinn.

Þröstur Helgason hættir sem dagskrárstjóri Rásar 1
Þröstur Helgason hættir sem dagskrárstjóri Rásar 1 næstu mánaðamót. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og vísar til fundar Þrastar með starfsmönnum rásarinnar í morgun.

Þetta eru lögin í Söngvakeppninni
Ríkissjónvarpið hefur nú formlega kynnt lög og flytjendur sem keppa í Söngvakeppninni. Meðal flytjenda er hljómsveitin Celebs, Langi Seli og skuggarnir og Kjalar.

Veit ekki hvernig lekann bar að
Nöfnum allra flytjenda í Söngvakeppninnar á RÚV var lekið fyrr í dag. Framkvæmdastjóri kveðst ekki vita hvernig lekann bar að. Til stendur að kynna lögin á morgun.

Talið líklegt að mjög ósiðlegt rapplag hafi valdið upplausn á dvalarheimilum
Í Íslandi í dag var lofi ausið yfir skrif Grétars Þórs Sigurðssonar blaðamanns á Twitter að undanförnu, einkum fyrir myndbrot sem hann tók upp af Rás eitt og birti á samfélagsmiðlinum.

Enn bætist í hóp flytjenda í Söngvakeppninni
Hljómsveitin Celebs er á meðal þeirra flytjenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Hljómsveitina skipa systkinin Valgeir Skorri Vernharðsson, Hrafnkell Hugi Vernharðsson og Katla Vigdís Vernharðsdóttir.

Þessir fjórir flytjendur munu keppa í Söngvakeppninni
Kjalar Martinsson, Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, Úlfar Viktor Björnsson og Diljá Pétursdóttir eru á meðal þeirra keppenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár.

Aukaleikarar fengu óvænt greitt með Bónuskorti
Aukaleikarar sem unnu við tökur á Áramótaskaupinu fengu greitt með inneign í Bónus. Þeir aukaleikarar sem tóku fyrstir þátt töldu sig munu fá greitt fyrir þátttökuna miðað við auglýsingu á Facebook.