Körfubolti

Fréttamynd

LeBron spilar með grímu

Krónprinsinn í NBA deildinni og leikmaður Clevland, LeBron James, mun þurfa að spila með grímu til að verja kinnbeinið sem brotnaði er Dikembe Mutombo, miðherji Huston, gaf honum óviljandi olnbogaskot í leik liðanna á miðvikudaginn. James, sem varð tvítugur í dag, mun líklega ekki missa úr leik vegna meiðslanna.

Sport
Fréttamynd

12 stiga sigur hjá stúlkunum

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik vann í kvöld tólf stiga sigur á úrvaldsliði frá London í lokaleik í æfingaferð stelpnanna til Englands. Íslenska liðið var 32-29 yfir í hálfleik og sigraði að lokum með 76 stigum gegn 64.

Sport
Fréttamynd

Þriggja stiga tap hjá stúlkunum

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik tapaði í kvöld fyrir stöllum sínum frá Englandi með þriggja stiga mun, 66-63, en leikið var í Sheffield á Englandi. Þær ensku höfðu undirtökin allan leikinn, voru til að mynda yfir í hálfleik 29-27 og höfðu níu stiga forskot fyrir fjórða leikhluta, 52-43.

Sport
Fréttamynd

Þriggja stiga tap fyrir Englandi

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tapaði með þremur stigum, 63-66, fyrir Englandi í seinni vináttulandsleik þjóðanna sem fór fram í Sheffield í kvöld. Enska liðið hafði góð tök á leiknum allan tímann og náði tólf stiga forskoti um tíma í seinni hálfleik

Sport
Fréttamynd

LeBron James í miklum ham

Krónprinsinn í NBA körfuboltanum, LeBron James, fór hamförum þegar lið hans, Cleveland Cavaliers, sigaði Atlanta Hawks með 111 stigum gegn 102. LeBron James, sem verður tvítugur á morgun, skoraði 40 stig, hirti 9 fráköst og gaf sjö stoðsendingar og sló tvö met í leiðinni. Hann er yngsti leikmaður NBA deildarinnar sem skorar yfir 500 stig og nær yfir 500 fráköstum.

Sport
Fréttamynd

Bzdelik rekinn frá Nuggets

Jeff Bzdelik var í dag rekinn sem stjóri Denver Nuggets í NBA, en Nuggets hafa nú tapað sex leikjum í röð og það þrátt fyrir að hafa fengið stjörnuleikmanninn Kenyon Martin. Aðstoðarmaður Bzdelik, Michael Cooper hefur tekið við stjórn liðsins til bráðabyrgðar.

Sport
Fréttamynd

Fimm stiga sigur á Englandi

Íslenska kvennalandsliðið vann fimm stiga sigur á Englandi, 67-72, í Nottingham í gækvöld eftir að hafa haft tveggja stiga forskot í hálfleik, 27-25. Íslenska liðið vann fjórða og síðasta leikhlutann 24-13 og þar með fyrri af tveimur landsleikjum þjóðanna en liðin mætast aftur í kvöld og þá í Sheffield.

Sport
Fréttamynd

Átta stig á 14 mínútum

Jón Arnór Stefánsson skoraði átta stig þær fjórtán mínútur sem hann lék fyrir rússneska körfuknatteiksliðið Dynamo St. Pétursborg sem sigraði Lokomotiv Rostov 79-71 á útivelli í rússnesku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld.

Sport
Fréttamynd

Birna íþróttamaður Reykjanesbæjar

Birna Valgarðsdóttir körfuboltakona hefur verið valin Íþróttamaður ársins í Reykjanesbæ. Birna var fyrirliði og burðarás í körfuboltaliði Keflavíkur sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari síðasta vetur.

Sport
Fréttamynd

Snæfell semur við Clemmons

Lið Snæfells í Intersportdeildinni í körfuknattleik, hefur borist liðsstyrkur. Sá heitir Calvin Clemmons og er frá Charlotte í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum.

Sport
Fréttamynd

Carter með 23 stig í fyrsta leik

Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í gærkvöld og nótt. Richard Hamilton skoraði 37 stig fyrir Detroit sem sigraði New Jersey Nets í framlengdnum leik 100-90. Vince Carter lék fyrsta leik sinn fyrir Nets eftir kaupin frá Toronto. Carter skoraði 23 stig en haltraði út af í framlengingunni vegna meiðsla.

Sport
Fréttamynd

Ming og O´Neal með flest atkvæði

Miðherjarnir Yao Ming hjá Houston Rockets og Shaquille O´Neal hjá Miami Heat hafa fengið flest atkvæði í kosningu byrjunarliða í Stjörnuleiknum í NBA-deildinni 2005 sem fer fram í Denver 20. febrúar.

Sport
Fréttamynd

Phoenix heldur sigurgöngunni áfram

Phoenix heldur áfram sigurgöngu sinni í NBA-körfuboltanum en liðið vann í nótt sinn ellefta sigur í röð þegar liðið sigraði Toronto 106-94. New York bar sigurorð af Charlotte 91-82, Millwauke vann Chicago 99-92 og San Antonio skellti Boston 107-90.

Sport
Fréttamynd

Nowitzki með stórleik gegn Nuggets

Denver Nuggets áttu ekki mikla möguleika gegn Dirk Nowitzki og félaga í Dallas Mavericks í NBA-körfuboltanum í fyrrakvöld er liðin mættust í Denver.

Sport
Fréttamynd

Engin slagsmál að þessu sinni

Indiana Pacers tók á móti Detroit Pistons í NBA-körfuboltanum í kvöld en þegar þessi lið mættust á heimavelli Pistons sauð allrækilega upp úr undir lok leiksins sem endaði með allsherjarslagsmálum milli áhorfenda og leikmanna Pacers. David Stern, framkvæmdastjóri NBA, ákvað í kjölfarið að dæma þrjá leikmenn Pacers í bann og vonir liðsins því ekki miklar fyrir komandi átök á tímabilinu.

Sport
Fréttamynd

Heat vann Lakers

Shaquille O´Neal og félagar hans í Miami Heat höfðu betur gegn Los Angeles Lakers, 104-102, í kvöld í NBA-körfuboltanum. Leiknum hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda í fyrsta sinn sem Kobe Bryant og O´Neal leiða saman hesta sína eftir að leiðir skildu eftir síðasta tímabil. Tvímenningarnir hafa munnhöggvið duglega í hvorn annan í fjölmiðlum upp á síðkastið og því var viðbúið að andrúmsloftið yrði lævi blandið.

Sport
Fréttamynd

Tíundi sigur Miami í röð

Miami Heat heldur áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn tíunda sigur í nótt þegar það bar sigurorð af Sacramento Kings, 109-107, á útivelli. San Antonio Spurs lagði Minnesota Timberwolves, 96-82, og Phoenix Suns vann Memphis Grizzlies, 109-102.

Sport
Fréttamynd

Englandsfararnir valdir

Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta og aðstoðarmaður hans Henning Heninngsson hafa valið þrettán manna landsliðshóp sem fer til Englands milli jóla og nýárs og munu spila þrjá æfingaleiki í Englandi, tvo opinbera landsleiki gegn Englandi og svo æfingaleik gegn úrvalsliði frá London.

Sport
Fréttamynd

Jermaine O Neal fékk bannið stytt

Jermaine O Neal leikmaður Indiana Pacers í bandaríska NBA körfuboltanum fékk í dag leikbann stytt úr 25 leikjum í 15 sem hann var upphaflega úrskurðaður í fyrir þátttöku sína í slagsmálum við leikmenn og áhorfendur í leik gegn Detroit Pistons 19. nóvember sl. Gerðardómsmaður komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa tekið fyrir mál þeirra leikmanna sem dæmdir voru í bann eftir slagsmálin margumtöluðu.

Sport
Fréttamynd

Netkosning hófst í gær

Hinn árlegi Stjörnuleikur Körfuknattleikssambands Íslands fer fram í Valsheimilinu 15. janúar næstkomandi. Auk leiksins verður troðslukeppni og þriggja stiga skotkeppni í hálfleik en stefna sambandsins er að gera daginn að fjölskyldudegi.

Sport
Fréttamynd

Gott ár að baki hjá Keflavík

Það er ótrúlega sigursælt ár að baki hjá kvennaliði Keflavíkur í körfunni því þær unnu alla fimm titla ársins og töpuðu aðeins einum af 35 leikjum sínum í deild, meistarakeppni, bikarkeppnum og úrslitakeppni.

Sport
Fréttamynd

Dallas burstaði New York

Sex leikir voru í NBA-körfuboltanum í gærkvöldi. Dallas Mavericks burstaði New York Knicks í Madison Square Garden 123-94. Josh Howard tók 16 fráköst og skoraði 26 stig en Dirk Nowitski kom næstur með 23 stig. Dallas náði mest 46 stiga forystu í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Nýr útlendingur til KR-inga

Bandaríkjamaðurinn Aaron Harper er genginn til liðs við körfuknattleikslið KR. Harper er 23 ára og kemur í stað Damon Garris en KR-ingar sögðu upp samningi sínum við hann.

Sport
Fréttamynd

Miami vann 9. leikinn í röð

Miðherjinn tröllvaxni Shaquille O´Neal lék ekki með sínum mönnum í Miami Heat aðfaranótt miðvikudags vegna meiðsla á kálfa.

Sport
Fréttamynd

Stjörnuleikurinn með breyttu sniði

Hinn árlegi Stjörnuleikur körfuknattleikssambandsins verður haldinn laugardaginn 15. janúar 2005 í Valsheimilinu að Hlíðarenda. KKÍ hefur efnt til <a href="http://www.kki.is/stjornuleikur.asp" target="_blank">netkosningar</a> á þeim leikmönnum sem taka eiga þátt í stjörnuleiknum sem að þessu sinni verður með breyttu sniði og af því tilefni  munu þau atkvæði sem þegar hafa borist ekki vera talin.

Sport
Fréttamynd

Dregið í körfunni í gær

Bikarmeistarar Keflavíkur í karla- og kvennaflokki í körfunni eiga erfiða leiki fyrir höndum í átta liá úrslitum Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar en dregið var í gær.

Sport
Fréttamynd

Hann er Corvette, ég er múrveggur

Mikil eftirvænting ríkir fyrir leik Los Angeles Lakers og Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta á jóladag en þá munu Shaquille O´Neal og Kobe Bryant mætast í fyrsta sinn síðan O´Neal var skipt til Miami í sumar.

Sport
Fréttamynd

Yao Ming með 40 stig

Yao Ming og Tracy McGrady voru í miklu stuði aðfaranótt þriðjudags þegar lið þeirra, Houston Rockets, bar sigurorð af Toronto Raptors, 114-102, í NBA-deildinni í körfubolta.

Sport
Fréttamynd

Iverson með 51 stig

Allen Iverson skoraði hvorki fleiri né færri en 51 stig fyrir Philadelphia sem tapaði reyndar fyrir Utah Jazz með 103 stigum gegn 101 í NBA deildinni í nótt.. Þetta er annar leikurinn í röð sem Iverson skorar yfir 50 stig í leik og hann sá fyrsti sem afrekar þetta í NBA deildinni í fjögur ár.

Sport
Fréttamynd

Iverson með 51 stig gegn Jazz

Allen Iverson var fyrsti leikmaðurinn í fjögur ár til að ná því afreki að skora 50 stig eða meira í tveimur leikjum í röð í fyrrakvöld þegar lið hans, Philadelphia 76ers, mætti Utah Jazz í NBA-körfuboltanum.

Sport