Ástin á götunni

Lagerbäck er til í viðræður við KSÍ
Það er um fátt annað talað í knattspyrnuheiminum þessa dagana en hver taki við íslenska landsliðinu af Ólafi Jóhannessyni. Ólafur á aðeins eftir að stýra landsliðinu í einum leik. Það er gegn Portúgal ytra í upphafi næsta mánaðar.

Roy Keane bara einn af mörgum
Allt ætlaði um koll að keyra á mánudaginn þegar það fréttist að Eggert Magnússon, fyrrum formaður KSÍ, væri á leið til landsins ásamt Roy Keane sem væri hugsanlega að taka við íslenska landsliðinu. Eggert kom vissulega til landsins, en Keane varð eftir heima hjá sér.

Ólafur: Veigar braut agareglur
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur staðfest að Veigar Páll Gunnarsson braut agareglur fyrir leik liðsins gegn Kýpur í gær.

Rúnar: Finnst stundum eins og landsliðsmenn séu að velja sér leiki
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR og leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, gagnrýndi íslenska landsliðsmenn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var þar mættur til þess að ræða um íslenska karlalandsliðið við Heimir Karlsson og Guðna Bergsson.

Guðni Bergs: Það á að auglýsa landsliðsþjálfarastöðuna út í heimi
Guðni Bergsson, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins til margra ára, var gestur Heimis Karlssonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem að hann tjáði sig um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem vann langþráðan sigur þegar liðið vann Kýpur í gær.

Rúnar: Það á að ráða yfirmann knattspyrnumála hjá KSÍ
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR og leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi,var gestur Heimis Karlssonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem að hann tjáði sig um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem vann 1-0 sigur á Kýpur í gær.

Ásgeir Þór: Ég át hann bara
Ásgeir Þór Magnússon, varamarkvörður Íslands, átti frábæra innkomu í síðari hálfleik gegn Norðmönnum þegar hann varði vítaspyrnu með sinni fyrstu snertingu í leiknum.

Aron: Skutum of mikið í hausinn á miðvörðunum
Aron Jóhannsson var í fremstu víglínu í 2-0 tapinu gegn Noregi á Kópavogsvelli í dag. Hann mátti sín lítils og þurfti oft að sækja boltann langt tilbaka á eigin vallarhelming.

Eiður Aron: Hefðum getað klárað leikinn oft og mörgum sinnum
„Við erum alveg hundfúlir með þetta. Þetta var ekki okkar dagur í dag," sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson miðvörður Íslands eftir 2-0 tapið gegn Norðmönnum.

Ólafur þurfti að gera fjórar breytingar á liðinu - Hallgrímur byrjar
Ólafur Jóhannsson, þjálfari karlalandsliðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir síðasta heimaleik liðsins undir hans stjórn. Ísland mætir Kýpur á Laugardalsvellinum í undankeppni EM og hefst leikurinn klukkan 18.45.

Aðeins þrír voru með í síðasta sigurleik í undankeppni HM eða EM
Það eru liðnir 1056 dagar síðan íslenska landsliðið vann síðast leik í undankeppni en sá sigur kom á móti Makedóníu á Laugardalsvellinum 15. október 2008. Ísland og Kýpur mætast á Laugardalsvellinum í kvöld en í hálfgerðum úrslitaleik um næstsíðasta sætið í riðlinum.

Gummi Ben skoraði síðasta mark Íslands á móti Kýpur
Guðmundur Benediktsson var síðasti íslenski landsliðsmaðurinn sem náði því að skora í landsleik á móti Kýpur. Ísland og Kýpur mætast á Laugardalsvellinum í kvöld en Ísland er búið að spila 231 mínútu á móti Kýpur án þess að skora.

Jóhann Berg: Það er kominn tími á sigur
Jóhann Berg Guðmundsson átti ekki góðan leik á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn enda ekki hans tebolli að spila nánast eingöngu varnarleik í 90 mínútur. Jóhann Berg var jákvæður fyrir leikinn við Kýpur í kvöld og er staðráðinn í að gera betur.

Kolbeinn: Það gerist ekki oft að ég fái ekki færi í leik
Kolbeinn Sigþórsson var nánast skilinn útundan þegar íslenska landsliðið tapaði 0-1 á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn var. Kolbeinn fær vonandi að vera eitthvað meira með í spilinu á móti Kýpur í kvöld en þetta er síðasti heimaleikur liðsins í undankeppni EM 2012.

Hjörtur Logi: Ætla að vinna mér fast sæti í landsliðinu
Hjörtur Logi Valgarðsson átti flottan leik þegar Ísland tapaði á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn var en Ólafur Jóhannesson gaf honum þá sitt fyrsta tækifæri í alvöru landsleik.

Ólafur Jóhannesson: Íslendingur á að þjálfa íslenska landsliðið
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, vill gera sem fæstar breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn á móti Kýpur á morgun en hann ræddi í dag við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann á Stöð 2. Ísland mætir Kýpur á morgun í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM 2012 sem er einnig síðasti leikurinn sem Ólafur stýrir á Laugardalsvellinum þar sem að hann hættir með landsliðið eftir þessa undankeppni.

Engar skyndilausnir í boði
Hvorki gengur né rekur hjá íslenska knattspyrnulandsliðinu. Enn eitt tapið leit dagsins ljós á föstudaginn, í þetta sinn í Noregi þar sem heimamenn skoruðu eina mark leiksins úr vítaspyrnu þegar skammt var til leiksloka. Ísland hefur ekki unnið keppnisleik í tæp þrjú ár og aldrei verið neðar á styrkleikalista FIFA.

Félögin vilja sjá erlendan þjálfara
Ólafur Jóhannesson á aðeins eftir að stýra íslenska karlalandsliðinu í tveimur leikjum í viðbót. Gefið hefur verið út að hann fái ekki nýjan samning að lokinni núverandi undankeppni.

Geir: Fjölmargir aðilar hafa haft samband við KSÍ
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld að fjölmargir aðilar hefðu haft samband við KSÍ vegna stöðu landsliðsþjálfara Íslands.

Selfoss með annan fótinn í úrvalsdeild - ÍA meistari
Selfoss er nánast búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla næsta sumar eftir ævintýralegan 4-3 sigur gegn BÍ/Bolungarvík á Selfossi. Selfoss komið með 41 stig eða sex stigum meira en Haukar þegar aðeins eru eftir tvær umferðir.

Aftur unnu strákarnir með Eyjólf í stúkunni - myndir
Íslenska 21 árs landsliðið hóf undankeppni EM 2013 með góðum sigri á Belgíu á Hlíðarenda í gær en Eyjólfur Sverrisson þjálfari íslenska liðsins var í leikbanni og sat í stúkunni á Vodafone-vellinum.

Utan vallar: Nýr þjálfari þarf að leita í smiðju Drillo
Í kvöld mætast Noregur og Ísland í undankeppni EM 2012. Annars vegar lið sem hefur náð hærra en nokkur þorði að vona og hins vegar lið sem hefur sokkið dýpra en nokkur þorði að óttast.

Leiknismenn enn á lífi í 1. deildinni en HK er fallið
Leiknir vann 3-0 sigur á Fjölni í 1. deild karla í fótbolta í kvöld og eiga Efri-Breiðhyltingar því ennþá möguleika á að bjarga sér frá falli. Sömu sögu er ekki hægt að segja af HK-liðinu sem tapaði 0-2 fyrir Haukum og er fallið niður í 2. deild. ÍR-ingar nánast tryggðu sér endanlega sæti í deildinni á næsta sumri með 3-1 sigri á Þrótti.

Björn Bergmann: Miklu skemmtilegra að skora sjálfur
Björn Bergmann Sigurðarson var hetja íslenska 21 árs landsliðsins í 2-1 sigri á Belgum á Vodafonevellinum í kvöld en þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2013. Björn Bergmann skoraði bæði mörkin þar af sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok.

Guðlaugur Victor: Sýndum það að við getum unnið hvaða lið sem er
Guðlaugur Victor Pálsson lék vel á miðju íslenska 21 árs liðsins þegar liðið vann 2-1 sigur á Belgíu á Vodafonevellinum í kvöld í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2013.

Björn Bergmann tryggði Íslandi sigur gegn Belgum - skoraði bæði mörkin
Björn Bergmann Sigurðarson skoraði sigurmark íslenska 21 árs landsliðsins á móti Belgíu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2013 sem fram fór á Vodafonevellinum að Hlíðarenda í kvöld. Björn Bergmann skoraði sigurmarkið sitt þremur mínútum fyrir leikslok og tryggði Íslandi með því 2-1 sigur.

Kominn tími á erlendan þjálfara
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, segir Knattspyrnusamband Íslands þurfa að breyta allri umgjörð þegar kemur að íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Bjarni, sem náð hefur eftirtektarverðum árangri með Stjörnuna undanfarin ár, segir peningaskort enga fyrirstöðu.

Rúnar í hópi með Laudrup, Charlton, Zidane, Beckenbauer og Dalglish
Rúnar Kristinsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari toppliðs KR, fær sérstaka viðurkenningu frá UEFA fyrir landsleik Íslands og Kýpur á Laugardalsvelli þriðjudaginn 6. september næstkomandi en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ í kvöld. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ, mun afhenda Rúnari verðlaunin fyrir hönd UEFA.

Drillo: Ótrúlegt að Ísland sé bara í 124. sæti á FIFA-listanum
Íslenska landsliðið er neðar á FIFA-listanum en þjóðir eins og Færeyjar, Grenada, Liechtenstein og St. Kitts og Nevis. Það á Egil "Drillo" Olsen, þjálfari norska landsliðsins erfitt með að skilja. Noregur og Ísland mætast á Ullevaal í Osló á föstudagskvöldið og Drillo ræddi stöðu íslenska landsliðsins í viðtali við norska Dagblaðið.

Guðmundur og Matthías koma inn í landsliðshópinn
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur kallað tvo leikmenn til viðbótar inn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Kýpur og Noregi, en þeir Matthías Vilhjálmsson, leikmaður FH, og Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Breiðabliks, koma nýir inn í hópinn.