Íslenska kvennalandsliðið fékk óblíðar viðtökur hjá veðurguðunum á á Ullevaal-leikvanginum í Osló í dag þegar stelpurnar voru á síðustu æfingu sinni fyrir lokaleik sinn í riðlakeppninni sem verður á móti Noregi á morgun. Íslenska liðinu nægir jafntefli til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð næsta sumar.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, og stelpurnar gáfu færi á viðtölum fyrir æfingu og svo var byrjað á léttri upphitun með Guðna Kjartanssyni, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Fljótlega fóru að heyrast þrumur og eftir fimmtán mínútur fór að heillirigna á okkar stelpur.
Sigurður Ragnar þurfti að senda stelpurnar inn í regnjakka en engin smá rigning í gangi. Blaðamenn fengu ekki að vera nema fyrstu fimmtán mínúturnar á æfingunni en sem betur fer fyrir stelpurnar þá entist demban ekki lengi og þær gátu farið að huga að lokaundirbúningi fyrir leikinn á morgun.
Þetta er vonandi góður fyrirboði fyrir leikinn við Noreg á morgun og það var augljóst á öllum leikmönnum íslenska liðsins á æfingunni í dag að þær sætta sig við ekkert annað á morgun en að koma Íslandi á annað Evrópumótið í röð.
Það fór að heillirigna á stelpurnar á síðustu æfingunni fyrir leik
Óskar Ófeigur Jónsson í Osló skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Körfubolti

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Íslenski boltinn



„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
Íslenski boltinn
