Spænski boltinn

Fréttamynd

Pele segir 1970-lið Brasilíu betra en spænska landsliðið

Það þarf sjaldnast að snúa upp á handlegginn á knattspyrnugoðsögninni Pele til þess að fá hann til að segja skoðun sína á hlutunum. Nú hefur sá brasilíski sagt heimsmeistaralið Brasilíu frá 1970 betra en nýkrýnt Evrópumeistaralið Spánverja.

Fótbolti
Fréttamynd

Kanoute bætist í hóp Kínafara

Kínverska úrvalsdeildin ætlar að verða vinsælt athvarf knattspyrnumanna sem komnir eru af besta aldri. Hinn 34 ára gamli Malímaður Freddie Kanoute gekk í gær til liðs við úrvalsdeildarlið Beijing Guoan á tveggja ára samningi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Barcelona keypti Jordi Alba frá Valencia

Það fjölgaði í dag í hópi leikmanna frá Barcelona og Real Madrid í spænska landsliðinu í fótbolta því Börsungar tilkynntu þá á heimasíðu sinni að þeir væru búnir að kaupa landsliðsbakvörðinn Jordi Alba frá Valencia CF. Barcelona borgar 14 milljónir evra fyrir leikmanninn og hann gerir fimm ára samning við félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Drogba orðaður við Barcelona

Framherjinn Didier Drogba er orðaður við spænska félagið Barcelona í spænskum fjölmiðlum í kvöld. Drogba, sem nýverið samdi við Shangai Shenhua í Kína, má yfirgefa félagið bjóðist honum að ganga til liðs við Börsunga.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi skoraði 82 mörk fyrir Barcelona og Argentínu á tímabilinu

Lionel Messi skoraði þrennu í 4-3 sigri á Brasilíu í vináttulandsleik í New Jersey í gærkvöldi og hefur þar með skorað 82 mörk fyrir Barcelona og Argentínu á þessu tímabili. Þetta var lokaleikur kappans á tímabilinu 2011-12 og það verður ansi erfitt fyrir einhvern leikmann, þar á meðal hann sjálfan, að bæta þessa tölfræði í framtíðini.

Fótbolti
Fréttamynd

Celta Vigo í efstu deild á ný

Celta Vigo tryggði sér í gær sæti í efstu deild spænsku knattspyrnunnar eftir fimm ára fjarveru. Celta dugði eitt stig í heimaleik gegn Cordoba sem dugði einnig stig til að tryggja sig í umspil. Úr varð tíðindalítill leikur þar sem hvorugt liðið sótti að ráði.

Fótbolti
Fréttamynd

Casillas setti nýtt met í kvöld - enginn unnið fleiri landsleiki

Iker Casillas, fyrirliði Real Madrid og spænska landsliðsins, setti nýtt met í kvöld þegar Spánn vann 4-1 sigur á Suður-Kóreu í vináttulandsleik sem fór fram í Bern í Sviss. Casillas kom inn á sem varamaður í hálfleik og fékk ekki á sig mark þær 45 mínútur sem hann spilaði.

Fótbolti
Fréttamynd

22 úr unglingaliði Barca fengu fyrsta tækifærið í tíð Guardiola

Pep Guardiola, fráfarandi þjálfari spænska liðsins Barcelona, var óhræddur að gefa uppöldum leikmönnum tækifæri í aðalliðinu þau fjögur tímabil sem hann var með liðið. Barcelona vann fjórtán titla undir hans stjórn á þessum fjórum árum en þá fengu einnig 22 leikmenn úr unglingaliði Barca sitt fyrsta tækifæri með aðalliðinu. Heimasíða Barcelona hefur tekið saman upplýsingar um hvaða leikmenn spiluðu sinn fyrsta leik undir stjórn Guardiola

Fótbolti
Fréttamynd

Guardiola: Ég mun þjálfa á ný ef einhverju liði tekst að tæla mig

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, stýrir liðinu í síðasta sinn í kvöld þegar Barcelona mætir Athletic Bilbao í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar. Barcelona getur þarna unnið sinn fjórtánda titil undir stjórn Guardiola en hann tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að taka sér hvíld frá þjálfun.

Fótbolti
Fréttamynd

Litli og stóri mætast á morgun

Tvö sigursælustu liðin í spænsku bikarkeppninni í fótbolta mætast annað kvöld í úrslitaleik á Vicente Calderon vellinum, heimavelli Atletico Madrid. Barcelona hefur 25 sinnum unnið bikarinn en mótherjar þeirra á morgun, Athletic Bilbao 23 sinnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo: Gef sjálfum mér tíu

Cristiano Ronaldo var ánægður með frammistöðu sína með Real Madrid á nýliðnu tímabili. Hann gefur sjálfum sér hæstu einkunn - hærri einkunn en liðinu sjálfu.

Fótbolti
Fréttamynd

Cristiano Ronaldo: Mourinho er betri en Sir Alex

Cristiano Ronaldo heldur því fram að Jose Mourinho sé besti þjálfarinn í heimi. Ronaldo hefur farið lofsamlegum orðum um Mourinho eftir að Real Madrid endaði þriggja ára sigurgöngu Barcelona í spænsku deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Alves missir af úrslitaleiknum

Barcelona hefur staðfest að Brasilíumaðurinn Dani Alves sé viðbeinsbrotinn og verði frá næstu tvo mánuðina. Hann gekkst undir aðgerð í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Van Nistelrooy leggur skóna á hilluna

Ruud van Nistelrooy hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en hann er 35 ára gamall og á að baki farsælan feril með liðum eins og Manchester United og Real Madrid. Van Nistelrooy endaði ferilinn hjá spænska liðinu Malaga.

Fótbolti