Gareth Bale sat allan tíman á bekknum þegar Real Madrid skellti Getafe 4-1. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir Real sem var 2-1 yfir í hálfleik.
Getafe fékk óskabyrjun í leiknum þegar Lafita skoraði strax á fimmtu mínútu. Pepe jafnaði metin á 19. mínútu og Ronaldo kom Real Madrid yfir á 34. mínútu úr vítaspyrnu.
Isco bætti þriðja marki Real við á 59. mínútu og á þriðju mínútu uppbótartíma skoraði Ronaldo síðasta mark leiksins.
Real Madrid er með 13 stig eftir fyrstu fimm umferðirnar, tveimur stigum á eftir Barcelona og Atletico Madrid sem eru með fullt hús stiga. Getafe er með 4 stig í 14. sæti.
Bale á bekknum þegar Real Madrid skellti Getafe
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti





„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti

