Spænski boltinn

Fréttamynd

Eiður Smári skoraði í stórsigri Barcelona

Barcelona er í ágætum málum eftir fyrri leik sinn gegn Getafe í undanúrslitum spænska Konungsbikarsins. Barcelona vann 5-2 og var Eiður Smári Guðjohnsen í byrjunarliði Barcelona í kvöld. Það var hinsvegar Argentínumaðurinn Leo Messi hjá Barcelona sem stal senunni að þessu sinni, en hann skoraði tvö mörk og lagði eitt upp. Mikið má vera ef síðara mark kappans verður ekki mark ársins í Evrópu þegar upp er staðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Draumamark Leo Messi tilþrif ársins? (myndband)

Argentínumaðurinn Leo Messi hjá Barcelona fór hamförum í leik liðsins gegn Getafe í spænska Konungsbikarnum í kvöld. Hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt, en annað markið hans er trúlega mark ársins. Tilþrif hans minntu óneitanlega á tilþrif landa hans Diego Maradona gegn Englendingum á HM 1986, en það er almennt talið fallegasta mark allra tíma. Hinn 19 ára gamli Messi hefur oft verið nefndur hinn nýi Maradona og á þessum tilþrifum má glöggt sjá af hverju.

Fótbolti
Fréttamynd

Sýning hjá Messi á Nou Camp

Argentínumaðurinn ungi Leo Messi hjá Barcelona hefur farið hamförum í fyrri hálfleik gegn Getafe í spænska konungsbikarnum. Staðan er 3-0 í hálfleik í fyrri leik liðanna og er Messi búinn að skora tvö þeirra. Bæði mörkin voru stórglæsileg, en það fyrra minnti óneitanlega á markið sem landi hans Maradona skoraði fyrir Argentínu gegn Englendingum á HM í Mexíkó árið 1986. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona komið í 2-0 - Eiður byrjar

Barcelona er komið í 2-0 gegn Getafe í fyrri leik liðanna í spænska konungsbikarnum en leikurinn er sýndur beint á Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliðinu. Xavi kom Barcelona yfir eftir 18 mínútur og Messi kom liðinu í 2-0 með stórkostlegu marki á 28. mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Real neitar að hafa rætt við Benitez

Forráðamenn Real Madrid vísa því á bug í dag að hafa boðið Rafa Benitez hjá Liverpool að taka við liðinu í sumar. Benitez greindi frá því í gær að hann hefði neitað risatilboði frá stórliðinu í heimaborg sinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Myndir af nýjasta húðflúri David Beckham

Knattspyrnumaðurinn David Beckham hefur verið iðinn við að láta húðflúra sig undanfarin ár. Hann bætti við stóru listaverki á hægri handlegg sinn þegar hann var í Manchester á dögunum og afraksturinn má sjá í hlekk í þessari frétt.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona - Getafe í beinni í kvöld

Það verður nóg um að vera í fótboltanum í Evrópu í kvöld. Barcelona tekur á móti Getafe í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Konungsbikarsins á Spáni og verður leikurinn sýndur beint á Sýn klukkan 18:25. Þrír leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni og ber þar hæst Lundúnaslagur West Ham og Chelsea. Liverpool fær Middlesbrough í heimsókn og Blackburn tekur á móti Watford. Þá getur Inter tryggt sér meistaratitilinn á Ítalíu með sigri á Roma í stórleik kvöldsins þar í landi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Dómara bárust morðhótanir

Spænski dómarinn Javier Turienzo Alvarez sem dæmdi tvær umdeildar vítaspyrnur á Real Madrid í 2-1 tapi liðsins gegn Racing Santander um helgina hefur upplýst að sér hafi borist yfir 50 morðhótanir í kjölfarið. Dómarinn vísaði tveimur leikmönnum Real af velli í þessum sama leik, sem kann að hafa kostað stórveldið möguleika á titlinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Metzelder segist vera á leið til Real Madrid

Þýski landsliðsmaðurinn Christoph Metzelder hjá Borussia Dortmund segist vera kominn langt með að semja við spænska félagið Real Madrid og á von á því að ganga í raðir þess í sumar. Dortmund sleit samningaviðræðum við hann snemma í síðasta mánuði og er leikmaðurinn að eigin sögn þegar farinn að læra spænskuna. Metzelder er 26 ára og átti gott heimsmeistaramót með Þjóðverjum í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Raul vill ekki fara frá Real Madrid

Gulldrengurinn Raul hjá Real Madrid segist alls ekki vilja fara frá Real Madrid og ætlar að efna þau þrjú ár sem hann á eftir af samningi sínum. Nokkuð hefur verið ritað um Raul í spænskum miðlum undanfarið og því jafnvel haldið fram að hann væri á förum.

Fótbolti
Fréttamynd

Schuster vonast eftir kraftaverki gegn Barcelona

Barcelona og Getafe spila fyrri leik sinn í udanúrslitum spænska konungsbikarsins á miðvikudagskvöldið og verður leikurinn sýndur beint á Sýn klukkan 18:25. Bernd Schuster, þjálfari smáliðs Getafe, segist vonast eftir kraftaverki á Nou Camp.

Fótbolti
Fréttamynd

Spánn: Valencia gerði Barcelona greiða

Valencia lagði Sevilla 2-0 í kvöldleiknum í spænska boltanum með tveimur mörkum frá spænska landsliðsmanninum David Villa. Sigur Valencia þýðir að Barcelona er enn með fjögurra stiga forskot á toppnum. Valencia skaust með sigrinum í fjórða sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir Sevilla.

Fótbolti
Fréttamynd

Heilladísirnar á bandi Barcelona

Barcelona náði í kvöld fjögurra stiga forskoti á toppi spænsku deildarinnar í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Mallorca á heimavelli. Markið var sjálfsmark á síðustu mínútu leiksins eftir að skot varamannsins Javier Saviola hrökk af stönginni í varnarmann og í netið. Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á bekknum hjá Barcelona. Sevilla getur minnkað forskot Barca niður í eitt stig með sigri á Valencia í stórleik kvöldsins sem er sýndur beint á Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

Súrt tap hjá Real Madrid

Real Madrid missti af tækifæri til að komast á topp spænsku deildarinnar í knattspyrnu í kvöld þegar liðið lá 2-1 á útivelli fyrir Racing Santander. Real hafði ekki tapað í 9 leikjum í röð, en eftir að Raul kom Madrid yfir í upphafi leiks, skoraði varnarmaðurinn Ezequiel Garay tvö mörk úr vítaspyrnum í síðari hálfleiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Bernd Schuster tekur við Real Madrid

Þýski knattspyrnuþjálfarinn Bernd Schuster hefur skrifað undir samning við spænska stórveldið Real Madrid og mun taka við þjálfun þess þann 1. júlí. Þetta fullyrða þýskir fjölmiðlar í dag og segja fulltrúa Schusters hafa staðfest tíðindin. Schuster er þjálfari Getafe í dag en fyrir hjá Real Madrid er ítalski þjálfarinn Fabio Capello.

Fótbolti
Fréttamynd

Real tilbúið að borga 7 milljarða fyrir Ronaldo

Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag að forráðamenn Real Madrid á Spáni hafi átt fund með forráðamönnum Manchester United þar sem þeir hafi boðist til að gera enska félaginu kauptilboð í Cristiano Ronaldo upp á ríflega 7 milljarða íslenskra króna. Ef af þessum viðskiptum verður, er ljóst að Ronaldo yrði dýrasti knattspyrnumaður sögunnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður Smári kannast ekki við áhuga Man Utd

Eiður Smári Guðjohnsen segist ekki kannast við meintan áhuga Manchester United um að fá hann í sínar raðir og segist reikna með að verða áfram hjá Spánarmeisturum Barcelona. Þetta segir hann í einkaviðtali við Sky sjónvarpsstöðina í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Stoichkov var ekki atvinnulaus lengi

Búlgarska knattspyrnugoðið Hristo Stoichkov var ekki lengi atvinnulaus, en hann verður tilkynntur sem næsti knattspyrnustjóri spænska liðsins Celta Vigo í dag. Þessi tíðindi koma innan við sólarhring eftir að honum var sagt upp sem landsliðsþjálfara Búlgaríu. Celta Vigo er komið í fallbaráttu í spænsku deildinni eftir lélegt gengi undanfarið.

Fótbolti
Fréttamynd

Bjartsýni ríkir í herbúðum Real Madrid

Leikmenn og forráðamenn Real Madrid segja að sjálfstraustið í herbúðum liðsins sé afar gott um þessar mundir og að menn hafi fulla trú á því að liðið geti komið í veg fyrir að Barcelona vinni spænska meistaratitilinn þriðja árið í röð. Sóknarmaðurinn Robinho og Ramon Calderon, forseti félagsins, eru mjög bjartsýnir.

Fótbolti
Fréttamynd

Allt í járnum í spænsku úrvalsdeildinni

Mikil spenna er hlaupin í spænsku úrvalsdeildina í knattspyrnu eftir að Real Madrid sigraði Osasuna í kvöld á sama tíma og Sevilla náði aðeins markalausu jafntefli gegn Racing Santander á heimavelli sínum. Barcelona er því enn á toppnum, með eins stigs forskot á Sevilla, en á tvö stig á Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður kom inn á í tapleik Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen lék síðustu 25 mínúturnar fyrir Barcelona sem tapaði fyrir Real Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Zaragoza vann 1-0 en það var argentínski framherjinn Diego Milito sem skoraði eina mark leiksins. Barcelona er áfram með tveggja stiga forystu á Sevilla á toppi deildarinnar en síðarnefnda liðið á leik til góða.

Fótbolti
Fréttamynd

Reyes fór úr axlarlið

Spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes hjá Real Madrid fór úr axlarlið á æfingu liðsins í dag og því verður ekkert af endurkomu hans í liðið í bráð. Reyes hafði verið meiddur á hné og átti að snúa aftur í hóp liðsins um næstu helgi. Hann er lánsmaður frá enska liðinu Arsenal.

Fótbolti
Fréttamynd

Eto´o hættur að fara með börn sín á völlinn

Kamerúninn Samuel Eto´o hjá Barcelona segist ekki lengur treysta sér til að koma með börnin sín á leiki í spænsku deildinni vegna kynþáttafordóma. Hann kallar á forráðamenn deildarinnar og félaga á Spáni að bregðast við ástandinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham farinn að æfa á ný

David Beckham er nú farinn að æfa með Real Madrid á ný eftir hnémeiðsli sem hann varð fyrir í leik gegn Getafe í byrjun mars. Beckham æfði lyftingar einn síns liðs á meðan hann var meiddur en er nú kominn til liðs við félaga sína á æfingasvæðinu á ný. Ekki er vitað hvort hann verður í leikmannahópi Real þegar liðið tekur á móti Osasuna um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Lukkan á bandi Real Madrid

Real Madrid var fjarri sínu besta í spænska boltanum í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á botnliði Celta Vigo á útivelli og náði þriðja sæti deildarinnar. Sevilla gerði aðeins markalaust jafntefli við Osasuna og því hefur Barcelona nú tveggja stiga forystu á toppnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Laporta: Ronaldinho verður áfram hjá Barcelona

Forseti Barcelona segir að brasilíski snillingurinn Ronaldinho sé ánægður hjá félaginu og segir að honum sé frjálst að leika með liði Barcelona eins lengi og hann vill. Laporta forseti átti fund með umboðsmanni leikmannsins um helgina og fullvissar stuðningsmenn Barcelona að ekkert sé til í því að hann sé á leið til AC Milan eins og rekið hefur verið í fjölmiðlum undanfarið.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona á toppnum

Barcelona vann í gærkvöld mikilvægan sigur á Deportivo 2-1 í spænsku deildinni í knattspyrnu og náði þar með þriggja stiga forystu á Sevilla sem er í öðru sætinu, en á leik til góða.

Fótbolti
Fréttamynd

Valencia lagði Espanyol

Valencia skaust í þriðja sætið í spænsku deildinni í kvöld þegar liðið lagði Espanyol 3-2 í hörkuleik þar sem David Villa, Miguel Angulo og Vicente skoruðu mörk heimamanna á Mestalla. Luis Garcia og Alberto Riera skoruðu mörk gestanna. Real Madrid getur náð þriðja sætinu á ný með sigri á Osasuna á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Saviola verður að vera þolinmóður

Argentínski framherjinn Javier Saviola verður að vera þolinmóður og bíða lengur eftir því að forráðamenn Barcelona bjóði honum nýjan samning. Þetta segir Txiki Begiristain yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Samningur Saviola rennur út í sumar en hann hefur skorað 12 mörk í 21 leik fyrir Barca í vetur.

Fótbolti