Spænski boltinn

Real og Barcelona ríkustu félögin
Real Madrid er komið aftur í efsta sæti yfir ríkustu knattspyrnufélög Evrópu og erkifjendurnir Barcelona sitja í öðru sætinu. Þetta er niðurstaða ítarlegrar könnunar sem gerð hefur verið og sýnir 20 ríkustu félagslið í Evrópu.

Capello skammaður fyrir að hrósa öfgasinnuðum stuðningsmönnum
Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, var tekinn inn á teppi hjá stjórn félagsins í dag þar sem hann var skammaður fyrir að hafa hrósað öfgasinnuðum stuðningsmönnum liðsins, Ultras Sur, fyrir stuðninginn í háðlegu tapi Real fyrir Levante á dögunum.

Ayala fer til Villarreal í sumar
Argentínumaðurinn Roberto Ayala gengur í raðir Villarreal frá Valencia í sumar og hefur gegngið frá þriggja ára samningi. Hann er 33 ára gamall og þarf einn landsleik til við bótar til að verða landsleikjahæsti leikmaður Argentínu frá upphafi. Ayala hefur verið kjölfestan í sigursælu liði Valencia um árabil, en flytur sig nú um set til smáliðsins í grennd við Valencia.

Við getum ekki haldið í Torres
Staðan á framherjanum magnaða Fernando Torres hjá Atletico Madrid verður æ skringilegri með hverjum deginum, en nú nokkrum dögum eftir að leikmaðurinn lýsti því yfir að hann vildi alls ekki fara frá félaginu - hefur yfirmaður liðsins nú komið fram og sagt að félagið eigi ekki möguleika á að halda honum í sínum röðum lengur.

Barcelona: Við höfum efni á Ronaldo
Ferran Soriano, varaforseti Barcelona, segir að félagið hafi vel efni á því að kaupa Portúgalann Cristiano Ronaldo frá Manchester United, ekkert sé því til fyrirstöðu ef þjálfarinn Frank Rijkaard hafi áhuga á því og ef verðmiðinn flokkist undir "almenna skynsemi."

Guti: Beckham á að spila
Miðjumaðurinn Guti hjá Real Madrid segir að leikmaður á borð við David Beckham eigi að vera inni á vellinum að spila með liðinu í stað þess að húka uppi í stúku og fullyrðir að hann tali fyrir munn allra leikmanna Real í þessu sambandi.

Eto´o: Næ ekki fullum styrk fyrr en eftir eitt ár
Kamerúninn Samuel Eto´o sneri aftur úr meiðslum með liði Barcelona í gær þegar hann lék síðustu fimm mínúturnar í daufu jafntefli Börsunga við Osasuna. Spænskir fjölmiðlar spá því að hann verði jafnvel í byrjunarliði Barcelona í næsta leik þegar meistararnir mæta Santander næsta laugardag, en leikmaðurinn segir sig eiga langt í land með að ná bata.

Capello ætlar að halda ótrauður áfram
Ítalski þjálfarinn Fabio Capello hjá Real Madrid ætlar ekki að láta niðurlægjandi tap liðsins gegn Levante í gær hafa áhrif á sig og segist fullviss um að liðið geti náð að gera fína hluti í vor. Tap Real í gær var hið fjórða í síðustu fimm leikjum og stuðningsmenn Real létu vel í sér heyra eftir vonbrigðin í gær.

Forseti Barcelona hefur ekki áhyggjur af Saviola
Joan Laporta, forseti Barcelona, segist ekki hafa áhyggjur af því hvort Argentínumaðurinn Javier Saviola fari frá félaginu í sumar eða ekki, en bætir því við að hann sé afar ánægður með frammistöðu hans í undanförnum leikjum.

Torres: Ég hefði auðveldlega geta farið til Chelsea
Framherjinn Fernando "El Nino" Torres hjá Atletico Madrid segir að hann hefði auðveldlega geta gengið í raðir Chelsea í janúarglugganum ef sig hefði langað að fara frá uppeldisfélagi sínu á Spáni. Það hafi hinsvegar ekki komið til greina fyrir sig.

Xavi staðfestir áhuga Manchester United
Miðjumaðurinn knái Xavi hjá Barcelona hefur staðfest að Manchester United hafi verið í reglulegu sambandi við umboðsmann sinn. Hann tekur það fram að hann sé samningsbundinn Barcelona og ítrekar að ef United hafi raunverulegan áhuga, verði félagið að setja sig í samband við forráðamenn Barcelona.

Eiður markalaus í 455 mínútur
Útlitið er ekkert alltof bjart fyrir okkar mann hjá Barcelona. Eiður Smári hefur ekki skorað í síðustu átta leikjum sínum, á sama tíma hefur Javier Saviola skorað 8 mörk og samkeppnin er jafnframt að harðna.

Framtíð Saviola ennþá óljós
Yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona er ekki að flýta sér að bjóða Argentínumanninum Javier Saviola nýjan samning hjá félaginu þrátt fyrir að framherjinn hafi staðið sig einstaklega vel í síðustu leikjum liðsins.

Barcelona aftur á toppinn eftir sigur gegn Celta
Barcelona er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 sigur á Celta Vigo í kvöld þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en skammt var eftir af leiknum. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í lið Barcelona þegar tæpar 10 mínútur voru eftir.

Eiður Smári byrjar á bekknum
Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona sem tekur á móti Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Argentínumaðurinn Javier Saviola byrjar inn á hjá meisturunum í þriðja leiknum í röð. Leikurinn hófst nú kl. 18 og er í beinni útsendingu á Sýn.

Frank Rijkaard: Látið Ronaldinho í friði
Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hefur skipað fjölmiðlum á Spáni að láta Ronaldinho í friði, en brasilíski snillingurinn hefur verið harðlega gagnrýndur að undanförnu fyrir slaka frammistöðu. Rijkaard segir það ekki einum leikmanni að kenna að Barcelona sé ekki að spila eins það best getur.

Eiður Smári: Saviola á tækifærið skilið
Eiður Smári Guðjohnsen segist ekki vera bitur út í þjálfara sinn Frank Rijkaard fyrir að hafa tekið Javier Saviola fram yfir sig í síðustu leikjum Barcelona. Eiður Smári segir í ítarlegu viðtali við spænska dagblaðið Marca að það sé eðlilegt að Saviola sé tekinn fram yfir sig eins og hann er að spila um þessar mundir.

Real tapaði fyrir Villareal
Real Madrid mátti þola 1-0 tap fyrir Villareal í öðrum af tveimur leikjum kvöldsins í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og mistakast þannig að komast á topp deildarinnar um stundarsakir. Í hinum leik kvöldsins skildu Atletico Madrid og Racing Santanter jöfn, 1-1.

Juventus býður Saviola samning
Juventus hefur boðið argentínska sóknarmanninnum Javier Saviola fimm ára samning en núverandi samningur Saviola við Barcelona rennur út í sumar. Saviola stendur frammi fyrir erfiðu vali þar sem hann hefur átt fast sæti í liði Spánar- og Evrópumeistaranna að undanförnu.

Beckham gæti spilað fyrir Real
Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, hefur dregið úr þeim ummælum sem hann lét falla fyrir nokkrum vikum um að David Beckham myndi ekki spila aftur fyrir félagið þar sem hann hefur samið við LA Galaxy í Bandaríkjunum. Capello segir nú að ef Beckham sé í góðu formi og sýni rétt viðhorf eigi hann möguleika á að komast í liðið.

Ronaldinho upp með sér yfir áhuga Chelsea
Brasilíski snillingurinn Ronaldinho segist upp með sér yfir þeim áhuga sem fullyrt er að Chelsea og AC Milan hafi á því að fá hann í sínar raðir, en segist staðráðinn í að vera áfram hjá Barcelona þar sem hann ætli sér að vinna fleiri titla.

Nistelrooy hefur ekkert á móti Ronaldo
Ruud Van Nistelrooy segir að hann hafi ekkert á móti fyrrum félaga sínum Cristiano Ronaldo hjá Manchester United, en langlífar vangaveltur fjölmiðla um að Real ætli sér að kaupa Portúgalann urðu til þess að blaðamenn rifjuðu upp deilur sem komu upp milli þeirra félaga á sínum tíma.

Tomasson lánaður til Villarreal
Spænska liðið Villarreal gekk í dag frá lánssamningi við danska framherjann Joh Dahl Tomasson frá þýska liðinu Stuttgart. Tomasson, sem er af íslensku bergi brotinn, verður hjá spænska liðinu út leiktíðina.

Barcelona varð að sætta sig við jafntefli
Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Barcelona urðu að sætta sig við eitt stig í kvöld þegar liðið mætti Betis á útivelli í leik sem frestað var í haust. Heimamenn komust yfir undir lok fyrri hálfleiks en Rafael Marquez tryggði Barcelona stig með góðu marki á 61. mínútu.

Eiður á bekknum gegn Betis
Nú er leikur Real Betis og Barcelona í spænsku deildinni kominn í gang og er hann sýndur beint á Sýn Extra. Þetta er frestaður leikur síðan Barcelona tók þátt í HM félagsliða í haust. Eiður Smári er á varamannabekk Barcelona að þessu sinni.

Ronaldo fer ekki frítt
Spænska félagið Real Madrid segir það alveg ljóst að brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo fari ekki frá félaginu nú í janúar án þess að það fái greiðslu fyrir. Ronaldo hefur verið orðaður sterklega við ítalska liðið AC Milan.

Real Madrid í þriðja sæti
Real Madrid komst í kvöld í þriðja sætið í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu með mikilvægum 1-0 sigri á Mallorca. Það var Jose Antonio Reyes sem skoraði sigurmark Real beint úr aukaspyrnu undir lok leiksins. Barcelona, Sevilla og Real Madrid hafa nú öll 38 stig í efstu þremur sætum deildarinnar en meistararnir í Barcelona eiga leik til góða.

Barcelona lagði Tarragona
Barcelona skellti sér á toppinn í spænsku deildinni í kvöld þegar liðið vann tilþrifalítinn en sannfærandi 3-0 sigur á botnliði Tarragona. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður á 65. mínútu og átti þátt í tveimur síðustu mörkum liðsins. Barcelona og Sevilla eru efst og jöfn í deildinni með 38 stig en Barca á leik til góða, líkt og Real Madrid sem getur komist í þennan hóp með sigri á Mallorca i kvöld.

Luku leik með sjö leikmönnum
Fjórir leikmenn Osasuna fengu að líta rauða spjaldið þegar liðið heimsótti Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Osasuna er eina liðið í spænsku efstu deildinni sem lýkur leik með 7 leikmenn inni á vellinum á síðustu 10 keppnistímabilum.

Calderon baðst afsökunar
Sérstakur krísufundur var haldinn í herbúðum Real Madrid í dag þar sem forseti félagsins Ramon Calderon bað David Beckham og aðra leikmenn liðsins afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Beckham á dögunum. Calderon kallaði Beckham lélegan leikara sem ekkert lið kærði sig um að fá í sínar raðir.