Náttúruhamfarir Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Sjöunda orkuverið í Svartsengi var gangsett í gær. Um er að ræða 55 megavatta vélarsamstæðu sem jafnframt er stærsti gufuhverfill landsins. Áætlað er að kostnaður við stækkun og endurbætur orkuversins muni nemi ríflega 14 milljörðum króna. Forstjóri segir það gífurlegt afrek að ná að fylgja tíma- og verkáætlun samhliða níu eldgosum, jarðhræringum og gasmengun. Viðskipti innlent 2.12.2025 11:02 Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Að minnsta kosti 604 eru látnir eftir mikil flóð á Indónesíu og að minnsta kosti 464 er enn saknað. Í heildina er vitað til þess að rúmlega þúsund manns hafi dáið vegna flóða í þremur löndum í Suðaustur-Asíu og er rúmlega átta hundruð saknað. Erlent 1.12.2025 18:07 Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Að minnsta kosti 193 eru látnir eftir einar verstu veðurhamfarir síðustu ára í Srí Lanka eftir að hvirfilbylurinn Ditwah reið yfir landið. Yfir hundrað þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín. Erlent 30.11.2025 09:45 Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Að minnsta kosti 145 eru látnir eftir mikil flóð í suðurhluta Taílands. Dregið hefur úr flóðunum og eru gífurlegar skemmdir að líta dagsins ljós. Áætlað er að flóðin hafi haft áhrif á um 1,2 milljónir heimila og um 3,6 milljónir manna í tólf héruðum Taílands. Erlent 28.11.2025 16:34 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Að minnsta kosti fjörutíu og einn er látinn í Víetnam eftir miklar rigningar og flóð sem gengið hafa yfir miðhluta landsins síðustu daga. Erlent 21.11.2025 08:31 Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Meira en níu hundruð þúsund Filippseyingar hafa rýmt heimili sín vegna ofurfellibylsins Fung-wong sem herjar á eyjaklasann. Erlent 9.11.2025 10:08 Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Þrír létu lífið og að minnsta kosti fimmtán slösuðust í risaöldum sem herjuðu á Tenerife í gær. Fjöldi ferðamanna hundsaði viðvörunarskilti vegna öldugangsins með þeim afleiðingum að sjógangurinn hreif þá með sér út í sjóinn. Erlent 9.11.2025 07:51 Tala látinna hækkar á Filippseyjum Tala látinna á Filippseyjum eftir að fellibylurinn Kalmaegi gekk yfir er nú komin í 114 og forseti landsins, Ferdinand Marcos yngri hefur lýst yfir neyðarástandi. Erlent 6.11.2025 07:29 Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Að minnsta kosti sextíu og sex eru látnir og hundruð þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín á Filippseyjum eftir að einn öflugasti fellibylur ársins gekk yfir miðhluta eyjanna. Erlent 5.11.2025 06:43 Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Að minnsta kosti tuttugu eru látnir eftir 6,3 stiga jarðskjálfta í norðurhluta Afganistan. Búist er við því að fleiri finnist látnir og þá eru hundruð særð. Erlent 3.11.2025 06:37 Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Að minnsta kosti 30 eru látnir eftir að fellibylurinn Melissa gekk yfir Jamaíka á þriðjudag og óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Árið 1951 lést íslensk kona í fellibyl á eyjunni en hún skrifaði fjölda bréfa til fjölskyldu sinnar hér á landi og það síðasta degi áður en óveðrið skall á. Innlent 1.11.2025 11:03 Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sameinuðu þjóðirnar segja að fellibylurinn Melissa hafi valdið fordæmalausri eyðileggingu á Jamaíku og hafa kallað eftir aðstoð handa eyríkinu. Fellibylurinn, sem þykir einn þeirra öflugustu á Karíbahafinu í mannaminnum, lék íbúa á Kúbú og Haítí einnig grátt. Erlent 30.10.2025 11:02 Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hið minnsta fjórir eru látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí vegna flóða af völdum fellibylsinss Melissu. Þetta staðfesta yfirvöld í báðum löndum. Erlent 29.10.2025 22:55 Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Þök flugu af byggingum, tré fuku og grjót hrundi á vegi þegar fellibylurinn Melissa gekk á land á Jamaíku í dag. Bylurinn er talinn vera stærsti fellibylur sem hefur náð til Jamaíka frá því að mælingar hófust árið 1851. Erlent 28.10.2025 22:20 Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Íbúi í Ósló sem þurfti að rýma heimili sitt í gær vegna aurskriðu segist hafa verið mjög stressaður þegar hann sá í hvað stefndi og hafi í örvæntingu hlaupið inn og sótt helstu eigur ef allt færi á versta veg. Tvær aurskriður féllu í íbúabyggð í Ósló í gærkvöldi og í morgun og þurftu mörg hundruð að rýma heimili sín. Grjóthnullungar féllu skammt frá Carl Berners-torgi síðdegis í gær og aftur rétt fyrir klukkan níu í morgun að staðartíma. Erlent 27.10.2025 21:54 Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Fjórða stigs fellibylurinn Melissa sem stefnir nú á Jamaíka gæti styrkst enn frekar áður en hann gengur á land þar. Hann yrði þá öflugasti fellibylur sem dunið hefur á eyjunni í fleiri áratugi. Erlent 27.10.2025 08:53 Er enn að vinna úr því að hafa lifað „Mér þykir þetta dálítið skrýtið, að það séu komin þrjátíu ár. Sérstaklega af því að ég er bara að vinna mjög mikið í hlutum sem tengjast þessu,“ segir Sóley Eiríksdóttir, sem var ellefu ára þegar hún lenti í snjóflóðinu á Flateyri. Tuttugu létust í náttúruhamförunum, þeirra á meðal Svana, eldri systir Sóleyjar, og Sólrún Ása, frænka hennar. Innlent 26.10.2025 09:52 Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Gæsahúðin gerir oft vart við sig í spjallinu við Gísla Níls Einarsson, hjúkrunarfræðing, slökkviliðs- og sjúkraflutningamann, lýðheilsufræðing og framkvæmdastjóra Öldunnar. Áskorun 19.10.2025 08:00 Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Sex dögum eftir að tugir manna dóu vegna úrhellis í Mexíkó er fjölmargra enn saknað. Að minnsta kosti 66 eru látnir, samkvæmt tölum sem birtar voru í gærkvöldi, en enn hefur ekki tekist að finna 75 til viðbótar eftir að skyndiflóð og aurskriður léku íbúa Mexíkó grátt. Erlent 16.10.2025 14:17 Tala látinna hækkar á Filippseyjum Björgunarlið er enn að störfum á Filippseyjum þar sem öflugur skjálfti upp á 6,9 stig reið yfir í gær. Að minnsta kosti 69 eru látnir en ástandið er verst í Cebu héraði. Erlent 1.10.2025 06:53 Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Minnst tuttugu og tveir eru látnir eftir jarðskjálfta sem mældist 6,9 að stærð á Filippseyjum fyrr í dag. Jarðskjálftinn átti upptök sín við norðurenda eyjunnar Cebu, en þar búa 3,2 milljónir manna. Erlent 30.9.2025 23:53 Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa Hundruðum flugferða hefur verið aflýst í Hong Kong og skólum og fyrirtækjum hefur verið lokað vegna ofurfellibylsins Ragasa sem er á leiðinni í átt að eyjunni. Erlent 23.9.2025 07:47 Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Þúsundum hefur verið gert að yfirgefa heimili sín á Filippseyjum og landsmenn búa sig nú undir að risafellifylurinn Ragasa skelli á landinu. Erlent 22.9.2025 07:30 Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Útgjöld hins opinbera voru um 170 milljörðum króna meiri en tekjurnar í fyrra. Bein útgjöld vegna eldgosanna við Grindavík vógu þungt en þau námu yfir 87 milljörðum króna. Afkoma hins opinbera var áfram neikvæð á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Viðskipti innlent 18.9.2025 10:59 Dregið hefur úr skriðuhættu Eftir tvo mjög úrkomusama daga á Austfjörðum stytti að mestu upp í gærkvöldi og nótt og dregið hefur úr skriðuhættu á svæðinu. Innlent 3.9.2025 15:29 Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum Skriðuvakt Veðurstofu Íslands varar við aukinni skriðuhættu á Austurlandi sem rekja má til töluverðrar úrkomu og haustveðurs síðustu sólarhringa. Skriðuvaktin fylgist náið með mælitækjum sínum, einkum á Seyðisfirði og Eskifirði. Innlent 2.9.2025 12:47 Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Mörg hundruð hafa látið lífið vegna jarðskjálfta sem reið yfir Afganistan í gær. Björgunarstörf hafa gengið hægt og erfitt hefur reynst að ná til afskekktra byggða sem urðu illa úti. Talíbanastjórnin þar í landi kallar eftir aðstoð og segir litla hjálp að fá frá alþjóðasamfélaginu. Erlent 1.9.2025 22:14 Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Að minnsta kosti sex hundruð eru látnir eftir jarðskjálfta sem reið yfir austurhluta Afganistans í gærkvöldi. Skjálftinn var sex stig að stærð og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka eftir því sem björgunaraðilar ná til fleiri þorpa en skjálftinn varð á fremur afskekktu svæði í landinu. Erlent 1.9.2025 06:43 Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Risastór sandstormur gekk yfir Arizona í Bandaríkjunum í gær og olli talsverðum usla í Phoenix. Flugum var aflýst og þúsundir í borginni eru enn án rafmagns. Erlent 26.8.2025 21:51 Fjárhús varð öldugangi að bráð Gríðarlegur sjógangur er við Vík í Mýrdal þar sem sjóvarnargarður rofnaði og fjárhús varð sjónum að bráð. Óttast er að annað hús sem er við sjóinn, hesthús, gæti farið sömu leið. Innlent 26.8.2025 15:54 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 25 ›
Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Sjöunda orkuverið í Svartsengi var gangsett í gær. Um er að ræða 55 megavatta vélarsamstæðu sem jafnframt er stærsti gufuhverfill landsins. Áætlað er að kostnaður við stækkun og endurbætur orkuversins muni nemi ríflega 14 milljörðum króna. Forstjóri segir það gífurlegt afrek að ná að fylgja tíma- og verkáætlun samhliða níu eldgosum, jarðhræringum og gasmengun. Viðskipti innlent 2.12.2025 11:02
Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Að minnsta kosti 604 eru látnir eftir mikil flóð á Indónesíu og að minnsta kosti 464 er enn saknað. Í heildina er vitað til þess að rúmlega þúsund manns hafi dáið vegna flóða í þremur löndum í Suðaustur-Asíu og er rúmlega átta hundruð saknað. Erlent 1.12.2025 18:07
Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Að minnsta kosti 193 eru látnir eftir einar verstu veðurhamfarir síðustu ára í Srí Lanka eftir að hvirfilbylurinn Ditwah reið yfir landið. Yfir hundrað þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín. Erlent 30.11.2025 09:45
Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Að minnsta kosti 145 eru látnir eftir mikil flóð í suðurhluta Taílands. Dregið hefur úr flóðunum og eru gífurlegar skemmdir að líta dagsins ljós. Áætlað er að flóðin hafi haft áhrif á um 1,2 milljónir heimila og um 3,6 milljónir manna í tólf héruðum Taílands. Erlent 28.11.2025 16:34
Tugir látnir í flóðum í Víetnam Að minnsta kosti fjörutíu og einn er látinn í Víetnam eftir miklar rigningar og flóð sem gengið hafa yfir miðhluta landsins síðustu daga. Erlent 21.11.2025 08:31
Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Meira en níu hundruð þúsund Filippseyingar hafa rýmt heimili sín vegna ofurfellibylsins Fung-wong sem herjar á eyjaklasann. Erlent 9.11.2025 10:08
Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Þrír létu lífið og að minnsta kosti fimmtán slösuðust í risaöldum sem herjuðu á Tenerife í gær. Fjöldi ferðamanna hundsaði viðvörunarskilti vegna öldugangsins með þeim afleiðingum að sjógangurinn hreif þá með sér út í sjóinn. Erlent 9.11.2025 07:51
Tala látinna hækkar á Filippseyjum Tala látinna á Filippseyjum eftir að fellibylurinn Kalmaegi gekk yfir er nú komin í 114 og forseti landsins, Ferdinand Marcos yngri hefur lýst yfir neyðarástandi. Erlent 6.11.2025 07:29
Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Að minnsta kosti sextíu og sex eru látnir og hundruð þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín á Filippseyjum eftir að einn öflugasti fellibylur ársins gekk yfir miðhluta eyjanna. Erlent 5.11.2025 06:43
Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Að minnsta kosti tuttugu eru látnir eftir 6,3 stiga jarðskjálfta í norðurhluta Afganistan. Búist er við því að fleiri finnist látnir og þá eru hundruð særð. Erlent 3.11.2025 06:37
Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Að minnsta kosti 30 eru látnir eftir að fellibylurinn Melissa gekk yfir Jamaíka á þriðjudag og óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Árið 1951 lést íslensk kona í fellibyl á eyjunni en hún skrifaði fjölda bréfa til fjölskyldu sinnar hér á landi og það síðasta degi áður en óveðrið skall á. Innlent 1.11.2025 11:03
Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sameinuðu þjóðirnar segja að fellibylurinn Melissa hafi valdið fordæmalausri eyðileggingu á Jamaíku og hafa kallað eftir aðstoð handa eyríkinu. Fellibylurinn, sem þykir einn þeirra öflugustu á Karíbahafinu í mannaminnum, lék íbúa á Kúbú og Haítí einnig grátt. Erlent 30.10.2025 11:02
Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hið minnsta fjórir eru látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí vegna flóða af völdum fellibylsinss Melissu. Þetta staðfesta yfirvöld í báðum löndum. Erlent 29.10.2025 22:55
Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Þök flugu af byggingum, tré fuku og grjót hrundi á vegi þegar fellibylurinn Melissa gekk á land á Jamaíku í dag. Bylurinn er talinn vera stærsti fellibylur sem hefur náð til Jamaíka frá því að mælingar hófust árið 1851. Erlent 28.10.2025 22:20
Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Íbúi í Ósló sem þurfti að rýma heimili sitt í gær vegna aurskriðu segist hafa verið mjög stressaður þegar hann sá í hvað stefndi og hafi í örvæntingu hlaupið inn og sótt helstu eigur ef allt færi á versta veg. Tvær aurskriður féllu í íbúabyggð í Ósló í gærkvöldi og í morgun og þurftu mörg hundruð að rýma heimili sín. Grjóthnullungar féllu skammt frá Carl Berners-torgi síðdegis í gær og aftur rétt fyrir klukkan níu í morgun að staðartíma. Erlent 27.10.2025 21:54
Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Fjórða stigs fellibylurinn Melissa sem stefnir nú á Jamaíka gæti styrkst enn frekar áður en hann gengur á land þar. Hann yrði þá öflugasti fellibylur sem dunið hefur á eyjunni í fleiri áratugi. Erlent 27.10.2025 08:53
Er enn að vinna úr því að hafa lifað „Mér þykir þetta dálítið skrýtið, að það séu komin þrjátíu ár. Sérstaklega af því að ég er bara að vinna mjög mikið í hlutum sem tengjast þessu,“ segir Sóley Eiríksdóttir, sem var ellefu ára þegar hún lenti í snjóflóðinu á Flateyri. Tuttugu létust í náttúruhamförunum, þeirra á meðal Svana, eldri systir Sóleyjar, og Sólrún Ása, frænka hennar. Innlent 26.10.2025 09:52
Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Gæsahúðin gerir oft vart við sig í spjallinu við Gísla Níls Einarsson, hjúkrunarfræðing, slökkviliðs- og sjúkraflutningamann, lýðheilsufræðing og framkvæmdastjóra Öldunnar. Áskorun 19.10.2025 08:00
Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Sex dögum eftir að tugir manna dóu vegna úrhellis í Mexíkó er fjölmargra enn saknað. Að minnsta kosti 66 eru látnir, samkvæmt tölum sem birtar voru í gærkvöldi, en enn hefur ekki tekist að finna 75 til viðbótar eftir að skyndiflóð og aurskriður léku íbúa Mexíkó grátt. Erlent 16.10.2025 14:17
Tala látinna hækkar á Filippseyjum Björgunarlið er enn að störfum á Filippseyjum þar sem öflugur skjálfti upp á 6,9 stig reið yfir í gær. Að minnsta kosti 69 eru látnir en ástandið er verst í Cebu héraði. Erlent 1.10.2025 06:53
Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Minnst tuttugu og tveir eru látnir eftir jarðskjálfta sem mældist 6,9 að stærð á Filippseyjum fyrr í dag. Jarðskjálftinn átti upptök sín við norðurenda eyjunnar Cebu, en þar búa 3,2 milljónir manna. Erlent 30.9.2025 23:53
Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa Hundruðum flugferða hefur verið aflýst í Hong Kong og skólum og fyrirtækjum hefur verið lokað vegna ofurfellibylsins Ragasa sem er á leiðinni í átt að eyjunni. Erlent 23.9.2025 07:47
Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Þúsundum hefur verið gert að yfirgefa heimili sín á Filippseyjum og landsmenn búa sig nú undir að risafellifylurinn Ragasa skelli á landinu. Erlent 22.9.2025 07:30
Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Útgjöld hins opinbera voru um 170 milljörðum króna meiri en tekjurnar í fyrra. Bein útgjöld vegna eldgosanna við Grindavík vógu þungt en þau námu yfir 87 milljörðum króna. Afkoma hins opinbera var áfram neikvæð á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Viðskipti innlent 18.9.2025 10:59
Dregið hefur úr skriðuhættu Eftir tvo mjög úrkomusama daga á Austfjörðum stytti að mestu upp í gærkvöldi og nótt og dregið hefur úr skriðuhættu á svæðinu. Innlent 3.9.2025 15:29
Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum Skriðuvakt Veðurstofu Íslands varar við aukinni skriðuhættu á Austurlandi sem rekja má til töluverðrar úrkomu og haustveðurs síðustu sólarhringa. Skriðuvaktin fylgist náið með mælitækjum sínum, einkum á Seyðisfirði og Eskifirði. Innlent 2.9.2025 12:47
Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Mörg hundruð hafa látið lífið vegna jarðskjálfta sem reið yfir Afganistan í gær. Björgunarstörf hafa gengið hægt og erfitt hefur reynst að ná til afskekktra byggða sem urðu illa úti. Talíbanastjórnin þar í landi kallar eftir aðstoð og segir litla hjálp að fá frá alþjóðasamfélaginu. Erlent 1.9.2025 22:14
Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Að minnsta kosti sex hundruð eru látnir eftir jarðskjálfta sem reið yfir austurhluta Afganistans í gærkvöldi. Skjálftinn var sex stig að stærð og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka eftir því sem björgunaraðilar ná til fleiri þorpa en skjálftinn varð á fremur afskekktu svæði í landinu. Erlent 1.9.2025 06:43
Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Risastór sandstormur gekk yfir Arizona í Bandaríkjunum í gær og olli talsverðum usla í Phoenix. Flugum var aflýst og þúsundir í borginni eru enn án rafmagns. Erlent 26.8.2025 21:51
Fjárhús varð öldugangi að bráð Gríðarlegur sjógangur er við Vík í Mýrdal þar sem sjóvarnargarður rofnaði og fjárhús varð sjónum að bráð. Óttast er að annað hús sem er við sjóinn, hesthús, gæti farið sömu leið. Innlent 26.8.2025 15:54