Ítalski boltinn

Fréttamynd

Þú ert bestur pabbi

Francesco Totti, fyrirliði Roma, skoraði eitt mark og lagði upp tvö þegar Roma vann 3-1 sigur á Genoa í ítölsku A-deildinni um helgina. Með því að skora komst hann upp í annað sætið yfir mestu markaskorara deildarinnar frá upphafi.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan komst í þriðja sætið

AC Milan komst í kvöld upp í þriðja sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. Liðið lagði þá Lazio, 3-0, og hafði um leið sætaskipti við liðið frá Róm.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafntefli í toppslagnum á Ítalíu

Juventus er áfram með sex stiga forskot á Napoli í ítölsku A-deildinni í fótbolta eftir að tvö efstu lið deildarinnar gerðu 1-1 jafntefli í Napólíborg í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus vill kaupa Sanchez

Sílemaðurinn Alexis Sanchez hefur ekki tekist að slá í gegn hjá Barcelona og svo gæti farið að hann verði seldur frá félaginu í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

John Carew fær ekki samning hjá Internazionale

John Carew, fyrrum leikmaður Aston Villa, Stoke City og West Ham United, fær eftir allt saman ekki tækifæri til að spila með ítalska félaginu Internazionale á þessu tímabili. Carew hefur ekki spilað fótbolta í tíu mánuði en var til reynslu hjá félaginu síðustu daga.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter, Balotelli og AC Milan fengu öll sektir

Forráðamenn ítalska úrvalsdeildarinnar í fótbolta sektuðu í dag ítölsku félögin Internazionale og AC Milan sem og Mario Balotelli, leikmann AC Milan, fyrir framkomu í Milan-slagnum á Giuseppe Meazza leikvanginum um síðustu helgi.

Fótbolti
Fréttamynd

Veifuðu banönum að Balotelli

Mario Balotelli, leikmaður AC Milan, fékk óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum Inter er Mílanóliðin áttust við í stórleik helgarinnar í ítalska boltanum.

Fótbolti
Fréttamynd

Öruggur heimasigur hjá Juventus

Juventus vann í dag 3-0 sigur gegn Siena á heimavelli sínum í Torinó í ítalska boltanum. Stephan Lichtsteiner, Sebastian Giovinco og Paul Pogba skoruðu mörkin hjá Juventus í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Balotelli enn á skotskónum

Mario Balotelli heldur áfram að gera það gott eftir komuna til AC Milan. Í kvöld skoraði hann eitt mark í 2-1 sigri á Parma á heimavelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Tímabilið búið hjá Diego Milito

Diego Milito, argentínski framherjinn hjá Internazionale, hefur leikið sinn síðasta leik á þessu tímabili eftir að í ljós kom að hann er með slitið krossband.

Fótbolti
Fréttamynd

Alfreð er nú í 26. sæti í baráttunni um gullskó Evrópu

Íslendingar eiga ennþá leikmann inn á topp 30 listanum yfir mestu markakónga Evrópu en Alfreð Finnbogason skoraði eitt mark um helgina og er í 26. sæti í baráttunni um Gullskó Evrópu. Lionel Messi er langefstur á listanum með 22 stigum meira en næsti maður sem er Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter íhugar að hætta að spila á San Siro

Ítölsku stórliðin Internazionale og AC Milan hafa bæði spilað heimaleiki sína á hinum heimsfræga Giuseppe Meazza leikvangi sem er í daglegu tali nefndur San Siro. Fréttir frá Ítalíu herma að Inter-menn séu alvarlega að íhuga að byggja sér nýjan leikvang í hinum enda borgarinnar.

Fótbolti