Þýski boltinn

Fréttamynd

Gísli Þorgeir meiddist enn á ný á öxl

Fyrr í dag greindum við frá því að Gísli Þorgeir Kristjánsson hefði snúið aftur á handboltavöllinn eftir erfið meiðsli á öxl og skorað tvívegis er Magdeburg tapaði gegn Flensburg. Meiddist Gísli Þorgeir enn á ný illa á öxl í leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

Atla Eðvalds minnst fyrir leik Düsseldorf og Frankfurt í gær

Atla Eðvaldssonar, fyrrum landsliðsmaður í fótbolta sem og landsliðsþjálfara, var minnst fyrir leik Fortuna Düsseldorf og Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Atli lék á árum áður með Düsseldorf og skoraði ógleymanlega fimmu í leik liðanna árið 1983.

Fótbolti
Fréttamynd

Håland getur ekki hætt að skora | Alfreð lagði upp sigurmark Augsburg

Bayern München tyllti sér á topp þýsku úrvalsdeildarinnar með öruggum 3-1 útisigri á Mainz 05 í dag. Erling Braut Håland heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Borussia Dortmund. Þá unnu Augsburg góðan 2-1 sigur á Werder Bremen þar sem Alfreð Finnbogason lagði upp sigurmark leiksins á 82. mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjóðandi heitur Lewandowski kom Bayern á bragðið

Bayern München vann öruggan 5-0 sigur á Schalke 04 á Allianz vellinum í München í dag. Bæjarar eru þar af leiðandi aðeins einu stigi á eftir RB Leipzig sem situr á toppi deildarinnar en Leipzig tapaði 2-0 fyrir Eintracht Frankfurt í dag.

Fótbolti