Formúla 1

Fréttamynd

Leob efstur í lok fyrsta dags í Frakklandi

Franski rallökuþórinn Sebastian Leob á Citroen-bíl er efstu að loknum fyrsta degi heimsmeistararallsins í Frakklandi sem fram fer um helgina. Fjórar sérleiðir voru eknar í dag en Leob getur tryggt sér níunda heimsmeistaratitilinn í röð með sigri í franska rallinu.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher leggur stýrið á hilluna

Ökuþórinn Michael Schumacher hefur tilkynnt að hann muni leggja stýrið á hilluna í enda tímabilsins. Það verður í annað sinn sem Schumi hættir og að þessu sinni er ákvörðunin endanleg.

Formúla 1
Fréttamynd

Suzuka hefur framkallað stórkostleg mót

Formúla 1-sirkusinn keppir næst á Suzuka-brautinni í Japan um komandi helgi. Brautin er talin vera ein sú erfiðasta fyrir ökumenn í Formúlu 1 og hefur kappaksturinn þar af leiðandi framkallað mörg undraverð og dramatísk augnablik í sögu Formúlunnar.

Formúla 1
Fréttamynd

Sauber kannar Schumacher fyrir næstu vertíð

Ákveði Michael Schumacher ekki að draga sé í hlé öðru sinni á ferlinum í lok ársins gæti vel farið svo að hann aki fyrir Sauber-liðið á næsta ári. Yfirmenn Sauber segjast vera að athuga þennan möguleika.

Formúla 1
Fréttamynd

Button refsað í Japan

McLaren-ökuþórinn Jenson Button mun ræsa fimm sætum aftar í japanska kappakstrinum um næstu helgi en tími hans í tímatökum segir til um. McLaren þurfti að skipta um gírkassa í bíl Buttons og er honum því refsað.

Formúla 1
Fréttamynd

Senna brann á bakinu í Singapúr

Bruno Senna, ökuþór Williams-liðsins í Formúlu 1, er með brunasár á bakinu eftir kappaksturinn í Singapúr um síðustu helgi. Williams-liðið hefur staðfest að vitlausra tenginga í sæti Senna hafi orsakað brunann, ekki KERS-bilun sem kom upp í bílnum um leið.

Formúla 1
Fréttamynd

Útlitið ekki bjart fyrir franskan kappakstur

Það bendir allt til þess að Frakkar verði enn að bíða þess að geta haldið mót í Formúlu 1 á ný því ný ríkisstjórn sósíalista hefur sagst ekki ælta að veita ríkisfjármagn til mótshaldsins.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton segist hafa verið í góðum málum

Lewis Hamilton hjá McLaren segist aðeins hafa verið "á rúntinum" áður en gírkassinn í McLaren-bílnum bilaði í singapúrska kappakstrinum í gær. Gríkassavandræðin komu honum í opna skjöldu.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher refsað fyrir árekstur

Michael Schumacher, ökumaður Mercedes-liðsins í Formúlu 1, verður gert að ræsa tíu sætum aftar á ráslínu í Japan vegna árekstursins sem hann olli í kappakstrinum í Singapúr í dag.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel sigurvegari í Singapúr en Hamilton í vandræðum

Þýski heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull-bíl vann Formúlu 1 kappaksturinn í Singapúr í dag. Kappaksturinn var gríðarleg vonbrigði fyrir Lewis Hamilton á McLaren-bíl en lenti í vandræðum með gírkassann og þurfti að draga sig í hlé.

Formúla 1
Fréttamynd

Lewis Hamilton á ráspól í Singapúr

McLaren-ökuþórinn Lewis Hamilton ræsir fremstur í singapúrska kappakstrinum á morgun. Hann ók hraðast um götubrautina í Singapúr í tímatökum í dag. Pastor Maldonado á Williams var næst fljótastur.

Formúla 1
Fréttamynd

Citroen hinn franski og Ford hinn breski háðu stríð í Wales

Það var spenna innan hópsins, þegar nokkrir áhugamenn um rallý drifu sig til Wales á Englandi dagana 13. – 16. september, til að fylgjast með 80 ára afmæli breska rallsins, en það var fyrst haldið árið 1932. Maður sér ekki alveg fyrir sér aksturskeppnir á Íslandi árið 1932 þegar fjöldi bíla á Íslandi var einungis um 1500 talsins og enginn af þeim notaður til keppnishalds.

Formúla 1
Fréttamynd

Perez rólegur þrátt fyrir mikið lof

Sergio Perez, ökumaður Sauber-liðsins í Formúlu 1, er rólegur yfir framtíðinni og einbeitir sér að singapúrska kappakstrinum um helgina. Perez hefur veirð orðaður við Ferrari og McLaren síðan hann ók síðast.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton talinn líklegastur í Singapúr

McLaren-ökuþórinn Lewis Hamilton er talinn líklegastur til að sækja sigur í singapúrska kappakstrinum um helgina. Hamilton hefur verið gríðarlega sterkur um borð í McLaren-bílnum í undanförnum mótum.

Formúla 1
Fréttamynd

Kappaksturslæknirinn Sid Watkins látinn

Sid Watkins, frumkvöðull í öryggismálum í kappakstri, lést í gærkvöldi 84 ára að aldri. Hann var lykilmaður í að gera Formúlu 1-kappaksturinn eins öryggan og hann er í dag.

Formúla 1
Fréttamynd

Kubica vann fyrsta mót endurkomunnar

Pólski ökuþórinn Robert Kubica vann sigur í sínu fyrsta móti eftir að hafa lent í lífshættulegu slysi fyrir rúmu einu og hálfu ári. Kubica keppti í ítölsku landsrally í dag.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton á ráspól og Button annar í Monza

Lewis Hamilton á McLaren mun ræsa fremstur í ítalska kappakstrinum á brautinni í Monza á morgun. Liðsfélagi hans, Jenson Button, mun ræsa annar í kappakstrinum. Alonso klúðraði síðasta tímatökuhringnum og ræsir aðeins tíundi.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher og Hamilton fljótastir á æfingum í Monza

Mercedes knúnir bílar voru fljótastir á æfingum dagsins fyrir ítalska kappaksturinn í Monza í dag. Michael Schumacher, sem ekur fyrir Mercedes-liðið, var fljótastur á æfingum morgunsins og Lewis Hamilton, á McLaren-bíl, var fljótastur á æfingunum í hádeginu.

Formúla 1
Fréttamynd

D'Ambrosio ekur fyrir Lotus á Monza

Belgíski ökuþórinn Jerome d'Ambrosio mun aka í stað Romain Grosjean í ítalska kappakstrinum um komandi helgi. Grosjean var bannað að keppa á Ítalíu vegna slyssins sem hann var valdur af í upphafi belgíska kappakstursins á sunnudaginn.

Formúla 1
Fréttamynd

Grosjean bannað að keppa á Ítalíu

Romain Grosjean, ökumaður Lotus í Formúlu 1, hefur hlotið eins móts bann fyrir að vera valdur af hörðum árekstri í upphafi belgíska kappakstursins í dag. Fernando Alonso, Lewis Hamilton og Sergio Perez, auk Grosjean, komust ekki í gegnum fyrstu beygju í kappakstrinum.

Formúla 1
Fréttamynd

Maldonado refsað - Raikkönen ræsir þriðji

Pastor Maldonado, ökumaður Williams liðsins í Formúlu 1, hefur hlotið þriggja sæta refsingu fyrir að hindra Nico Hulkenberg í fyrstu lotu tímatökunnar í dag fyrir belgíska kappaksturinn. Maldonado ræsir því sjötti í kappakstrinum á morgun.

Formúla 1