Meistaradeildin

Fréttamynd

Piqu­e kom Börsungum til bjargar

Þegar neyðin er stærst er Gerard Pique næst. Spænski miðvörðurinn kom Barcelona til bjargar er liðið vann nauman 1-0 sigur á Dynamo Kiev er liðin mættust á Nývangi í Meistaradeild Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Salah bætti tvö félagsmet

Egypski knattspyrnumaðurinn Mohamed Salah varð í kvöld markahæsti leikmaður Liverpool í Meistaradeildinni frá upphafi er hann skoraði tvö mörk fyrir liðið í 3-2 sigri gegn Atlético Madrid. Hann varð einnig fyrsti leikmaðurinn í sögu félagsins til að skora í níu leikjum í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

Heldur að Lukaku verði hissa að sjá sig

Sænski knattspyrnumaðurinn Martin Olsson segist eflaust eiga eftir að koma félaga sínum Romelu Lukaku á óvart á morgun því Lukaku viti ekki að Svíinn sé orðinn leikmaður Malmö.

Fótbolti
Fréttamynd

Þurfa „að­eins“ að glíma við Messi og Mbappé

París Saint-Germain verður án Brasilíumannsins Neymar er liðið fær RB Leipzig í heimsókn í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Sá sem sér um samfélagsmiðla Leipzig-liðsins hefur grínast með að liðið þurfi þá „aðeins“ að glíma við Lionel Messi og Kylian Mbappé.

Fótbolti
Fréttamynd

Öruggt hjá Bayern í Íslendingaslag

Bayern München, lið Glódísar Perlu Viggósdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, tók á móti sænska liðinu Häcken sem Diljá Ýr Zomers leikur með, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Glódís Perla spilaði allan leikinn í hjarta varnar Bayern sem vann góðan 4-0 sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Íslendingaliðin skiptu stigunum á milli sín

Benfica tók á móti Bayern München í fyrstu umferð D-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hin kandadíska-íslenska Cloé Eyja Lacasse var í byrjunarliði Benfica og Glódís Perla Viggósdóttir var sömuleiðis í byrjunarliði Bayern þegar að liðin gerðu markalaust jafntefli.

Fótbolti