HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi

Bonmati valin best og Paralluelo besti ungi leikmaðurinn
Spánverjar tryggðu sér í dag heimsmeistaratitil kvenna í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögunni með 1-0 sigri gegn Englendingum. Að leik loknum voru bestu leikmenn mótsins heiðraður.

Spánn heimsmeistari í fyrsta sinn
Spánverjar eru heimsmeistarar kvenna í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Englendingum í úrslitaleik HM í Sydney í dag.

Svíar sóttu bronsið með sigri gegn heimakonum
Svíþjóð vann til bronsverðlauna á HM kvenna í knattspyrnu er liðið vann góðan 2-0 sigur gegn heimakonum í Ástralíu í dag. Þetta er í fjórða sinn sem Svíar taka brons á heimsmeistaramóti.

Ensku ljónynjurnar fá styttu af sér fyrir utan Wembley
Enska kvennalandsliðið á enn eftir að spila úrslitaleikinn á HM í fótbolta en það er þegar ljóst að þær verða gerðar ódauðlegar fyrir utan Wembley-leikvanginn í nánustu framtíð.

Hvað á gera við stórstjörnuna sem hefur verið í banni í tveimur síðustu leikjum?
Enska kvennalandsliðið í fótbolta er komið alla leið í úrslitaleik heimsmeistaramótsins sem fer fram á sunnudaginn. Það gerði liðið án þess að vera að vera með sinn markahæsta og stoðsendingahæsta leikmann.

Spánardrottning mætir á úrslitaleikinn en breska konungsfjölskyldan situr heima
Letizia Spánardrottning ætlar ekki að missa af fyrsta úrslitaleik spænska kvennalandsliðsins á HM frá upphafi þegar liðið mætir Englendingum í Ástralíu á sunnudaginn.

Enska sambandið gæti boðið Sarinu Wiegman að þjálfa karlalandsliðið
Enska knattspyrnusambandið sér þjálfara kvennalandsliðsins sem góðan kost til að taka við þjálfun karlalandsliðsins.

Segir að jöfn laun karla og kvenna á HM myndu ekki leysa neitt
Gianni Infantino, forsenti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, segir að verið sé að stefna í þá átt að konur og karlar fái jafn mikið greitt fyrir þátttöku á HM í knattspyrnu, en það eitt og sér muni hins vegar ekki leysa neinn vanda.

Hávær orðrómur en Englendingar munu hafna öllum tilboðum
Enska knattspyrnusambandið mun hafna öllum tilboðum sem kunna að berast í Sarinu Wiegman, lansliðsþjálfara kvennalandsliðsins, en orðrómur er um að bandaríska knattspyrnusambandið vilji fá hana til liðs við sig.

„Besta skotið mitt á ævinni“
Manchester United konan Ella Toone skoraði fyrsta mark enska landsliðsins í 3-1 sigri á Ástralíu í undanúrslitaleik HM kvenna í fótbolta í dag. Markið var glæsilegt og hún var líka ánægð með það í leikslok.

Ensku stelpurnar komnar í úrslitaleikinn á HM
Enska kvennalandsliðið í fótbolta varð í fyrra fyrsta enska landsliðið í 56 ár til að vinna stóran titil og í dag urðu þær fyrsta enska landsliðið í 57 ár til að tryggja sér sæti í úrslitaleik heimsmeistaramóts.

HM-stjarna Spánverja var að æfa allt aðra íþrótt fyrir tveimur árum
Salma Paralluelo hefur skoraði mjög mikilvæg mörk í tveimur síðustu leikjum spænska landsliðsins á HM kvenna í fótbolta.

Njósnað um enska kvennalandsliðið úr lofti
Evrópumeistarar Englands mæta heimakonum í Ástralíu í undanúrslitaleik HM kvenna í fótbolta í fyrramálið.

Carmona skaut Spánverjum í úrslit í fyrsta sinn
Olga Carmona reyndist hetja Spánverja er hún skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri gegn Svíum í undanúrslitum HM kvenna í knattspyrnu í morgun. Spánverjar eru því á leið í úrslit í fyrsta sinn í sögunni, en öll mörk leiksins voru skoruð á seinustu tíu mínútum venjulegs leiktíma.

Komnar með fleiri fylgjendur en karlalandsliðið
Ástralska kvennalandsliðið í fótbolta er komið alla leið í undanúrslit á HM á heimavelli og það er óhætt að segja að öll ástralska þjóðin sé að fagna með þeim.

Russo skaut Englandi í undanúrslit
England er komið í undanúrslit heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Kólumbíu í dag. Alessia Russo var hetja Englendinga en hún skoraði sigurmarkið á 63. mínútu.

Ástralía í undanúrslit eftir dramatíska vítaspyrnukeppni
Ástralía og Frakkland mættust í 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna í morgun þar sem Ástralía komst áfram eftir bráðabana og eru komnar í undanúrslit á HM í fyrsta sinn í sögunni. Dramatíkin í vítaspyrnukeppninni var ótrúleg.

Sænsku stelpurnar tóku japönsku hraðlestina úr sambandi
Svíþjóð er komið í undanúrslitin á HM kvenna í fótbolta eftir 2-1 sigur á Japan í átta liða úrslitum keppninnar í dag.

Táningurinn kom spænsku stelpunum í undanúrslitin í fyrsta sinn
Varamaðurinn Salma Paralluelo skoraði sigurmark Spánar í framlengingu þegar liðið varð fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum á HM kvenna í fótbolta.

Lauren James fékk tveggja leikja bann
Enska kvennalandsliðið þarf að komast alla leið í úrslitaleik HM ætli Lauren James að spila aftur á þessu heimsmeistaramóti.

Tveggja ára dóttir HM-stjörnunnar fær sannkallaða drottningameðferð á HM
Harper er bara tveggja ára gömul en hún er heldur betur að njóta lífsins á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja Sjálandi.

Sú hollenska fagnar því að bandarísku hrokagikkirnir duttu úr leik á HM
Lineth Beerensteyn, framherji hollenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var ekki hrifin af derringnum í bandarísku landsliðskonunum fyrir heimsmeistaramótið í Ástralíu og Nýja Sjálandi.

Chloe skaut fastar en allir karlarnir í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð
Enginn karlmaður í ensku úrvalsdeildinni náði jafnmiklum krafti í skot og mark og hetja enska kvennalandsliðsins í fyrstu umferð útsláttarkeppni HM í Ástralíu og Nýja Sjálandi.

Lauren James full iðrunar og fékk líka kveðju frá þeirri sem hún steig á
Enska landsliðskonan Lauren James hefur beðist afsökunar á framkomu sinni í leiknum á móti Nígeríu í sextán liða úrslitum HM kvenna í fótbolta þar sem hún fékk rautt spjald fyrir að stíga á mótherja.

Frakkar flugu áfram
Frakkland átti ekki í neinum vandræðum með að slá út Marokkó í 16-liða úrslitum HM kvenna í fótbolta í dag.

Hetja enska landsliðsins í þriðja sinn á einu ári
Enska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur verið að gera frábæra hluti undanfarin ár með því að vinna tvo titla og nú með því að komast í átta liða úrslit á HM. Einn leikmaður liðsins virðist alltaf stíga fram þegar mest á reynir.

Kólumbía braut múrinn mikla og mætir Englandi
Jamaíka er úr leik á HM kvenna í fótbolta eftir að hafa fengið á sig aðeins eitt mark á öllu mótinu. Það var annað spútniklið á mótinu, Kólumbía, sem braut múrinn mikla og sló Jamaíku út með 1-0 sigri í 16-liða úrslitum í dag.

Danir úr leik eftir tap gegn heimakonum
Ástralía er komið í 8-liða úrslit á HM í fótbolta eftir 2-0 sigur á Danmörku í Sydney í dag.

Rautt spjald kom ekki í veg fyrir að England færi áfram
Evrópumeistarar Englands eru komnar í 8-liða úrslit á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi eftir sigur á Nígeríu í vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitum keppninnar í morgun.

Svíar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni
Svíþjóð er komið í átta liða úrslit á HM kvenna eftir sigur á Bandaríkjunum. Vítaspyrnukeppni þurfti til og markvörður sænska liðsins varði sínar konur þangað.