Fótbolti á Norðurlöndum

Björn Bergmann skoraði í stórsigri Lilleström
Björn Bergmann Sigurðarson skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu í norsku úrvalsdeildinni er lið hans, Lilleström, vann 5-0 stórsigur á Haugasund.

Leikur blásinn af í Svíþjóð vegna óláta stuðningsmanna
Viðureign AIK og Syrianska í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu var í dag blásinn af eftir um 20 mínútna leik vegna þess að púðurkerlingu var kastað í höfuð eins dómara leiksins.

IFK Gautaborg fékk loksins stig
IFK Gautaborg fékk í dag sín fyrstu stig á tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni er liðið vann 2-0 sigur á Kalmar.

Malmö vann Íslendingaslaginn og fór á toppinn
Fimm íslenskir leikmenn voru inn á vellinum þegar að Malmö vann 1-0 sigur á Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kvenna í dag.

Rúrik skoraði í Íslendingaslag
Rúrik Gíslason skoraði síðara markið í 2-0 sigri Odense á SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Rúrik lék allan leikinn fyrir OB.

Norrköping á toppinn í Svíþjóð
Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék allan leikinn fyrir Norrköping sem vann 3-1 útisigur á Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

IFK Gautaborg stigalaust á botninum eftir fjórða tapið í röð
Íslendingaliðið IFK Gautaborg tapaði í kvöld 2-0 á móti AIK í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. IFK-liðið hefur þar með tapað fjórum fyrstu leikjum tímabilsins og er eitt stigalaust á botni deildarinnar með markatöluna 2-8.

Sölvi Geir orðinn danskur meistari með FCK
Sölvi Geir Ottesen og félagar í FC Kaupmannahöfn urðu í dag danskir meistarar eftir 2-1 útisigur á Lyngby en liðið er með 26 stiga forskot á OB þegar aðeins sjö leikir eru eftir.

Rúrik og félagar töpuðu óvænt á heimavelli
Rúrik Gíslason og félagar í OB Odense töpuðu óvænt á heimavelli í dag á móti FC Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. OB er áfram í 2.sæti þremur stigum á eftir FC Midtjylland sem vann 1-0 sigur á AC Horsens.

Gunnar Heiðar skoraði í sigri á Jónasi Guðna og félögum
Gunnar Heiðar Þorvaldsson fer ágætlega af stað með liðinu sínu IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Sara Björk í viðtali hjá sænska útvarpinu - sló í gegn í framlínunni
Sara Björk Gunnarsdóttir sló í gegn í fyrsta heimaleiknum sínum með LdB FC Malmö þegar hún skoraði þrennu í 3-1 sigri á Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Sara Björk sem er vön því að spila á miðjunni blómstraði þarna í stöðu framherja.

Sara Björk með þrennu fyrir Malmö
Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir fór á kostum með Ldb Malmö í kvöld er liðið lagði Hammarby, 3-1. Sara Björk skoraði öll mörk Malmö í leiknum.

Birkir spilaði í jafnteflisleik
Birkir Már Sævarsson spilaði allan leikinn fyrir Brann sem gerði 3-3 jafntefli við Haugasund í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Jónas Guðni og Arnór báðir á skotskónum í gærkvöldi
Arnór Smárason og Jónas Guðni Sævarsson skoruðu báðir fyrir lið sín í gærkvöldi, Arnór í 2-1 sigri Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni og Jónas Guðni í 1-3 tapi Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni.

Danir gáfu sig og ætla að leyfa keppni á gervigrasi
Danska knattspyrnusambandið ætlar að leggja fram tillögu þess efnis í vor að að leikir í efstu deild þar í landi geti farið fram á gervigrasi. Danir hafa rætt þetta mál mjög lengi án þess að komast að niðurstöðu. Allan Hansen forseti danska knattspyrnusambandsins segir í viðtali við BT að hann búist við því að tillaga þess efnis að gervigrasvellir verði löglegir í keppni í efstu deild verði samþykkt á vordögum og komi til framkvæmda tímabilið 2012-2013.

Björn Bergmann efsti Íslendingurinn á lista Verdens Gang
Björn Bergmann Sigurðarson hefur farið vel af stað í norsku úrvalsdeildinni með Lilleström en þar er hann að hefja sitt þriðja tímabil. Björn, sem lék með ÍA áður en hann fór til Noregs, verður tvítugur í lok ársins en hann hefur gefið fjórar stoðsendingar í fyrstu þremur umferðunum.

Lilleström gerði jafntefli við meistarana - aftur tap hjá Gautaborg
Íslendingaliðið Lilleström gerði jafntefli, 4-4, í mögnuðum leik gegn Noregsmeisturum Rosenborg í kvöld. Lilleström náði 3-1 forskoti en tapaði því niður í 3-4. Liðið kom þó til baka og náði stigi að lokum.

Fjórar stelpur þreyttu frumraun sína í sænska boltanum
Íslenskar knattspyrnukonur komu talsvert við sögu í sænsku úrvalsdeildinni í dag en boltinn byrjaði að rúlla þar um helgina.

Margrét Lára skoraði tvö mörk
Margrét Lára Viðarsdóttir byrjaði leiktíðina í sænska boltanum vel í dag er hún skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad gegn nýliðum Dalsjöfors.

Tap hjá liði Gunnars Heiðars en stórsigur hjá liði Hallgríms
Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék allan leikinn fyrir IFK Norrköping sem tapaði á útivelli, 2-0, fyrir Gefle í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Stefán: Það var ælt á börnin mín í stúkunni
Stefán Gíslason er í afar opinskáu viðtali við danska íþróttavefinn sporten.dk í dag þar sem hann segir farir sínar ekki sléttar af forráðamönnum Bröndby eða Dönum yfir höfuð.

Markalaust í opnunarleiknum í Svíþjóð
Boltinn er byrjaður að rúlla á Norðurlöndunum og voru Íslendingar í eldlínunni í Svíþjóð, Noregi og Danmörku.

Steinþór búinn að semja við norska liðið Sandnes
Steinþór Freyr Þorsteinsson er orðinn ljósblár því þessi fyrrum Stjörnumaður búinn að semja við norska b-deildarliðið Sandnes Ulf til loka ársins 2011. Steinþór hefur verið að leita sér að liði síðan að sænska liðið Örgryte varð gjaldþrota á dögunum. Þetta er staðfest á heimasíðu Sandnes.

Þóra og félagar urðu meistarar meistaranna
Þóra Björg Helgadóttir og félagar hennar í LDB Malmö urðu í dag meistarar meistaranna í Svíþjóð eftir 2-1 sigur á bikarmeisturum Örebro þar sem Edda Garðarsdóttir og María Björg Ágústsdóttir voru báðar í byrjunarliðinu.

Sara Björk búin að semja við LdB Malmö
Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir er búin að semja við sænsku meistarana í LdB Malmö en hún hefur verið til reynslu hjá félaginu að undanförnu. Sara Björk mun því ekki leika með Breiðabliki í sumar. Þetta kemur fram á fótbolti.net.

Æstur hundur hoppar á Þóru landsliðsmarkvörð
Þóra B. Helgadóttir landsliðsmarkvörður komst í hann krappann er hún stóð í marki liðs síns. LdB Malmö, gegn bandaríska liðinu Sky Blue FC í æfingamóti í Tyrklandi á dögunum. Þetta var æfingamót meistara.

Bjarni Hólm mun spila fyrir Rúnar hjá Levanger
Varnarmaðurinn Bjarni Hólm Aðalsteinsson verður ekki áfram með Keflvíkingum í Pepsi-deild karla í fótbolta því hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við norska C-deildarfélagið Levanger. Þetta kemur fram á heimasíðu Levanger og á fótbolti.net.

Sigur hjá SönderjyskE
Ólafur Ingi Skúlason og Eyjólfur Héðinsson spiluðu báðir allan leikinn í liði SönderjyskE sem vann 2-1 sigur á Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Solskjær tapaði sínum fyrsta leik sem stjóri Molde
Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmaður Manchester United, stýrði Molde í fyrsta sinn í norsku úrvalsdeildinni um helgina en varð að sætta sig við 0-3 tap á móti nýliðum Sarpsborg 08.

Lilleström slátraði Stabæk
Lilleström fór afar illa með Stabæk er liðin mættust í norsku úrvalsdeildinni í dag. Alls komu sex Íslendingar við sögu í leiknum.