Handbolti

Fréttamynd

Skrítið að Alfreð væri ekki að öskra á mig

"Ég ber sterkar tilfinningar til Kiel og hef fylgst vel með þeim eftir að ég fór. Ég pirra mig á því ef þeim gengur ekki vel. Það kom mér aðeins á óvart. Ég hélt þetta yrði bara eins og að rífa plástur af og halda áfram,“ segir Aron Pálmarsson spurður um hvort hann sé búinn að slíta naflastrenginn við þýska félagið Kiel sem hann spilaði með í sex ár.

Handbolti
Fréttamynd

Þetta er lúxuslíf

Aron Pálmarsson segist njóta lífsins í botn hjá ungverska liðinu Veszprém. Það er hugsað um allt fyrir íslenska landsliðsmanninn sem þarf ekki einu sinni að ná í mömmu og pabba út á flugvöll.

Handbolti
Fréttamynd

Zlatan hefur aldrei látið sjá sig

Íslenski landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson spilar handbolta með franska liðinu Paris Saint-Germain og fylgist vel með knattspyrnuliði félagsins sem er að gera góða hluti bæði heima og í Meistaradeildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Henrikarnir ekki með til Osló

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Danmerkur, verður án tveggja fastamanna í Gulldeildinni sem fram fer í Osló um næstu helgi. Þá spila Danir við Ísland, Frakkland og Noreg.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir missir lykilmann í meiðsli stuttu fyrir HM

Það styttist óðum í HM kvenna í handbolta sem fer fram í Danmörku frá 5. til 20. desember. Þórir Hergeirsson fékk ekki góðar fréttir í gær þegar einn af bestu leikmönnum norska kvennalandsliðsins í handbolta, Nora Mörk, meiddist í leik með Larvik.

Handbolti
Fréttamynd

Lítið úrval af leikmönnum

Patrekur Jóhannesson er byrjaður að byggja upp nýtt landslið í Austurríki sem á að toppa á EM árið 2020. Landsliðsmaðurinn fyrrverandi segist vera hamingjusamur í starfi sem hann elskar.

Handbolti