Handbolti

Skrítið að Alfreð væri ekki að öskra á mig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alfreð segir Aroni til er þeir voru báðir hjá Kiel.
Alfreð segir Aroni til er þeir voru báðir hjá Kiel. vísir/getty
„Ég ber sterkar tilfinningar til Kiel og hef fylgst vel með þeim eftir að ég fór. Ég pirra mig á því ef þeim gengur ekki vel. Það kom mér aðeins á óvart. Ég hélt þetta yrði bara eins og að rífa plástur af og halda áfram,“ segir Aron Pálmarsson spurður um hvort hann sé búinn að slíta naflastrenginn við þýska félagið Kiel sem hann spilaði með í sex ár.

Hann spilaði svo í fyrsta skipti gegn Kiel um daginn er þýska liðið kom í heimsókn til Ungverjalands í Meistaradeildarleik. Þeir sem sáu þann leik geta staðfest að Aron hefur sjaldan verið eins beittur í upphafi leiks.

„Ég var ótrúlega vel mótíveraður fyrir þennan leik. Það var alveg á hreinu að ég ætlaði ekki að tapa,“ segir Aron og setur sig nánast í keppnisstellingar er hann rifjar leikinn upp.

„Þetta var mjög sérstakt. Ég get ekki neitað því. Nokkrir af mínum bestu vinum eru í liði Kiel og svo var auðvitað líka skrítið að spila gegn Alfreð. Kíkja til hliðar og fatta að hann væri ekki að öskra á mig. Þetta var því spes en gaman,“ segir Aron og það skemmdi

líklega ekkert fyrir upplifuninni að hans lið vann tveggja marka sigur í leiknum.




Tengdar fréttir

Þetta er lúxuslíf

Aron Pálmarsson segist njóta lífsins í botn hjá ungverska liðinu Veszprém. Það er hugsað um allt fyrir íslenska landsliðsmanninn sem þarf ekki einu sinni að ná í mömmu og pabba út á flugvöll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×