
HM karla í handbolta 2023

Lærisveinar Erlings köstuðu frá sér HM-sætinu
Eringur Richardsson og lærisveinar hans í hollenska landsliðinu verða ekki með á HM í handbolta í janúar á næsta ári eftir sjö marka tap á heimavelli gegn Portúgal, 35-28.

Spilaði fyrsta landsleikinn í 816 daga: „Yndislegt að koma inn á“
Haukur Þrastarson lék í gær sinn fyrsta landsleik síðan 22. janúar 2020, eða í 816 daga, þegar Ísland vann Austurríki, 34-26, í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023.

Ísland í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður á HM
Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á HM sem fram ferí Svíþjóð og Póllandi í janúar á næsta ári.

Reiður út í íslensk stjórnvöld: „Móðgandi hvernig þeir koma fram við þetta landslið okkar“
Þrátt fyrir að íslenska karlalandsliðið hafi tryggt sér sæti á HM 2023 með átta marka sigri á Austurríki, 34-26, sauð á Guðmundi Guðmundssyni eftir leik. Landsliðsþjálfarinn sendi stjórnvöldum tóninn og sagði ótækt að Ísland ætti ekki þjóðarhöll.

Lítið um óvænt úrslit í umspilinu
Þýskaland, Serbía, Króatía og Ungverjaland verða með á HM í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi í byrjun næsta árs.

Myndir: Mikil gleði þegar áhorfendur fengu loks að mæta á leik hjá Strákunum okkar
Í fyrsta sinn í rúm tvö ár gat íslenska karlalandsliðið í handbolta spilað fyrir framan áhorfendur þegar það mætti Austurríki í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023.

„Að sigla þessu svona örugglega finnst mér sýna mikið styrkleikamerki “
Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var gríðarlega sáttur eftir 8 marka sigur, 34-26, á Austurríki í dag. Með sigrinum er Ísland búið að tryggja sér sæti á HM í handbolta sem fer fram í janúar.

„Klæddi ég hann úr? Eitthvað aðeins“
Ýmir Örn Gíslason stóð að venju í ströngu í vörninni þegar Ísland vann Austurríki, 34-26, í seinni leik liðanna um sæti á HM 2023.

„Fékk gæsahúð mörgum sinnum“
Guðmundur Guðmundsson var hæstánægður eftir að Ísland tryggði sér sæti á HM með átta marka sigri á Austurríki, 34-26, í seinni leik liðanna í umspili í dag.

Umfjöllun: Ísland - Austurríki 34-26 | Leiðin greið á enn eitt stórmótið
Ísland er komið á sitt sjötta heimsmeistaramót í röð eftir stórsigur á Austurríki, 34-26, á Ásvöllum í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM í Svíþjóð og Póllandi á næsta ári. Ísland vann einvígið, 68-56 samanlagt.

Haukur og Daníel koma inn í íslenska hópinn
Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur gert tvær breytingar á íslenska hópnum fyrir seinni leikinn gegn Austurríki í umspili um laust sæti á HM í handbolta.

Elvar Örn ekki með á morgun vegna meiðsla
Íslenska landsliðið í handbolta verður án lykilmanns í leiknum mikilvæga gegn Austurríki á morgun í HM umspilinu.

„Ég spilaði fínan leik“
Óðinn Þór Ríkharðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, var ánægður með sigurinn á sterku liði Austurríkis í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2023. Lokatölur 30-34.

„Hefði viljað fá fleiri mörk“
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefði viljað vinna stærri sigur á Austurríki í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023 í dag. Leikar fóru 30-34 en Ísland náði mest sjö marka forskoti í leiknum.

„Finnst við með betra lið og mjög gott lið“
Bjarki Már Elísson var markahæstur á vellinum þegar Ísland vann fjögurra marka sigur á Austurríki, 30-34, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023. Íslendingar náðu mest sjö marka forskoti en gáfu eftir og hleyptu Austurríkismönnum inn í leikinn. Fjögurra marka sigur var samt niðurstaðan.

Umfjöllun: Austurríki - Ísland 30-34 | Gott veganesti fyrir heimaleikinn
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur, 30-34, á því austurríska í fyrri leik liðanna um sæti á HM 2023 í Bregenz í dag. Seinni leikur liðanna fer fram á Ásvöllum á laugardaginn.

Fjölskyldan mætt til að styðja Ými í Bregenz: „Þeir gera það sem þeir þurfa“
„Við vinnum þetta og þeir gera það sem þeir þurfa, strákarnir,“ segir Gísli Hafsteinn Gunnlaugsson, pabbi varnarmeistarans Ýmis Arnar Gíslasonar, í Bregenz í dag fyrir leikinn mikilvæga á milli Íslands og Austurríkis.

Segir risastórt afrek að vinna Íslendinga sem séu samt ekki sterkbyggðir
Nikola Bilyk, skærasta stjarna Austurríkismanna, segir að það yrði gríðarlegt afrek að vinna íslenska landsliðið í dag enda sé Ísland eitt af fimm bestu handboltalandsliðum Evrópu.

Haukur og Daníel utan hóps í dag
Landsliðshópur Íslands fyrir fyrri leikinn gegn Austurríki í umspili um laust sæti á HM 2023 í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi er klár. Þeir Haukur Þrastarson og Daníel Þór Ingason eru ekki í leikmannahóp íslenska landsliðsins í dag.

Benti á breytingu hjá „krosstrénu“ Ómari Inga
Eftir að hafa verið „herra áreiðanlegur“ á vítalínunni fyrir bæði Magdeburg og íslenska landsliðið í handbolta hefur Ómar Ingi ekki nýtt vítin sín eins vel að undanförnu.

Fullt hús þegar strákarnir okkar spila um HM-sæti
Uppselt er á heimaleik Íslands gegn Austurríki í umspilinu um sæti á næsta heimsmeistaramóti karla í handbolta. Mótið fer fram í Svíþjóð og Póllandi í janúar á næsta ári.

Vonast til að vera klár fyrir leikina mikilvægu gegn Austurríki
Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson lék ekki með Valsmönnum er þeir unnu Hauka í Olís-deild karla í handbolta. Hann fékk skot í höfuðið á æfingu og verður frá næstu daga. Markvörðurinn knái gerir sér þó vonir um að ná landsleikjunum gegn Austurríki í næstu viku.

Viggó vongóður um að geta beitt sér gegn Austurríki
Viggó Kristjánsson meiddist í ökkla þegar íslenska landsliðið kom saman til æfinga hér á landi í síðasta mánuði en reiknar með því að geta látið til sín taka í landsleikjunum mikilvægu gegn Austurríki.

Haukur snýr aftur í landsliðið og mikil ábyrgð á herðum Óðins
Haukur Þrastarson snýr aftur í íslenska handboltalandsliðið fyrir leikina gegn Austurríki í umspili um sæti á HM 2023.

Hægt að styðja strákana okkar á stórmót í fyrsta sinn í þrjú ár
Íslenskir aðdáendur karlalandsliðsins í handbolta fá afar langþráð tækifæri í apríl til að berja strákana okkar augum þegar þeir mæta Austurríki í leik upp á líf og dauða, eða réttara sagt sæti á HM í janúar.

Ísland mætir Austurríki í umspilinu fyrir HM
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun mæta Austurríki í umspilinu fyrir HM sem fram fer í janúar á næsta ári. Leikirnir munu fara fram í apríl.

Ekkert spilað síðan á EM: „Maður gerði þetta fyrir íslensku þjóðina“
Sigvaldi Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur ekkert spilað frá Evrópumótinu í janúar vegna meiðsla. Meiðslin ágerðust á EM þar sem hann spilaði mest allra leikmanna. Sigvaldi vonast til að ná lokakafla tímabilsins með Kielce í Póllandi.

Austurríki vann nauman sigur í fyrri leiknum gegn Eistum
Aurturríki vann nauman tveggja marka sigur gegn Eistum í kvöld, 35-33, í fyrri leik liðanna, en sigurvegari einvígisins mætir Íslandi í tveimur úrslitaleikjum um sæti á HM.

„Liðið hefur þroskast gríðarlega“
Guðmundur Guðmundsson fundaði með leikmönnum íslenska handboltalandsliðsins í morgun og markmiðið er skýrt. Þeir ætla sér að komast á Ólympíuleikana í París 2024. Guðmundur segir spennandi tíma fram undan hjá strákunum okkar.

Guðmundur stýrir strákunum okkar áfram
Eftir nokkuð langar samningaviðræður er nú orðið ljóst að Guðmundur Guðmundsson verður áfram landsliðsþjálfari karla í handbolta.