Guðmundur stýrir strákunum okkar áfram Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2022 14:33 Guðmundur Guðmundsson hefur samþykkt tilboð HSÍ og verður áfram landsliðsþjálfari Íslands. EPA/Tamas Kovacs Eftir nokkuð langar samningaviðræður er nú orðið ljóst að Guðmundur Guðmundsson verður áfram landsliðsþjálfari karla í handbolta. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag. Nýr samningur Guðmundar gildir til tveggja ára, fram yfir Ólympíuleikana í París 2024. Guðmundur mun því stýra landsliðinu samhliða því að þjálfa danska úrvalsdeildarliðið Fredericia sem hann tekur við í sumar. Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson munu einnig halda áfram sem aðstoðarlandsliðsþjálfarar. Næsta verkefni Guðmundar og landsliðsins, sem er í æfingabúðum hér á landi þessa dagana, eru umspilsleikir í næsta mánuði, um sæti á HM, við Austurríki eða Eistland. Lokakeppni HM fer fram í Svíþjóð og Póllandi í janúar á næsta ári. Náði markmiðinu um að snúa aftur í hóp átta bestu Guðmundur tók við landsliðinu í þriðja sinn á ferlinum þegar hann var ráðinn í febrúar 2018 og tók við af Geir Sveinssyni. Guðmundur skrifaði þá undir samning til þriggja ára, sem árið 2020 var framlengdur til sumarsins 2022, og setti sér og íslenska liðinu markmið um að það kæmist aftur í hóp átta bestu þjóða í heimi. Liðið endaði svo í 6. sæti á EM í janúar, þar sem það var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit. Guðmundur hefur áður stýrt íslenska landsliðinu á árunum 2001-2004 og 2008-2012, og hefur því verið þjálfari liðsins á mörgum af stærstu stundum handboltasögu Íslands eins og þegar Ísland vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons á EM í Austurríki 2010. Guðmundur hefur einnig þjálfað landslið Barein og Danmerkur, sem hann gerði að Ólympíumeistara í Ríó árið 2016, auk þess að þjálfa félagslið í Þýskalandi, Danmörku og á Íslandi. Handbolti EM karla í handbolta 2022 HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag. Nýr samningur Guðmundar gildir til tveggja ára, fram yfir Ólympíuleikana í París 2024. Guðmundur mun því stýra landsliðinu samhliða því að þjálfa danska úrvalsdeildarliðið Fredericia sem hann tekur við í sumar. Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson munu einnig halda áfram sem aðstoðarlandsliðsþjálfarar. Næsta verkefni Guðmundar og landsliðsins, sem er í æfingabúðum hér á landi þessa dagana, eru umspilsleikir í næsta mánuði, um sæti á HM, við Austurríki eða Eistland. Lokakeppni HM fer fram í Svíþjóð og Póllandi í janúar á næsta ári. Náði markmiðinu um að snúa aftur í hóp átta bestu Guðmundur tók við landsliðinu í þriðja sinn á ferlinum þegar hann var ráðinn í febrúar 2018 og tók við af Geir Sveinssyni. Guðmundur skrifaði þá undir samning til þriggja ára, sem árið 2020 var framlengdur til sumarsins 2022, og setti sér og íslenska liðinu markmið um að það kæmist aftur í hóp átta bestu þjóða í heimi. Liðið endaði svo í 6. sæti á EM í janúar, þar sem það var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit. Guðmundur hefur áður stýrt íslenska landsliðinu á árunum 2001-2004 og 2008-2012, og hefur því verið þjálfari liðsins á mörgum af stærstu stundum handboltasögu Íslands eins og þegar Ísland vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons á EM í Austurríki 2010. Guðmundur hefur einnig þjálfað landslið Barein og Danmerkur, sem hann gerði að Ólympíumeistara í Ríó árið 2016, auk þess að þjálfa félagslið í Þýskalandi, Danmörku og á Íslandi.
Handbolti EM karla í handbolta 2022 HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira