Landslið karla í fótbolta

Forseti bosníska sambandsins fékk lögreglufylgd
Vico Zeljkovic, forseti bosníska knattspyrnusambandsins, heilsaði upp á leikmenn bosníska liðsins í gær, fyrir leik þeirra við Ísland í undankeppni EM 2024 í Zenica í kvöld.

„Gömlu hundarnir ættu að geta smitað ýmsu út frá sér“
Hannes Þ. Sigurðsson heilsaði upp á gamla vini á æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í aðdraganda leiksins við Bosníu í kvöld. Hann segir Ísland klárlega eiga tækifæri á að komast á EM og fagnar endurkomu reynslubolta í liðið.

„Svo fær maður svekkelsið þegar maður er ekki í hóp“
Aron Einar Gunnarsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands í gær fyrir leik dagsins við Bosníu. Hann mun þó ekki taka þátt í leiknum.

Tveir mánuðir frá síðasta marki Dzeko
Edin Dzeko er án efa skærasta stjarna bosníska landsliðsins sem mætir því íslenska á Bilino Polje-vellinum í Zenica klukkan 19:45 í kvöld. Hann hefur hins vegar oft verið á betra skriði en undanfarið.

Albertsmálið grafið, skrýtnar æfingar og heilsteypt plan
Farið var um víðan völl á blaðamannafundi Íslands fyrir leik morgundagsins við Bosníu í undankeppni EM 2024. Arnar Þór Viðarsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum.

Besti hópurinn sem Arnar hefur verið með
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, kveðst aldrei hafa verið með betri leikmannahóp í höndunum heldur en í yfirstandandi verkefni þar sem Ísland spilar fyrstu tvo leiki sína í undankeppni EM 2024.

Landsliðið spilar í borg mengunarmeistara og alræmds fangelsis
Íslenska landsliðið lenti í dag í Zenica í Bosníu þar sem leikur við landslið þeirra bosnísku fer fram í annað kvöld. Borgin er þekkt fyrir margt annað en fótbolta.

Jóhann Berg fyrirliði Íslands á morgun
Jóhann Berg Guðmundsson verður fyrirliði Íslands er liðið mætir Bosníu í undankeppni EM annað kvöld.

Arnar um Gumma Ben og Albert: Hef ekki tíma til að pæla í svona hlutum
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, vildi lítið tjá sig um yfirlýsingu Guðmundar Benediktssonar fyrir helgi. Guðmundur gagnrýndi þá starfshætti Arnars og hvernig hann talaði um son hans Albert Guðmundsson á opinberum vettvangi.

Landsliðið lent eftir töf á flugi
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er lent í Sarajevo í Bosníu og ferðast með rútu þaðan til bæjarins Zenica. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, situr fyrir svörum á blaðamannafundi klukkan 18:00.

Tony Knapp er látinn
Knattspyrnuþjálfarinn Tony Knapp er látinn en hann varð 86 ára gamall. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta komst á kortið undir hans stjórn á áttunda áratugnum og vann sína fyrstu sigra í undankeppnum stórmóta.

Barátta upp á líf og dauða tekin heldur alvarlega
Sævar Atli Magnússon er í fyrsta sinn í A-landsliðshópi í keppnisleikjum fyrir komandi verkefni gegn Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024. Hann og liðsfélagi hans Alfreð Finnbogason mæta marðir og barðir til leiks eftir síðasta leik Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni.

Líklegt byrjunarlið Íslands: Hver á að takast á við Dzeko?
Íslenska karlalandsliðið hefur leik í undankeppni EM 2024 annað kvöld í borginni Zenica í Bosníu þar sem heimamenn bíða. Einhver spurningamerki vakna þegar kemur að mögulegu byrjunarliði Íslands, þá sérstaklega í öftustu línu.

Föðurhlutverkið breyti ekki skapinu
Jón Dagur Þorsteinsson kveðst spenntur fyrir komandi landsliðsverkefni er Ísland mætir Bosníu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2024 ytra á fimmtudagskvöld. Jón Dagur kveðst þá njóta föðurhlutverksins samhliða fótboltanum en það hafi þó lítil áhrif á keppnisskapið.

Líklegt að Ísland endi í umspili með þessum þjóðum
Á morgun hefst keppnin um að komast inn á Evrópumót karla í fótbolta sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári. Íþróttatölfræðiveitan Gracenote hefur spáð fyrir um gengi þjóðanna og telur að Ísland fari í umspilið.

Hákon kemur inn vegna höfuðmeiðsla Elíasar
Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland og íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, þurfti að draga sig úr landsliðshópnum fyrir komandi leiki við Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024. Hákon Rafn Valdimarsson tekur sæti hans.

Öll landsliðin spila með sorgarbönd í þessari viku
Þrjú íslensk landslið munu spila með sorgarbönd í leikjum sínum í vikunni en þetta eru sautján ára og nítján ára landslið karla og svo A-landslið karla.

Allir með á æfingu á svæði Bayern München
Allir leikmenn í landsliðshópi Íslands eru heilir heilsu og voru með á æfingu liðsins í München í dag. Ísak Bergmann Jóhannesson var með eftir að hafa glímt við veikindi um helgina.

Stirður eftir alla löngu boltana hjá nýja þjálfaranum
Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður Íslands, tók ekki þátt á æfingu liðsins í München í Þýskalandi í gær þar sem hann var nýlentur eftir leik liðs hans Alanyaspor kvöldið áður. Þar hefur hann þurft að aðlagast leikstíl nýs þjálfara.

Vill láta kné fylgja kviði með landsliðinu: „Getum gert helling í þessum riðli“
Hákon Arnar Haraldsson æfði ekki með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta sem kom saman í München í Bæjaralandi í dag enda spilaði hann með félagi sínu FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Hann gekk hins vegar frá nýjum samningi við félagið áður en haldið var í landsliðsverkefnið.

Átta spor, enginn heilahristingur og Sævar Atli er klár í landsleikina
Sævar Atli Magnússon þurfti að fara af velli eftir þungt höfuðhögg í 1-1 jafntefli Lyngby og AC Horsens í dönsku úrvalsdeildinni. Hann var á dögunum valinn í íslenska A-landsliðið en talið var að hann myndi missa af komandi leikjum vegna meiðslanna. Svo verður ekki.

Sverrir Ingi dregur sig úr landsliðshópnum | Guðmundur kemur inn
Sverrir Ingi Ingason, miðvörður PAOK í Grikklandi, hefur dregið sig úr landsliðshóp Íslands fyrir komandi leiki í undankeppni EM 2024. Í hans stað kemur Guðmundur Þórarinsson, leikmaður OFI Crete.

Eiður Smári blandar sér í umræðuna um Albert Guðmundsson
Eiður Smári Guðjohnsen, einn af bestu knattspyrnumönnum sem Ísland hefur alið og fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, hefur blandað sér í umræðuna um Albert Guðmundsson og fjarveru hans íslenska landsliðshópnum.

Albert Brynjar hjólar í Arnar Þór
Albert Brynjar Ingason, fyrrverandi knattspyrnumaður og núverandi sparkspekingur hjá Stöð 2 Sport og hlaðvarpinu Dr. Football, hefur látið landsliðsþjálfarann Arnar Þór Viðarsson heyra það vegna ummæla Arnars Þórs um Albert Guðmundsson. Albert Brynjar er frændi Alberts.

Yfirlýsing frá Gumma Ben: Ég kalla þetta leikþátt
Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður og faðir knattspyrnukappans Alberts Guðmundssonar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls sonar hans og landsliðsþjálfarans, Arnars Þórs Viðarssonar.

Í fyrsta sinn með hausverk yfir því að velja landsliðshópinn
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist spenntur fyrir komandi landsleikjum enda getur hann loksins teflt fram sínu sterkasta liði. Framundan eru leikir gegn Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024.

„Ég get ekki valið leikmenn í hópinn sem eru ekki tilbúnir að byrja á bekknum“
Arnar Þór Viðarsson segist hafa sett sig í samband við Albert Guðmundsson varðandi það að snúa aftur í íslenska fótboltalandsliðið en ákveðið að velja hann ekki.

Utan vallar: Skattaskýrslunni skilað
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í undankeppni EM 2024 síðar í mánuðinum. Svo virðist sem þjóðarpúlsinn sé mátulega jákvæður um þessar mundir eftir afar erfiða mánuði hjá íslenska liðinu. En er innistæða fyrir bjartsýni fyrir undankeppnina?

„Að tapa sér í þessari umræðu finnst mér nokkuð sérstakt“
Arnar Þór Viðarsson tilkynnti í gær íslenska landsliðshópinn fyrir leikina tvo í undankeppni EM sem fram fara í næstu. Leikjahæsti landsliðsmaður frá upphafi er ekki í hópnum.

Birkir er að reyna að losna frá liði sínu eftir jarðskjálftana í Tyrklandi
Leikhæsti leikmaðurinn í sögu íslenska landsliðsins er ekki í hópi Arnars Þórs Viðarssonar fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2024.