

Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem hópur karlalandsliðsins fyrir EM 2024 var tilkynntur.
Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, er í stöðugu sambandi við Snorra Stein Guðjónsson, landsliðsþjálfara Íslands í og uppfærir hann reglulega um stöðuna á sér í aðdraganda næsta stórmóts Íslands en Gísli er að snúa til baka úr meiðslum.
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, mun velja sinn fyrsta stórmótshóp á næstu dögum en hverjir fá þann heiður að keppa fyrir hönd Íslands á Evrópumótinu í Þýskalandi?
Innan við mánuður er til stefnu þar til íslenska landsliðið hefur leik á EM í handbolta í Þýskalandi. Gísli Þorgeir Kristjánsson ætlar sér að verða klár í slaginn þar.
Elvar Ásgeirsson, landsliðsmaður í handbolta, bíður spenntur eftir því að eignast sína fyrstu dóttur í janúar. Af þeim sökum getur hann ekki spilað með Íslandi á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Þýskalandi 10. janúar.
Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handbolta, kveðst bjartsýnn á að vera klár í slaginn fyrir Evrópumótið í næsta mánuði. Hann glímir við erfið meiðsli sem há honum í daglegu lífi.
Sú áætlun Þjóðverja að Íslendingar myndu fjölmenna til München á EM karla í handbolta í janúar virðist svo sannarlega hafa gengið upp. Framkvæmdastjóri HSÍ segir áhuga Íslendinga aldrei hafa verið meiri.
Hinn 43 ára Alexander Petersson virðist vera meðal þeirra leikmanna sem koma til greina í EM-hóp íslenska handboltalandsliðsins.
Nú þegar rétt rúmur mánuður er til stefnu þar til að flautað verður til leiks á Evrópumótinu í handbolta eru spár veðbanka fyrir mótið teknar að birtast. Mótið fer fram í Þýskalandi í þetta sinn og er Ísland á meðal þátttökuþjóða.
Í gær birtust fréttir af því að HSÍ væri komið með nýjan bakhjarl. Þar er um að ræða Arnarlax, stærsta sjókvíaeldisfyrirtæki landsins.
Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, segir samning milli Handboltasambands Íslands og Arnarlax vera hneyksli. Jafnframt segir hann formann HSÍ sýna dómgreindarskort með samningunum.
Ísland tapaði 2-0 gegn Portúgal í lokaleik liðanna í undankeppni EM 2024.
Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir leikinn gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024.
Janus Daði Smárason var ánægður með fyrstu landsleikina undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar og hlakkar til komandi tíma með landsliðinu.
Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í handbolta í fyrstu leikjunum undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar lofaði góðu. Handbragðs hans er strax farið að gæta á leik Íslands.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann tvo sigra á Færeyjum um helgina en þetta voru fyrstu landsleikirnir í sex mánuði og þeir fyrstu síðan að Snorri Steinn Guðjónsson tók við liðinu. Tölfræði liðsins frá helginni er athyglisverð.
Snorri Steinn Guðjónsson stýrði íslenska karlalandsliðinu í handbolta í fyrsta sinn í tveimur leikjum í Laugardalshöllinni um helgina. Niðurstaðan var betri en við höfum séð í frumraun landsliðsþjálfara í næstum því sex áratugi.
Elliði Snær Viðarsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, var nokkuð ánægður með verkefnið í heild sinni.
Ísland vann torsóttan sigur gegn Færeyjum 30-29. Ísland var fjórum mörkum yfir í hálfleik en gestirnir spiluðu afar vel í síðari hálfleik sem gerði Íslandi erfitt fyrir. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, var ekki ánægður með síðari hálfleik liðsins í dag. Ísland vann eins marks sigur 30-29.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan 15 marka sigur er liðið tók á móti Færeyingum í vináttulandsleik í Laugardalshöll í gærkvöldi. Lokatölur 39-24, en þetta var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar.
„39 mörk, það er allt í lagi,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir öruggan 39-24 sigur gegn Færeyjum í vináttulandsleik í gær.
Einar Þorsteinn Ólafsson lék sinn fyrsta landsleik í kvöld, ekki bara fyrsta A-landsleikinn heldur fyrsta handboltalandsleikinn. Hann hafði aðeins spilað leik fyrir yngri landslið Íslands í körfubolta.
Snorri Steinn Guðjónsson gat leyft sér að brosa eftir öruggan 15 marka sigur gegn Færeyingum í sínum fyrsta leik sem landsliðsþjálfari Íslands. Hann segir það oftast vera hægt eftir sigurleiki.
Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar.
Íslenski atvinnumaðurinn í handbolta, Ómar Ingi Magnússon, er kominn aftur á fullt skrið í boltanum eftir smá meiðslatímabil og nálgast nú hraðbyri toppform. Hann verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í kvöld þegar að liðið leikur sinn fyrsta leik undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Snorra Steins Guðjónssonar gegn Færeyjum.
Stiven Tobar Valencia er bjartsýnn fyrir komandi tíma íslenska karlalandsliðsins í handbolta undir stjórn Snorra Stein Guðjónssonar sem stýrir í kvöld sínu fyrsta leik sem landsliðsþjálfari. Stiven, sem leikur með Benfica í Portúgal, þekkir vel til Snorra Steins frá fyrri tíð.
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá sextán leikmenn sem spila á móti Færeyjum í Laugardalshöllinni í kvöld í fyrri vináttulandsleik þjóðanna.
Snorri Steinn Guðjónsson snýr í kvöld aftur í Laugardalshöll með íslenska landsliðinu í handbolta en nú í allt öðru hlutverki sem landsliðsþjálfari. Það er í kvöld sem íslenska landsliðið hefur formlega vegferð sína undir stjórn hins nýja landsliðsþjálfara er Færeyingar mæta í heimsókn. Snorri er ánægður með það sem hann hefur séð frá liðinu í vikunni fram að leik.
Svo gæti vel verið að Viggó Kristjánsson, leikmaður Leipzig, geti beitt sér í komandi landsleikjum íslenska landsliðsins í handbolta þrátt fyrir að hann hafi verið að glíma við meiðsli. Hann gerir nú allt sem í sínu valdi stendur til þess að verða klár því hann veit hversu mikilvægir þessir leikir eru upp á framhaldið hjá íslenska landsliðinu.