
Mál Vítalíu Lazarevu

Stórir hluthafar mótfallnir eða hugsi yfir framboði Þórðar
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, stærsti hluthafinn í Festi sem er móðurfélag Krónunnar, N1 og Elko, leggst gegn því að Þórður Már Jóhannesson verði kjörinn í stjórn félagsins á ný. Fleiri lífeyrissjóðir eru sama sinnis.

Vítalía óskar þess að finna ástæðu til að brosa oftar
Vítalía Lazareva fagnaði 26 ára afmæli sínu í gær. Í tilefni dagsins birti hún færslu á Instagram þar sem hún segir frá því hvernig síðastliðin ár hafi mótað hana og gert hana að þeirri manneskju sem hún er í dag.

Kærendur hafi átt frumkvæði að því að ljúka málinu með greiðslu
Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður rannsókn á meintri fjárkúgun þeirra Vítalíu Lazarevu og Arnars Grant gegn þremur mönnum sem Vítalía hafði kært fyrir meint kynferðisbrot. Ákvörðunin var tekin á þeim grundvelli að mennirnir hafi átt frumkvæði að því að ljúka málinu með peningagreiðslu.

Kæra Vítalíu endanlega felld niður
Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara frá því í apríl síðastliðnum um að fella niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur þeim Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni.

Rannsókn á Vítalíu fyrir fjárkúgun felld niður
Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn sína á Vítalíu Lazarevu og Arnari Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar. Vítalía fagnar niðurstöðunni sem sé staðfesting á því að um þöggunartilburði hafi verið að ræða af hálfu þriggja karlmanna í viðskiptalífinu.

Logi Bergmann aftur á skjánum
Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sneri aftur á sjónvarpsskjáinn í gærkvöldi þegar hann stýrði upphitunarþætti fyrir leik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Símanum Sport í gærkvöldi.

Fullyrðir að Vítalía hafi flett upp fólki í annarlegum tilgangi
Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, segir Vítalíu Lazarevu vera starfsmann Lyfju sem lyfjafyrirtækið kærði til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar. Þetta kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þjóðmála. Vítalía hefur hafnað ásökununum í samtali við Vísi.

Yfirlýsing frá Hreggviði: Léttir að málinu sé lokið
Hreggviður Jónsson, stærsti hluthafi Veritas samstæðunnar sem rekur nokkur stór fyrirtæki í lyfja- og heilbrigðisgeiranum, segir að honum sé létt eftir að héraðssaksóknari felldi niður rannsókn á kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn honum og tveimur öðrum áberandi mönnum í viðskiptalífinu.

Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður
Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara.

Logi starfar fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður hefur verið ráðinn til Samtaka fyrirtæka í sjávarútvegi, þar sem hann mun undirbúa ársfund samtakanna og sinna tilfallandi verkefnum.

Arnar Grant snúinn aftur
Arnar Grant hefur hafið störf sem einkaþjálfari hjá líkamsræktarstöðinni Pumping Iron. Verktakasamningi hans hjá World Class var sagt upp á seinasta ári eftir að Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson kærðu Arnar og Vítalíu Lazarevu til héraðssaksóknara fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífsins. Þau hafa bæði hafnað ásökununum.

„Hann vill bara vera með mér þegar enginn veit af því“
„Þetta mun aldrei enda vel fyrir neinn,” segir Vítalía Lazareva í viðtali við Vísi. Þau Arnar Grant eru ekki flutt inn saman líkt og til stóð. Vítalía segir Arnar hafa tjáð sér í gærkvöldi að hann vildi ekki lengur vera í sambandi með henni.

Arnar og Vítalía sögð flutt inn saman
Einkaþjálfarinn Arnar Grant og Vítalía Lazareva eru flutt inn saman að því er fram kemur í frétt Smartlands.

Vítalía hefur gefið skýrslu hjá lögreglu
Vítalía Lazareva er búin að gefa skýrslu hjá lögreglu í tengslum við kæru hennar á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni.

Segir Vítalíu ekki hafa farið með rétt mál um Loga Bergmann
Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við fjölmiðlamanninn Loga Bergmann Eiðsson í hlaðvarpsþættinum Eigin konur.

Segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum
Arnar Grant, einkaþjálfari, segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum í tengslum við mál Vítalíu Lazarevu. Mennirnir þrír hafi átt frumkvæðið að því að ná sáttum með greiðslu.

Arnar snýr ekki aftur í World Class
Verktakasamningi Arnars Grant hjá líkamsræktarstöðinni World Class hefur verið sagt upp.

Biðst afsökunar á að hafa brugðist þolendum
Vítalía Lazareva segist hafa brugðist öðrum þolendum í Twitter-færslu í kvöld. Þórður Már Jóhannesson, Ari Edwald og Hreggviður Jónsson hafa kært hana og Arnar Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífsins.

Arnar vísar aðdróttunum um fjárkúgun á bug
Arnar Grant segir kæru Ara Edwald, Hreggviðs Jónssonar og Þórðar Más Jóhannessonar á hendur honum og Vítalíu Lazarevu vera fráleita tilraun til að afvegaleiða umræðu um málið.

Segir Vítalíu ekki hafa kært þremenningana
Lögmaður Þórðar Más Jóhannessonar, eins þeirra sem Vítalía Lazareva hefur sakað um kynferðisbrot gegn sér, segir að engin kæra liggi fyrir í málinu, þvert á yfirlýsingar Vítalíu. Þeir þrír sem Vítalía sakaði um að hafa brotið gegn henni í sumarbústað í október 2020 hafa nú kært Vítalíu og Arnar Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar.

Þremenningarnir sagðir hafa kært Vítalíu og Arnar fyrir tilraun til fjárkúgunar
Fréttablaðið segir Ara Edwald, Hreggvið Jónsson og Þórð Má Jóhannesson hafa kært Vítalíu Lazarevu og Arnar Grant til héraðssaksóknara fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífsins.

Arnar Grant ber vitni í máli Vítalíu: „Ég get ekki annað og stend með sannleikanum“
Arnar Grant mun bera vitni í máli Vítalíu Lazarevu fari það fyrir dómstóla. Vítalía hefur kært Þórð Má Jóhannesson, Ara Edwald og Hreggvið Jónsson til lögreglu fyrir kynferðisofbeldi.

Stjórn Festar segist hafa haft frumkvæði að starfslokum Eggerts
Festi hf. hafði forgöngu að samtali við Eggert Þór Kristófersson, forstjóra Festar, um starfslok hans á fimmtudag í síðustu viku. Félagið segir starfslok hans ekki tengjast Þórði Má Jóhannssyni, fyrrverandi stjórnarformanns félagsins.

Kauphöllin með starfslok Eggerts til skoðunar
Kauphöllin er með starfslok Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra Festar til skoðunar. Staðhæfingar félagsins um að Eggert hafi sagt starfi sínu lausu virðast ekki halda vatni.

Segja stjórn Festar hafa látið Eggert fara
Viðskiptablaðið fullyrðir í frétt sem birtist á vb.is í gær að Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra Festar hf., hafi verið sagt upp. Þetta hefur blaðið eftir ónafngreindum heimildarmönnum.

Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana
Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig.

Telur að bregðast þurfi strax við ásökunum um kynferðisbrot innan fyrirtækja
Á að byggja ákvarðanir sem teknar eru innan fyrirtækja á sömu hagsmunum og í refsimálum fyrir dómstólum? Er sambærilegt að missa starf og að vera dæmdur í fangelsi? Þessum spurningum veltir lögfræðingurinn Ingunn Agnes Kro upp í grein sem birtist í Lögmannablaðinu sem kom út á föstudaginn.

Vítalía kærir Þórð, Ara og Hreggvið fyrir kynferðisbrot
Vítalía Lazareva ætlar að kæra Þórð Má Jóhannesson, Ara Edwald og Hreggvið Jónsson til lögreglu fyrir kynferðisbrot. Hún hefur bókað tíma hjá kærumóttöku lögreglu til að leggja kæruna fram. Vítalía hefur sakað þá um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi í sumarbústaðarferð í desember 2020.

Friðrik Ómar tekinn við af Loga
Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson er tekinn við af Loga Bergmanni Eiðssyni, fjölmiðlamanni, í Síðdegisþættinum á útvarpsstöðinni K100.

Er stoppuð úti á götu og þakkað fyrir
Vítalía Lazareva segist fá gæsahúð þegar hún hugsar um viðbrögð þjóðarinnar við frásögn hennar af ofbeldi sem hún var beitt af fimm þjóðþekktum mönnum.