Kærendur hafi átt frumkvæði að því að ljúka málinu með greiðslu Árni Sæberg skrifar 11. október 2023 14:06 Máli Vítalíu og Ara, Hreggviðs og Þórðar Más er endanlega lokið. Vísir Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður rannsókn á meintri fjárkúgun þeirra Vítalíu Lazarevu og Arnars Grant gegn þremur mönnum sem Vítalía hafði kært fyrir meint kynferðisbrot. Ákvörðunin var tekin á þeim grundvelli að mennirnir hafi átt frumkvæði að því að ljúka málinu með peningagreiðslu. Þetta staðfestir Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Vítalíu, í samtali við Vísi. Hún segir ákvörðunina staðfestingu á því sem Vítalía hafi haldið fram frá upphafi, að þeir Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson, hafi átt frumkvæði að sáttaumleitan sem hófst í kjölfar sumarbústaðarferðar árið 2021. Forsaga málsins er sú að Vítalía greindi frá því á Instagram í október 2021 að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi mannanna þriggja í heitum potti í sumarbústað í september 2020 þar sem hún var stödd með þáverandi ástmanni sínum Arnari Grant. Kolbrún segir að í kjölfarið hafi lögmaður haft milligöngu um sáttaumleitan milli hlutaðeigandi, að frumkvæði mannanna þriggja. Þær umræður hafi runnið út í sandinn og engin sátt verið gerð. Þá segir hún að Vítalía hafi ekki tekið þátt í umræðum á þeim forsendum að hún myndi ekki kæra mennnina ef samningar næðust. Málinu endanlega lokið Með ákvörðun ríkissaksóknara er rannsókn á hendur þeim Vítalíu og Arnari endanlega lokið. Þá er rannsókn á hendur þeim Ara, Hreggviði og Þórði einnig endanlega lokið, líkt og greint var frá í ágúst. Vítalía hafði kært niðurstöðu héraðssaksóknara, þess efnis að málið væri ekki líklegt til sakfellingar, á þeim grundvelli að gögn hafi vantað í málið Í rökstuðningi ríkissaksóknara kom fram að hægt hefði verið að afla frekari gagna en embættið teldi þó að það breytti ekki sönnunarstöðu málsins. Því væri ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi rannsókn. Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn á Vítalíu fyrir fjárkúgun felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn sína á Vítalíu Lazarevu og Arnari Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar. Vítalía fagnar niðurstöðunni sem sé staðfesting á því að um þöggunartilburði hafi verið að ræða af hálfu þriggja karlmanna í viðskiptalífinu. 9. júní 2023 13:01 Yfirlýsing frá Hreggviði: Léttir að málinu sé lokið Hreggviður Jónsson, stærsti hluthafi Veritas samstæðunnar sem rekur nokkur stór fyrirtæki í lyfja- og heilbrigðisgeiranum, segir að honum sé létt eftir að héraðssaksóknari felldi niður rannsókn á kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn honum og tveimur öðrum áberandi mönnum í viðskiptalífinu. 21. apríl 2023 16:40 Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. 21. apríl 2023 16:10 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Þetta staðfestir Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Vítalíu, í samtali við Vísi. Hún segir ákvörðunina staðfestingu á því sem Vítalía hafi haldið fram frá upphafi, að þeir Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson, hafi átt frumkvæði að sáttaumleitan sem hófst í kjölfar sumarbústaðarferðar árið 2021. Forsaga málsins er sú að Vítalía greindi frá því á Instagram í október 2021 að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi mannanna þriggja í heitum potti í sumarbústað í september 2020 þar sem hún var stödd með þáverandi ástmanni sínum Arnari Grant. Kolbrún segir að í kjölfarið hafi lögmaður haft milligöngu um sáttaumleitan milli hlutaðeigandi, að frumkvæði mannanna þriggja. Þær umræður hafi runnið út í sandinn og engin sátt verið gerð. Þá segir hún að Vítalía hafi ekki tekið þátt í umræðum á þeim forsendum að hún myndi ekki kæra mennnina ef samningar næðust. Málinu endanlega lokið Með ákvörðun ríkissaksóknara er rannsókn á hendur þeim Vítalíu og Arnari endanlega lokið. Þá er rannsókn á hendur þeim Ara, Hreggviði og Þórði einnig endanlega lokið, líkt og greint var frá í ágúst. Vítalía hafði kært niðurstöðu héraðssaksóknara, þess efnis að málið væri ekki líklegt til sakfellingar, á þeim grundvelli að gögn hafi vantað í málið Í rökstuðningi ríkissaksóknara kom fram að hægt hefði verið að afla frekari gagna en embættið teldi þó að það breytti ekki sönnunarstöðu málsins. Því væri ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi rannsókn.
Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn á Vítalíu fyrir fjárkúgun felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn sína á Vítalíu Lazarevu og Arnari Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar. Vítalía fagnar niðurstöðunni sem sé staðfesting á því að um þöggunartilburði hafi verið að ræða af hálfu þriggja karlmanna í viðskiptalífinu. 9. júní 2023 13:01 Yfirlýsing frá Hreggviði: Léttir að málinu sé lokið Hreggviður Jónsson, stærsti hluthafi Veritas samstæðunnar sem rekur nokkur stór fyrirtæki í lyfja- og heilbrigðisgeiranum, segir að honum sé létt eftir að héraðssaksóknari felldi niður rannsókn á kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn honum og tveimur öðrum áberandi mönnum í viðskiptalífinu. 21. apríl 2023 16:40 Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. 21. apríl 2023 16:10 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Rannsókn á Vítalíu fyrir fjárkúgun felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn sína á Vítalíu Lazarevu og Arnari Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar. Vítalía fagnar niðurstöðunni sem sé staðfesting á því að um þöggunartilburði hafi verið að ræða af hálfu þriggja karlmanna í viðskiptalífinu. 9. júní 2023 13:01
Yfirlýsing frá Hreggviði: Léttir að málinu sé lokið Hreggviður Jónsson, stærsti hluthafi Veritas samstæðunnar sem rekur nokkur stór fyrirtæki í lyfja- og heilbrigðisgeiranum, segir að honum sé létt eftir að héraðssaksóknari felldi niður rannsókn á kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn honum og tveimur öðrum áberandi mönnum í viðskiptalífinu. 21. apríl 2023 16:40
Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. 21. apríl 2023 16:10