Friðrik Ómar tekinn við af Loga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. febrúar 2022 14:05 Friðrik Ómar mun stýra Síðdegisþættinum á K100 með Sigurði Gunnarssyni í stað Loga Bergmanns. Vísir/Samsett Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson er tekinn við af Loga Bergmanni Eiðssyni, fjölmiðlamanni, í Síðdegisþættinum á útvarpsstöðinni K100. Logi Bergmann tilkynnti 6. janúar síðastliðinn að hann væri farinn í frí. Það var sama dag og fjórir aðrir menn tilkynntu að þeir væru farnir í leyfi eða hættir störfum eftir að þeir voru bendlaðir við ásakanir Vítalíu Lazarevu um að hafa beitt hana kynferðisofbeldi. Hver maðurinn af fætur öðrum hafði sagt af sér eða farið í leyfi þennan dag og í upphafi Síðdegisþáttarins á K100 tilkynnti Logi að hann hyggðist fara í frí. „Ég hef verið betri,“ sagði Logi þegar Sigurður Gunnarson, sem hefur stjórnað þættinum með honum, spurði hvernig honum liði. „En við ætlum að gera hérna útvarpsþátt. Ég hendi einum þætti í loftið núna og svo fer ég kannski í smá frí og við sjáum bara til hvað gerist.“ Logi yfirgaf stúdíóið þegar þátturinn var hálfnaður og um kvöldið lýsti hann því yfir að hann væri saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafi verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkenndi þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann átti ekki að fara inn í. Friðrik Ómar hefur nú tekið við keflinu af Loga, en það tilkynnti hann á Instagram í dag. Þar segist hann munu stjórna Síðdegisþættinum með Sigurði í febrúar. View this post on Instagram A post shared by Friðrik O mar (@fromarinn) Logi Bergmann er þó enn starfsmaður Árvakurs að sögn Magnúsar Kristjánssonar, útvarpsstjóra K100. Logi sé enn í fríi og ekkert hafi verið ákveðið um hvenær hann mæti aftur til starfa. MeToo Fjölmiðlar Kynferðisofbeldi Vistaskipti Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Er saga Vítalíu eitt dæmi af mörgum um valdamikla gerendur? Segja má að samfélagið standi á öndinni eftir að ung kona steig fram á dögunum og sagði frá kynferðisbrotum sem hún varð fyrir. Og í þetta sinn beinast spjótin að atvinnulífinu. 16. janúar 2022 08:01 Ritstjóri Mogga blandar sér varfærnislega í heita umræðu um kynferðisbrot Í leiðara Morgunblaðsins er fjallað um heita umræðu á samfélagsmiðlum og dómsstól götunnar, sem leiðarahöfundur segir óskapnaður. 11. janúar 2022 12:14 Segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á færslu Loga Þingmaður segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á Facebook færslu Loga Bergmann þar sem hann neitar að hafa brotið gegn konu sem sakar hann um kynferðisbrot. Ráðherrann segir að með lækinu hafi hún verið að sýna samkennd og að engin afstaða felist í því. 7. janúar 2022 20:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Logi Bergmann tilkynnti 6. janúar síðastliðinn að hann væri farinn í frí. Það var sama dag og fjórir aðrir menn tilkynntu að þeir væru farnir í leyfi eða hættir störfum eftir að þeir voru bendlaðir við ásakanir Vítalíu Lazarevu um að hafa beitt hana kynferðisofbeldi. Hver maðurinn af fætur öðrum hafði sagt af sér eða farið í leyfi þennan dag og í upphafi Síðdegisþáttarins á K100 tilkynnti Logi að hann hyggðist fara í frí. „Ég hef verið betri,“ sagði Logi þegar Sigurður Gunnarson, sem hefur stjórnað þættinum með honum, spurði hvernig honum liði. „En við ætlum að gera hérna útvarpsþátt. Ég hendi einum þætti í loftið núna og svo fer ég kannski í smá frí og við sjáum bara til hvað gerist.“ Logi yfirgaf stúdíóið þegar þátturinn var hálfnaður og um kvöldið lýsti hann því yfir að hann væri saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafi verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkenndi þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann átti ekki að fara inn í. Friðrik Ómar hefur nú tekið við keflinu af Loga, en það tilkynnti hann á Instagram í dag. Þar segist hann munu stjórna Síðdegisþættinum með Sigurði í febrúar. View this post on Instagram A post shared by Friðrik O mar (@fromarinn) Logi Bergmann er þó enn starfsmaður Árvakurs að sögn Magnúsar Kristjánssonar, útvarpsstjóra K100. Logi sé enn í fríi og ekkert hafi verið ákveðið um hvenær hann mæti aftur til starfa.
MeToo Fjölmiðlar Kynferðisofbeldi Vistaskipti Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Er saga Vítalíu eitt dæmi af mörgum um valdamikla gerendur? Segja má að samfélagið standi á öndinni eftir að ung kona steig fram á dögunum og sagði frá kynferðisbrotum sem hún varð fyrir. Og í þetta sinn beinast spjótin að atvinnulífinu. 16. janúar 2022 08:01 Ritstjóri Mogga blandar sér varfærnislega í heita umræðu um kynferðisbrot Í leiðara Morgunblaðsins er fjallað um heita umræðu á samfélagsmiðlum og dómsstól götunnar, sem leiðarahöfundur segir óskapnaður. 11. janúar 2022 12:14 Segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á færslu Loga Þingmaður segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á Facebook færslu Loga Bergmann þar sem hann neitar að hafa brotið gegn konu sem sakar hann um kynferðisbrot. Ráðherrann segir að með lækinu hafi hún verið að sýna samkennd og að engin afstaða felist í því. 7. janúar 2022 20:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Er saga Vítalíu eitt dæmi af mörgum um valdamikla gerendur? Segja má að samfélagið standi á öndinni eftir að ung kona steig fram á dögunum og sagði frá kynferðisbrotum sem hún varð fyrir. Og í þetta sinn beinast spjótin að atvinnulífinu. 16. janúar 2022 08:01
Ritstjóri Mogga blandar sér varfærnislega í heita umræðu um kynferðisbrot Í leiðara Morgunblaðsins er fjallað um heita umræðu á samfélagsmiðlum og dómsstól götunnar, sem leiðarahöfundur segir óskapnaður. 11. janúar 2022 12:14
Segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á færslu Loga Þingmaður segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á Facebook færslu Loga Bergmann þar sem hann neitar að hafa brotið gegn konu sem sakar hann um kynferðisbrot. Ráðherrann segir að með lækinu hafi hún verið að sýna samkennd og að engin afstaða felist í því. 7. janúar 2022 20:00