Færð á vegum Lægð yfir Vesturlandi stjórnar veðrinu Þaulsetin lægð yfir Vesturlandi stjórnar veðrinu í dag. Staðsetning lægðarinnar veldur suðlægum áttum en á Breiðarfirði og Vestfjörðum er fremur hæg breytileg átt. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Veður 20.10.2024 07:27 Rigning og súld í dag Lægð yfir Vesturlandi veldur suðlægum áttum á landinu í dag. Lægðin fer hægt norður og grynnist. Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar kemur fram að hún fari svo í norðaustanátt fram eftir degi. Það verður því rigning og súld í dag en bjart með köflum á Norðausturlandi. Hiti verður líklega á bilinu 2 til 8 stig. Veður 19.10.2024 07:24 Nú má keyra á nagladekkjum í borginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt að hún sé hætt að sekta ökumenn bifreiða sem búnar eru nagladekkjum. Innlent 9.10.2024 08:55 Margir í vandræðum í Kömbunum Hjálparsveit skáta í Hveragerði var kölluð út í kvöld til að aðstoða fjölda ökumanna sem lentu í vandræðum í Kömbunum í kvöld. Þar hafði myndast talsverð hálka og snjór á veginum sem gerði að verkum að margir komust ekki sinnar leiðar. Innlent 8.10.2024 21:50 Snjóþekja á Hellisheiði Vetur konungur virðist kominn á suðvesturhornið og lét hann fyrst sjá sig á Hellisheiðinni í dag. Þá hefur snjóað í fjöll við höfuðborgarsvæðið undir kvöld. Innlent 8.10.2024 18:55 Snjókoma og hálka á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag Á fimmtudagsmorgun er líklegt að íbúar á Suður- og Vesturhluta landsins, þar með talið höfuðborgarbúar, muni vakna með nokkurra sentímetra snjó á götunum. Á Norður- og Norðausturlandi verða él þannig meira og minna allt landið verður hvítt að einhverju leyti. Það byrjar að snjóa aðfaranótt fimmtudags og verður líklega allt farið um kvöldið eða daginn eftir. Veður 8.10.2024 10:39 Fjarðarheiði lokuð og bílar fastir Fjarðarheiði hefur verið lokað vegna umferðarteppu, en þar eru hálkublettir, éljagangur og nokkur vetrarfærð. Verkstjóri hjá Vegagerðinni segir þó að ekki ætti að taka langan tíma að opna heiðina aftur. Innlent 24.9.2024 11:32 Vetrarfærð á fjallvegum norðaustanlands Það mun ganga í strekkings norðlæga átt í nótt og fer að snjóa á fjallvegum um norðaustanvert landið eftir hádegi á morgun. Innlent 23.9.2024 14:26 Allt að 17 stig á Austurlandi Nú er lægð á leið norðaustur yfir land með rigningu víða og mildu veðri, en þurru og hlýju á Austurlandi framan af degi. Hiti verður á bilinu sex til 17 stig og hlýjast austantil. Svo snýst í norðvestan golu eða kalda seinnipartinn, þá styttir upp sunnan- og vestanlands og kólnar í veðri. Veður 18.9.2024 07:18 Rigning, slydda og jafnvel snjókoma norðaustanlands Í dag verður norðan og norðvestan 5 til 10 metrar á sekúndu en 10 til 15 á austanverðu landinu framan yfir hádegi. Þá verður skýjað og rigning eða slydda norðaustanlands, jafnvel snjókoma inn til landsins, en styttir upp síðdegis. Yfirleitt bjart í öðrum landshlutum. Í kvöld á svo að lægja. Hiti verður líklega í dag á bilinu 3 til 12 stig og verður hlýjast sunnanlands. Veður 15.9.2024 08:39 Gul viðvörun á Suður- og Suðausturlandi til hádegis Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi til hádegis í dag. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að hvasst verði fram yfir hádegi og rigning í flestum landshlutum en þurrt að kalla vestan- og norðvestantil. Seinnipart á að draga úr vindi og stytta upp. Hitastig verður líklega á bilinu fjögur til 12 stig og þá verður hlýjast á Suðausturlandi. Veður 14.9.2024 07:44 Óvissustig og viðvaranir enn í gildi Óvissustig almannavarna er í gildi i fyrir Norðurland og á Ströndum. Þar eru appelsínugular viðvaranir í gildi vegna hvassviðris og snjókomu til klukkan níu. Talsverð snjókoma og hálka er á fjallvegum, einkum austan til. Innlent 10.9.2024 06:37 Flutningabíll með tengivagn fauk út af nærri Hólmavík Einn var fluttur til aðhlynningar læknis á Hólmavík í gær eftir að flutningabíll með tengivagn valt vegna mikils hvassviðris í um kílómetra fjarlægð frá Hólmavík. Hlynur Hafberg Snorrason yfirlögregluþjónn segir ökumanninn hafa verið með minni háttar meiðsl. Innlent 6.9.2024 13:28 Lægð yfir landinu og gul viðvörun á Breiðafirði Lægð stödd fyrir vestan okkur og úrkomusvæði frá henni fer yfir landið í dag með sunnan strekkingi. Í hugleiðingum veðurfræðings spáir mjög hvössum vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi og hefur verið gefin út gul viðvörun vegna þess. Viðvörunin er í gildi frá klukkan átta til 15 í dag. Hiti verður líklega á bilinu 8 til 16 stig og verður hlýjast norðaustantil. Veður 4.9.2024 07:23 Óvissustigi aflétt á Tröllaskaga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra ákveðið að fara af óvissustigi Almannavarna sem sett var á 23. ágúst síðastliðinn vegna mikillar rigningar og skriðuhættu á Tröllaskaga. Innlent 26.8.2024 20:37 Flæðir inn á hús á Eyrinni í úrhellisrigningu Dæla í fráveitukerfinu á Siglufirði bilaði í nótt. Úrhellisrigning er á svæðinu og gul viðvörun í gildi. Í tilkynningu frá Fjallabyggð kemur fram að unnið sé að viðgerðum á dælunni en vegna mikillar úrkomu hafi flætt inn í nokkur hús á Eyrinni. Í morgun hafði mælst 92 millimetra úrkoma. Eigendur húsa á Eyrinni eru beðnir að huga að kjöllurum í húsum sínum Innlent 23.8.2024 11:52 Léttskýjað og allt að fimmtán stig á Suður- og Vesturlandi Í dag er útlit fyrir norðlæga golu á landinu, en ákveðnari vindur austast. Dálítil rigning norðaustantil og svalt á þeim slóðum. Það verður yfirleitt léttskýjað og fallegt veður á Suður- og Vesturlandi með hita að 15 stigum þegar best lætur. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Veður 20.8.2024 07:13 Kuldakastinu muni fylgja töluverð úrkoma Sjaldséð snjókoma er í kortunum í fjöllum Norðanlands á morgun. Veðurfræðingar telja nokkuð ljóst að úr þessari spá rætist. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir allt eðlilegt í íslensku veðurfari en viðurkennir þó að það sé frekar óvanalegt að fá svona kuldakast í ágúst. Rætt var við Harald í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Veður 17.8.2024 19:56 Lægð yfir landinu og skúradembur norðan- og austantil Alldjúp og hægfara lægð er nú yfir norðanverðu landinu. Henni fylgir vestlæg átt, kaldi eða stinningskaldi og rigning víða um land. Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar segir að það dragi úr vætu norðvestantil þegar líður á daginn. Veður 15.8.2024 07:26 Heildarakstur í þjóðvegakerfi nærri tvöfaldast á tuttugu árum Heildarakstur í þjóðvegakerfinu á Íslandi nærri tvöfaldaðist á tímabilinu 2002 til 2023. Heildarakstur í þjóðvegakerfinu utan héraðsvega árið 2023 er áætlaður um 3.181 milljón ekinna kílómetra en var árið 2002 áætlaður um 1.781 milljón ekinna kílómetra. Innlent 14.8.2024 08:36 Lægð nálgast landið úr suðvestri Lægð nálgast landið úr suðvestri nú í morgunsárið. Það gengur í austan- og suðaustankalda með rigningu sunnanlands, en dregur úr vindi síðdegis. Yfirleitt hægari og bjart með köflum fyrir norðan, en dálítil væta seinnipartinn. Veður 14.8.2024 07:13 Lægð við austurströnd en allt að 18 stig norðaustantil Lægð er nú stödd við austurströnd landsins og þokast norður á bóginn. Þá snýst smám saman í suðvestangolu og dregur úr úrkomu. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að skýjað verði í dag og víða dálítil væta af og til, milt veður. Veður 13.8.2024 07:12 Djúp lægð fer yfir landið Alldjúp lægð nálgast nú landið úr suðri. Í dag fer að rigna í norðaustan kalda eða stinningskalda, en hvassviðri suðaustantil seinnipartinn og er gul viðvörun í gildi fyrir það svæði frá klukkan 14 til 21 í kvöld. Í viðvörun Veðurstofunnar segir að veðrið verði varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Veður 12.8.2024 07:23 Hæglætisveður um helgina Um helgina verður hæglætisveður um helgina. Það verður skýjað með köflum og lítilsháttar væta af og til í flestum landshlutum og milt. Norðan til á landinu verður hins vegar fremur þungbúið og svalt í dag, en það ætti að birta til og hlýna þar á morgun. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Veður 9.8.2024 07:12 Milt veður fram að og um helgi en svo tekur djúp lægð við Það verður hæg norðlæg eða breytileg átt í dag og á morgun. Það verður fremur þungbúið norðan- og austanlands og svalt, en bjartara sunnan heiða og mildara. Hiti er á bilinu 7 til 17 stig. Þetta kemur frami hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Veður 8.8.2024 09:55 Holtavörðuheiði opin á ný Opnað hefur verið fyrir umferð um Holtavörðuheiði á ný en heiðinni var lokað á fimmta tímanum í dag eftir alvarlegt umferðarslys. Innlent 10.7.2024 20:34 Hlýjast á Norðausturlandi í dag Í dag má búast við suðvestan fimm til fimmtán metrum á sekúndu með lítilsháttar vætu. Hvassast verður norðvestantil. Það verður að mestu léttskýjað á austanverðu landinu. Hiti verður á bilinu 12 til 20 stig, hlýjast inn til landsins á Norðausturlandi. Veður 9.7.2024 07:31 Nokkur umskipti frá helgarveðrinu Suðvestur af landinu er hæð sem beinir mildri suðvestlægri átt til okkar. Því verða nokkur umskipti frá helgarveðrinu samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Í pistli hans segir að í nótt hafi þykknað upp vestanlands á meðan það létti til eystra. Veður 8.7.2024 08:57 Hitastig í júní undir meðallagi á öllum veðurstöðvum Júnímánuður var nokkur kaldur á landinu öllu. Hiti var undir meðallagi á öllum veðurstöðvum Veðurstofunnar. Mánuðurinn var óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi auk þess sem það snjóaði óvenjulega mikið miðað við árstíma. Veður 5.7.2024 11:46 Gul viðvörun á Austfjörðum og Suðausturlandi Í dag er allhvöss og hvöss norðvestanátt og rigning, hvassast á Austfjörðum og undir Vatnajökli. Gular viðvaranir eru í gildi vegna vinds og ráðlagt að fara með gát, einkum þegar ferðast er með aftan í vagna. Viðvörunin rennur úr gildi snemma á laugardagsmorgun. Veður 28.6.2024 07:30 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 8 ›
Lægð yfir Vesturlandi stjórnar veðrinu Þaulsetin lægð yfir Vesturlandi stjórnar veðrinu í dag. Staðsetning lægðarinnar veldur suðlægum áttum en á Breiðarfirði og Vestfjörðum er fremur hæg breytileg átt. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Veður 20.10.2024 07:27
Rigning og súld í dag Lægð yfir Vesturlandi veldur suðlægum áttum á landinu í dag. Lægðin fer hægt norður og grynnist. Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar kemur fram að hún fari svo í norðaustanátt fram eftir degi. Það verður því rigning og súld í dag en bjart með köflum á Norðausturlandi. Hiti verður líklega á bilinu 2 til 8 stig. Veður 19.10.2024 07:24
Nú má keyra á nagladekkjum í borginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt að hún sé hætt að sekta ökumenn bifreiða sem búnar eru nagladekkjum. Innlent 9.10.2024 08:55
Margir í vandræðum í Kömbunum Hjálparsveit skáta í Hveragerði var kölluð út í kvöld til að aðstoða fjölda ökumanna sem lentu í vandræðum í Kömbunum í kvöld. Þar hafði myndast talsverð hálka og snjór á veginum sem gerði að verkum að margir komust ekki sinnar leiðar. Innlent 8.10.2024 21:50
Snjóþekja á Hellisheiði Vetur konungur virðist kominn á suðvesturhornið og lét hann fyrst sjá sig á Hellisheiðinni í dag. Þá hefur snjóað í fjöll við höfuðborgarsvæðið undir kvöld. Innlent 8.10.2024 18:55
Snjókoma og hálka á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag Á fimmtudagsmorgun er líklegt að íbúar á Suður- og Vesturhluta landsins, þar með talið höfuðborgarbúar, muni vakna með nokkurra sentímetra snjó á götunum. Á Norður- og Norðausturlandi verða él þannig meira og minna allt landið verður hvítt að einhverju leyti. Það byrjar að snjóa aðfaranótt fimmtudags og verður líklega allt farið um kvöldið eða daginn eftir. Veður 8.10.2024 10:39
Fjarðarheiði lokuð og bílar fastir Fjarðarheiði hefur verið lokað vegna umferðarteppu, en þar eru hálkublettir, éljagangur og nokkur vetrarfærð. Verkstjóri hjá Vegagerðinni segir þó að ekki ætti að taka langan tíma að opna heiðina aftur. Innlent 24.9.2024 11:32
Vetrarfærð á fjallvegum norðaustanlands Það mun ganga í strekkings norðlæga átt í nótt og fer að snjóa á fjallvegum um norðaustanvert landið eftir hádegi á morgun. Innlent 23.9.2024 14:26
Allt að 17 stig á Austurlandi Nú er lægð á leið norðaustur yfir land með rigningu víða og mildu veðri, en þurru og hlýju á Austurlandi framan af degi. Hiti verður á bilinu sex til 17 stig og hlýjast austantil. Svo snýst í norðvestan golu eða kalda seinnipartinn, þá styttir upp sunnan- og vestanlands og kólnar í veðri. Veður 18.9.2024 07:18
Rigning, slydda og jafnvel snjókoma norðaustanlands Í dag verður norðan og norðvestan 5 til 10 metrar á sekúndu en 10 til 15 á austanverðu landinu framan yfir hádegi. Þá verður skýjað og rigning eða slydda norðaustanlands, jafnvel snjókoma inn til landsins, en styttir upp síðdegis. Yfirleitt bjart í öðrum landshlutum. Í kvöld á svo að lægja. Hiti verður líklega í dag á bilinu 3 til 12 stig og verður hlýjast sunnanlands. Veður 15.9.2024 08:39
Gul viðvörun á Suður- og Suðausturlandi til hádegis Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi til hádegis í dag. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að hvasst verði fram yfir hádegi og rigning í flestum landshlutum en þurrt að kalla vestan- og norðvestantil. Seinnipart á að draga úr vindi og stytta upp. Hitastig verður líklega á bilinu fjögur til 12 stig og þá verður hlýjast á Suðausturlandi. Veður 14.9.2024 07:44
Óvissustig og viðvaranir enn í gildi Óvissustig almannavarna er í gildi i fyrir Norðurland og á Ströndum. Þar eru appelsínugular viðvaranir í gildi vegna hvassviðris og snjókomu til klukkan níu. Talsverð snjókoma og hálka er á fjallvegum, einkum austan til. Innlent 10.9.2024 06:37
Flutningabíll með tengivagn fauk út af nærri Hólmavík Einn var fluttur til aðhlynningar læknis á Hólmavík í gær eftir að flutningabíll með tengivagn valt vegna mikils hvassviðris í um kílómetra fjarlægð frá Hólmavík. Hlynur Hafberg Snorrason yfirlögregluþjónn segir ökumanninn hafa verið með minni háttar meiðsl. Innlent 6.9.2024 13:28
Lægð yfir landinu og gul viðvörun á Breiðafirði Lægð stödd fyrir vestan okkur og úrkomusvæði frá henni fer yfir landið í dag með sunnan strekkingi. Í hugleiðingum veðurfræðings spáir mjög hvössum vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi og hefur verið gefin út gul viðvörun vegna þess. Viðvörunin er í gildi frá klukkan átta til 15 í dag. Hiti verður líklega á bilinu 8 til 16 stig og verður hlýjast norðaustantil. Veður 4.9.2024 07:23
Óvissustigi aflétt á Tröllaskaga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra ákveðið að fara af óvissustigi Almannavarna sem sett var á 23. ágúst síðastliðinn vegna mikillar rigningar og skriðuhættu á Tröllaskaga. Innlent 26.8.2024 20:37
Flæðir inn á hús á Eyrinni í úrhellisrigningu Dæla í fráveitukerfinu á Siglufirði bilaði í nótt. Úrhellisrigning er á svæðinu og gul viðvörun í gildi. Í tilkynningu frá Fjallabyggð kemur fram að unnið sé að viðgerðum á dælunni en vegna mikillar úrkomu hafi flætt inn í nokkur hús á Eyrinni. Í morgun hafði mælst 92 millimetra úrkoma. Eigendur húsa á Eyrinni eru beðnir að huga að kjöllurum í húsum sínum Innlent 23.8.2024 11:52
Léttskýjað og allt að fimmtán stig á Suður- og Vesturlandi Í dag er útlit fyrir norðlæga golu á landinu, en ákveðnari vindur austast. Dálítil rigning norðaustantil og svalt á þeim slóðum. Það verður yfirleitt léttskýjað og fallegt veður á Suður- og Vesturlandi með hita að 15 stigum þegar best lætur. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Veður 20.8.2024 07:13
Kuldakastinu muni fylgja töluverð úrkoma Sjaldséð snjókoma er í kortunum í fjöllum Norðanlands á morgun. Veðurfræðingar telja nokkuð ljóst að úr þessari spá rætist. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir allt eðlilegt í íslensku veðurfari en viðurkennir þó að það sé frekar óvanalegt að fá svona kuldakast í ágúst. Rætt var við Harald í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Veður 17.8.2024 19:56
Lægð yfir landinu og skúradembur norðan- og austantil Alldjúp og hægfara lægð er nú yfir norðanverðu landinu. Henni fylgir vestlæg átt, kaldi eða stinningskaldi og rigning víða um land. Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar segir að það dragi úr vætu norðvestantil þegar líður á daginn. Veður 15.8.2024 07:26
Heildarakstur í þjóðvegakerfi nærri tvöfaldast á tuttugu árum Heildarakstur í þjóðvegakerfinu á Íslandi nærri tvöfaldaðist á tímabilinu 2002 til 2023. Heildarakstur í þjóðvegakerfinu utan héraðsvega árið 2023 er áætlaður um 3.181 milljón ekinna kílómetra en var árið 2002 áætlaður um 1.781 milljón ekinna kílómetra. Innlent 14.8.2024 08:36
Lægð nálgast landið úr suðvestri Lægð nálgast landið úr suðvestri nú í morgunsárið. Það gengur í austan- og suðaustankalda með rigningu sunnanlands, en dregur úr vindi síðdegis. Yfirleitt hægari og bjart með köflum fyrir norðan, en dálítil væta seinnipartinn. Veður 14.8.2024 07:13
Lægð við austurströnd en allt að 18 stig norðaustantil Lægð er nú stödd við austurströnd landsins og þokast norður á bóginn. Þá snýst smám saman í suðvestangolu og dregur úr úrkomu. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að skýjað verði í dag og víða dálítil væta af og til, milt veður. Veður 13.8.2024 07:12
Djúp lægð fer yfir landið Alldjúp lægð nálgast nú landið úr suðri. Í dag fer að rigna í norðaustan kalda eða stinningskalda, en hvassviðri suðaustantil seinnipartinn og er gul viðvörun í gildi fyrir það svæði frá klukkan 14 til 21 í kvöld. Í viðvörun Veðurstofunnar segir að veðrið verði varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Veður 12.8.2024 07:23
Hæglætisveður um helgina Um helgina verður hæglætisveður um helgina. Það verður skýjað með köflum og lítilsháttar væta af og til í flestum landshlutum og milt. Norðan til á landinu verður hins vegar fremur þungbúið og svalt í dag, en það ætti að birta til og hlýna þar á morgun. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Veður 9.8.2024 07:12
Milt veður fram að og um helgi en svo tekur djúp lægð við Það verður hæg norðlæg eða breytileg átt í dag og á morgun. Það verður fremur þungbúið norðan- og austanlands og svalt, en bjartara sunnan heiða og mildara. Hiti er á bilinu 7 til 17 stig. Þetta kemur frami hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Veður 8.8.2024 09:55
Holtavörðuheiði opin á ný Opnað hefur verið fyrir umferð um Holtavörðuheiði á ný en heiðinni var lokað á fimmta tímanum í dag eftir alvarlegt umferðarslys. Innlent 10.7.2024 20:34
Hlýjast á Norðausturlandi í dag Í dag má búast við suðvestan fimm til fimmtán metrum á sekúndu með lítilsháttar vætu. Hvassast verður norðvestantil. Það verður að mestu léttskýjað á austanverðu landinu. Hiti verður á bilinu 12 til 20 stig, hlýjast inn til landsins á Norðausturlandi. Veður 9.7.2024 07:31
Nokkur umskipti frá helgarveðrinu Suðvestur af landinu er hæð sem beinir mildri suðvestlægri átt til okkar. Því verða nokkur umskipti frá helgarveðrinu samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Í pistli hans segir að í nótt hafi þykknað upp vestanlands á meðan það létti til eystra. Veður 8.7.2024 08:57
Hitastig í júní undir meðallagi á öllum veðurstöðvum Júnímánuður var nokkur kaldur á landinu öllu. Hiti var undir meðallagi á öllum veðurstöðvum Veðurstofunnar. Mánuðurinn var óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi auk þess sem það snjóaði óvenjulega mikið miðað við árstíma. Veður 5.7.2024 11:46
Gul viðvörun á Austfjörðum og Suðausturlandi Í dag er allhvöss og hvöss norðvestanátt og rigning, hvassast á Austfjörðum og undir Vatnajökli. Gular viðvaranir eru í gildi vegna vinds og ráðlagt að fara með gát, einkum þegar ferðast er með aftan í vagna. Viðvörunin rennur úr gildi snemma á laugardagsmorgun. Veður 28.6.2024 07:30