Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Lögmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, hefur óskað eftir því að fá að leiða forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. Það er gert til þess að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. Innlent 5.12.2025 11:42 Vegið að eigin veski „Það eru ekki til peningar.“ „Við höfum ekki efni á þessu núna.“ Margur Íslendingur hefur heyrt þessar tvær setningar í gegnum barnæskuna og jafnvel unglingsár sín, en hver hefði átt von á því að þegar sama fólkið væri orðið fullorðið myndi það fá sama svar frá yfirvöldum þegar kemur að nauðsynjum eins og t.d. heilbrigðisþjónustu, vegagerð og alls konar sem m.a. tengist uppbyggingu á landsbyggðinni. Skoðun 5.12.2025 08:47 Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, las ekki alla skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um jarðgangakosti. Hann vísaði í skýrsluna fyrr í vikunni þegar hann kynnti nýja samgönguáætlun en segist hafa fengið útdrátt úr henni. Innlent 4.12.2025 23:05 Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný „Mjófirðingar og allir sem hafa einhverja tengingu við Mjóafjörð eru náttúrulega bara í skýjunum. Þetta breytir hreinlega öllu fyrir Mjóafjörð. Núna mun hann rísa úr ösku sinni og verða aftur að byggilegum stað innan fjórðungsins,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytta forgangsröðun jarðganga. Innlent 4.12.2025 22:30 Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segir það algjörlega ótvírætt að enginn nemandi hafi hætt í skólanum vegna skómálsins svokallaða. Skýringar ráðherra um kerfisbreytingar séu óskiljanlegar og gagnrýni Ársæls á stjórnvöld hafi legið ákvörðuninni til grundvallar. Innlent 4.12.2025 20:39 Hafi engin afskipti haft af málinu Inga Sæland félagsmálaráðherra segist ekki hafa beitt sér á neinum tímapunkti í máli Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla. Hún hafi hvorki átt í samskiptum við samráðherra sína um málið, né beri hún nokkurn kala til hans. Innlent 4.12.2025 18:57 Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Skólasamfélaginu er verulega brugðið yfir ákvörðun mennta- og barnamálaráðherra um að endurnýja ekki skipun Ársæls Guðmundssonar í embætti skólameistara Borgarholtsskóla. Innlent 4.12.2025 16:54 Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Í ljósi boðaðra umfangsmikillla breytinga á framhaldsskólastiginu taldi mennta- og barnamálaráðuneytið rétt að auglýsa stöðu skólameistara Borgarholtsskóla þannig að umsækjendur gætu metið hvort þeir vilji leiða skólann í gegnum slíkar breytingar. Tekið var fram á fundi með Ársæli Guðmundssyni, skólameistara skólans, að ekkert væri því til fyrirstöðu að hann sækti um stöðuna ef hann kysi svo. Ekki hefur verið tekin nein ákvörðun á þessum tímapunkti um að auglýsa aðrar stöður skólameistara. Innlent 4.12.2025 16:12 Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Lögmaður Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla sendi Guðmundi Inga Kristinssyni, mennta- og barnamálaráðherra, bréf í dag þar sem hann óskaði skýringa á ákvörðun ráðherra um að auglýsa starf hans. Hún beri vott um valdníðslu. Innlent 4.12.2025 15:52 Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Núvirtur ábati Fjarðarheiðarganga milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, sem ríkisstjórnin setti á ís í gær, er í greiningu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri metinn neikvæður upp á 37 milljarða króna. Ábati vegna Fjarðaganga, sem í skýrslunni eru nefnd Mjóafjarðargöng, er metinn neikvæður um 23,5 milljarða króna, það er 13,5 milljörðum króna skárri. Innlent 4.12.2025 15:20 Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Allt ætlaði um koll að keyra á Alþingi í morgun þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu yfir óánægju sinni með að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefði verið tekinn af lista yfir ráðherra sem sitja áttu fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma, einmitt þegar þeir ætluðu að spyrja hann út í embættisfærslur hans í máli skólameistara Borgarholtsskóla. Í ljós kom að ráðherrann liggur á sjúkrahúsi og gat því ekki mætt í þingið. Umræður undir liðnum fundarstjórn forseta héldu þó áfram lengi vel og loks spurði forsætisráðherra forseta Alþingis hvort ekki væri hægt að „stoppa þetta.“ Innlent 4.12.2025 15:19 Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Bæjarráð Hveragerðisbæjar bókaði í morgun yfirlýsingu um gríðarleg vonbrigði yfir nýkynntri samgönguáætlun, þar sem færslu þjóðvegarins, fyrir neðan Hveragerði frá Kömbum að Varmá, hafi verið frestað enn á ný. Innlent 4.12.2025 13:22 Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari Borgarholtsskóla segist ekki vera í nokkrum vafa um það að Inga Sæland formaður Flokks fólksins hafi beitt sér fyrir því að skipunartími hans sem skólastjóra hafi ekki verið framlengdur. Þar hafi munað mestu um símtal frá ráðherra í janúar um týnt skópar barnabarns hennar. Innlent 4.12.2025 11:56 Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu embættisfærslur mennta- og barnamálaráðherra við upphaf þingfundar í morgun og lýstu áhyggjum af því hvernig hann hafi beitt sér í máli skólameistara Borgarholtsskóla. Forseti þingsins benti á að málið varði ekki störf þingsins eða fundarstjórn forseta en upplýsti að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, væri á sjúkrahúsi og geti sökum þessa ekki verið viðstaddur umræður á Alþingi. Hann er ekki sagður alvarlega veikur. Innlent 4.12.2025 10:44 Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Önnur umræða um fjárlög ársins 2026 fer fram í þessari viku. Þótt fjárlögin sjálf séu eitt umfangsmesta stjórnarmál ársins gleymist oft hvernig ferlið virkar og hversu miklu máli nefndarstarfið skiptir þegar kemur að því að móta niðurstöðuna. Skoðun 4.12.2025 07:16 Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir stefnt að því að opna meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholti um áramótin og að ráðuneytið muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að það opni á réttum tíma. Innlent 4.12.2025 06:33 Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ „Inga hringdi í janúar, ég fékk bara símann frá skiptiborðinu, og hún var ekki í neinu jafnvægi; byrjaði strax að hella sér yfir mig, ákaflega reið og bókstaflega öskraði í símann að það væri búið að stela glænýjum Nike-skóm af barnabarninu.“ Innlent 4.12.2025 06:33 Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Karólína Helga Símonardóttir, varaþingmaður Viðreisnar, fagnar auknum framlögum til sjúkraflutninga og heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni í fjárlögum næsta árs. Hún þekkir það af eigin raun að hver og ein mínúta kann að skipta máli þegar kemur að sjúkraflutningum. Innlent 3.12.2025 21:58 Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Ríkisstjórnin er einhuga um að breyta forgangsröðun jarðganga og setja Fljótagöng í fyrsta sæti og hafa þingflokkar stjórnarinnar samþykkt tillöguna. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að Fjarðarheiðargöng hafi ekki verið fjárhagslega forsvaranleg. Innlent 3.12.2025 21:10 Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Þingmanni Sjálfstæðisflokksins er verulega brugðið yfir ákvörðun mennta- og barnamálaráðherra um að leysa skólameistara Borgarholtsskóla frá störfum. Hann segir ákvörðun ráðherra hættulega og einkennast af ógnarstjórn. Innlent 3.12.2025 16:07 Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina einhuga um nýja samgönguáætlun. Ólíkt fyrri ríkisstjórnum ætli þessi að láta verkin tala og ekki boða framkvæmdir sem ekki hafi verið fjármagnaðar. Nýtt innviðafélag marki grunninn að sögulegum tímapunkti fyrir framkvæmdir og fjármögnun slíkra verkefna. Engum sé hyllt Innlent 3.12.2025 13:56 Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Ársæll Guðmundsson lýkur senn störfum sem skólameistari Borgarholtsskóla. Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hefur ákveðið að auglýsa embættið laust til umsóknar. Ársæll segir í tilkynningu til starfsfólks að honum þyki augljóst hvað liggi að baki ákvörðuninni hjá ráðherranum. Aðstoðarmaður ráðherra segir skólameistaranum einungis hafa verið tjáð að starf hans yrði auglýst og það vegna breytinga á framhaldsskólakerfinu. Innlent 3.12.2025 13:52 Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Sveitarstjóri Múlaþings segir nýja samgönguáætlun mikil vonbrigði. Ákvörðun ráðherra um að forgangsraða Fjarðagöng fram yfir Fjarðarheiðagöng sé óskiljanleg og ekki í takti við vilja íbúa á Austurlandi. Innlent 3.12.2025 12:57 Fljótagöng sett í forgang Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027. Innlent 3.12.2025 10:31 Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Ráðherrar í ríkisstjórn munu kynna nýja samgönguáætlun og stofnun innviðafélags til að flýta stærri samgönguframkvæmdum á sérstökum blaðamannafundi sem hefst klukkan 10:30. Innlent 3.12.2025 10:00 Er endurhæfing happdrætti? Reykjalundur er lykilstofnun í endurhæfingu landsmanna og hefur verið rekin án hagnaðarsjónarmiða allt frá stofnun árið 1945 þegar SÍBS keypti land af Reykjabændum í Mosfellssveit til að reka endurhæfingu fyrir berklasjúklinga. Skoðun 3.12.2025 09:00 Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Jónína Brynjólfsdóttir, formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar, forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaþingmaður Framsóknarflokksins, sakar Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra um kjördæmapot. Hún segir hann hafa fært Fljótagöng efst á framkvæmdalista samgönguáætlunar í stað Fjarðarheiðagangna. Hún segir engin rök fyrir slíkri breytingu á samgönguáætlun og kallar eftir svörum frá ráðherra. Ráðherra hefur áður sagt að hann sé ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. Innlent 3.12.2025 08:54 Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Nú er eitt ár liðið frá því að íslensk þjóð kaus sér nýtt fólk til að stýra landinu. Niðurstaðan var hrein stjórnarskipti og við tóku flokkar sem lagt hafa áherslu á að ganga hreint til verka í samhentum takti. Skoðun 3.12.2025 07:31 Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innviðaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið þar sem hann hyggst kynna nýja samgönguáætlun. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis er búinn að taka ómakið að hluta af innviðaráðherra með því að upplýsa í þingskjali hvaða nýjar vegaframkvæmdir fá grænt ljós á næsta ári. Innlent 2.12.2025 21:21 „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra átti í orðaskaki við Vilhjálm Árnason þingmann Sjálfstæðisflokksins um hækkun á erfðafjárskatti í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Báðir uppskáru hlátur þegar þeir skutu hver að öðrum í svörum sínum. Innlent 2.12.2025 16:54 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 63 ›
Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Lögmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, hefur óskað eftir því að fá að leiða forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. Það er gert til þess að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. Innlent 5.12.2025 11:42
Vegið að eigin veski „Það eru ekki til peningar.“ „Við höfum ekki efni á þessu núna.“ Margur Íslendingur hefur heyrt þessar tvær setningar í gegnum barnæskuna og jafnvel unglingsár sín, en hver hefði átt von á því að þegar sama fólkið væri orðið fullorðið myndi það fá sama svar frá yfirvöldum þegar kemur að nauðsynjum eins og t.d. heilbrigðisþjónustu, vegagerð og alls konar sem m.a. tengist uppbyggingu á landsbyggðinni. Skoðun 5.12.2025 08:47
Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, las ekki alla skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um jarðgangakosti. Hann vísaði í skýrsluna fyrr í vikunni þegar hann kynnti nýja samgönguáætlun en segist hafa fengið útdrátt úr henni. Innlent 4.12.2025 23:05
Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný „Mjófirðingar og allir sem hafa einhverja tengingu við Mjóafjörð eru náttúrulega bara í skýjunum. Þetta breytir hreinlega öllu fyrir Mjóafjörð. Núna mun hann rísa úr ösku sinni og verða aftur að byggilegum stað innan fjórðungsins,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytta forgangsröðun jarðganga. Innlent 4.12.2025 22:30
Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segir það algjörlega ótvírætt að enginn nemandi hafi hætt í skólanum vegna skómálsins svokallaða. Skýringar ráðherra um kerfisbreytingar séu óskiljanlegar og gagnrýni Ársæls á stjórnvöld hafi legið ákvörðuninni til grundvallar. Innlent 4.12.2025 20:39
Hafi engin afskipti haft af málinu Inga Sæland félagsmálaráðherra segist ekki hafa beitt sér á neinum tímapunkti í máli Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla. Hún hafi hvorki átt í samskiptum við samráðherra sína um málið, né beri hún nokkurn kala til hans. Innlent 4.12.2025 18:57
Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Skólasamfélaginu er verulega brugðið yfir ákvörðun mennta- og barnamálaráðherra um að endurnýja ekki skipun Ársæls Guðmundssonar í embætti skólameistara Borgarholtsskóla. Innlent 4.12.2025 16:54
Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Í ljósi boðaðra umfangsmikillla breytinga á framhaldsskólastiginu taldi mennta- og barnamálaráðuneytið rétt að auglýsa stöðu skólameistara Borgarholtsskóla þannig að umsækjendur gætu metið hvort þeir vilji leiða skólann í gegnum slíkar breytingar. Tekið var fram á fundi með Ársæli Guðmundssyni, skólameistara skólans, að ekkert væri því til fyrirstöðu að hann sækti um stöðuna ef hann kysi svo. Ekki hefur verið tekin nein ákvörðun á þessum tímapunkti um að auglýsa aðrar stöður skólameistara. Innlent 4.12.2025 16:12
Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Lögmaður Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla sendi Guðmundi Inga Kristinssyni, mennta- og barnamálaráðherra, bréf í dag þar sem hann óskaði skýringa á ákvörðun ráðherra um að auglýsa starf hans. Hún beri vott um valdníðslu. Innlent 4.12.2025 15:52
Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Núvirtur ábati Fjarðarheiðarganga milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, sem ríkisstjórnin setti á ís í gær, er í greiningu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri metinn neikvæður upp á 37 milljarða króna. Ábati vegna Fjarðaganga, sem í skýrslunni eru nefnd Mjóafjarðargöng, er metinn neikvæður um 23,5 milljarða króna, það er 13,5 milljörðum króna skárri. Innlent 4.12.2025 15:20
Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Allt ætlaði um koll að keyra á Alþingi í morgun þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu yfir óánægju sinni með að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefði verið tekinn af lista yfir ráðherra sem sitja áttu fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma, einmitt þegar þeir ætluðu að spyrja hann út í embættisfærslur hans í máli skólameistara Borgarholtsskóla. Í ljós kom að ráðherrann liggur á sjúkrahúsi og gat því ekki mætt í þingið. Umræður undir liðnum fundarstjórn forseta héldu þó áfram lengi vel og loks spurði forsætisráðherra forseta Alþingis hvort ekki væri hægt að „stoppa þetta.“ Innlent 4.12.2025 15:19
Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Bæjarráð Hveragerðisbæjar bókaði í morgun yfirlýsingu um gríðarleg vonbrigði yfir nýkynntri samgönguáætlun, þar sem færslu þjóðvegarins, fyrir neðan Hveragerði frá Kömbum að Varmá, hafi verið frestað enn á ný. Innlent 4.12.2025 13:22
Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari Borgarholtsskóla segist ekki vera í nokkrum vafa um það að Inga Sæland formaður Flokks fólksins hafi beitt sér fyrir því að skipunartími hans sem skólastjóra hafi ekki verið framlengdur. Þar hafi munað mestu um símtal frá ráðherra í janúar um týnt skópar barnabarns hennar. Innlent 4.12.2025 11:56
Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu embættisfærslur mennta- og barnamálaráðherra við upphaf þingfundar í morgun og lýstu áhyggjum af því hvernig hann hafi beitt sér í máli skólameistara Borgarholtsskóla. Forseti þingsins benti á að málið varði ekki störf þingsins eða fundarstjórn forseta en upplýsti að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, væri á sjúkrahúsi og geti sökum þessa ekki verið viðstaddur umræður á Alþingi. Hann er ekki sagður alvarlega veikur. Innlent 4.12.2025 10:44
Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Önnur umræða um fjárlög ársins 2026 fer fram í þessari viku. Þótt fjárlögin sjálf séu eitt umfangsmesta stjórnarmál ársins gleymist oft hvernig ferlið virkar og hversu miklu máli nefndarstarfið skiptir þegar kemur að því að móta niðurstöðuna. Skoðun 4.12.2025 07:16
Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir stefnt að því að opna meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholti um áramótin og að ráðuneytið muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að það opni á réttum tíma. Innlent 4.12.2025 06:33
Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ „Inga hringdi í janúar, ég fékk bara símann frá skiptiborðinu, og hún var ekki í neinu jafnvægi; byrjaði strax að hella sér yfir mig, ákaflega reið og bókstaflega öskraði í símann að það væri búið að stela glænýjum Nike-skóm af barnabarninu.“ Innlent 4.12.2025 06:33
Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Karólína Helga Símonardóttir, varaþingmaður Viðreisnar, fagnar auknum framlögum til sjúkraflutninga og heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni í fjárlögum næsta árs. Hún þekkir það af eigin raun að hver og ein mínúta kann að skipta máli þegar kemur að sjúkraflutningum. Innlent 3.12.2025 21:58
Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Ríkisstjórnin er einhuga um að breyta forgangsröðun jarðganga og setja Fljótagöng í fyrsta sæti og hafa þingflokkar stjórnarinnar samþykkt tillöguna. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að Fjarðarheiðargöng hafi ekki verið fjárhagslega forsvaranleg. Innlent 3.12.2025 21:10
Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Þingmanni Sjálfstæðisflokksins er verulega brugðið yfir ákvörðun mennta- og barnamálaráðherra um að leysa skólameistara Borgarholtsskóla frá störfum. Hann segir ákvörðun ráðherra hættulega og einkennast af ógnarstjórn. Innlent 3.12.2025 16:07
Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina einhuga um nýja samgönguáætlun. Ólíkt fyrri ríkisstjórnum ætli þessi að láta verkin tala og ekki boða framkvæmdir sem ekki hafi verið fjármagnaðar. Nýtt innviðafélag marki grunninn að sögulegum tímapunkti fyrir framkvæmdir og fjármögnun slíkra verkefna. Engum sé hyllt Innlent 3.12.2025 13:56
Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Ársæll Guðmundsson lýkur senn störfum sem skólameistari Borgarholtsskóla. Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hefur ákveðið að auglýsa embættið laust til umsóknar. Ársæll segir í tilkynningu til starfsfólks að honum þyki augljóst hvað liggi að baki ákvörðuninni hjá ráðherranum. Aðstoðarmaður ráðherra segir skólameistaranum einungis hafa verið tjáð að starf hans yrði auglýst og það vegna breytinga á framhaldsskólakerfinu. Innlent 3.12.2025 13:52
Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Sveitarstjóri Múlaþings segir nýja samgönguáætlun mikil vonbrigði. Ákvörðun ráðherra um að forgangsraða Fjarðagöng fram yfir Fjarðarheiðagöng sé óskiljanleg og ekki í takti við vilja íbúa á Austurlandi. Innlent 3.12.2025 12:57
Fljótagöng sett í forgang Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027. Innlent 3.12.2025 10:31
Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Ráðherrar í ríkisstjórn munu kynna nýja samgönguáætlun og stofnun innviðafélags til að flýta stærri samgönguframkvæmdum á sérstökum blaðamannafundi sem hefst klukkan 10:30. Innlent 3.12.2025 10:00
Er endurhæfing happdrætti? Reykjalundur er lykilstofnun í endurhæfingu landsmanna og hefur verið rekin án hagnaðarsjónarmiða allt frá stofnun árið 1945 þegar SÍBS keypti land af Reykjabændum í Mosfellssveit til að reka endurhæfingu fyrir berklasjúklinga. Skoðun 3.12.2025 09:00
Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Jónína Brynjólfsdóttir, formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar, forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaþingmaður Framsóknarflokksins, sakar Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra um kjördæmapot. Hún segir hann hafa fært Fljótagöng efst á framkvæmdalista samgönguáætlunar í stað Fjarðarheiðagangna. Hún segir engin rök fyrir slíkri breytingu á samgönguáætlun og kallar eftir svörum frá ráðherra. Ráðherra hefur áður sagt að hann sé ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. Innlent 3.12.2025 08:54
Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Nú er eitt ár liðið frá því að íslensk þjóð kaus sér nýtt fólk til að stýra landinu. Niðurstaðan var hrein stjórnarskipti og við tóku flokkar sem lagt hafa áherslu á að ganga hreint til verka í samhentum takti. Skoðun 3.12.2025 07:31
Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innviðaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið þar sem hann hyggst kynna nýja samgönguáætlun. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis er búinn að taka ómakið að hluta af innviðaráðherra með því að upplýsa í þingskjali hvaða nýjar vegaframkvæmdir fá grænt ljós á næsta ári. Innlent 2.12.2025 21:21
„Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra átti í orðaskaki við Vilhjálm Árnason þingmann Sjálfstæðisflokksins um hækkun á erfðafjárskatti í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Báðir uppskáru hlátur þegar þeir skutu hver að öðrum í svörum sínum. Innlent 2.12.2025 16:54