Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands

Fréttamynd

Stuðningur við Græn­land ó­metan­legur og hvetur Ís­lendinga til að mæta

Formaður Landssamtaka Grænlendinga í Danmörku hvetur Íslendinga og aðra sem búsettir eru í Danmörku til að sýna samstöðu með Grænlendingum í verki með því að mæta á samstöðumótmæli sem skipulögð hafa verið víðsvegar um Danmörku á laugardaginn. Hún segir Grænlendinga þurfa á andlegri fyrstu hjálp að halda í ljósi málflutnings Bandaríkjaforseta um að vilja eignast landið, með einum eða öðrum hætti.

Erlent
Fréttamynd

Vilja geta sett her­lög á eyju norðan Ís­lands

Norsk stjórnvöld hafa vegna óvissu í varnar- og öryggismálum kynnt áform um að lög um herlögreglu verði látin gilda á Jan Mayen. Breytingin þýddi að Norðmenn gætu framfylgt herlögum á þessari nágrannaeyju Íslands.

Erlent
Fréttamynd

Tveir full­trúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru

Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Atlantshafsbandalagsins á Grænlandi. Þeir munu aðstoða við undirbúningar æfingarinnar Arctic Endurance sem hófst í dag og felur í sér verulega aukningu herafla á Grænlandi sem harla óvenjulegt telst að hafi verið hrundið fyrir tilviljun af stað akkúrat í dag.

Innlent
Fréttamynd

Verðandi sendi­herra grínaðist með að Ís­land yrði 52. ríkið

Væntanlegur sendiherra Bandaríkjanna hér á landi og fyrrverandi þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings grínaðist með það við þingmenn í gær að Ísland yrði 52. ríkið og að hann yrði ríkisstjóri. Í þinginu eru nú stíf fundarhöld um fjárlög þar sem menn róa öllum árum að því að koma í veg fyrir aðra lokun ríkisstofnana.

Erlent
Fréttamynd

Trump segir Nielsen í vondum málum

Utanríkisráðherrar Danmerkur, Grænlands og Bandaríkjanna hittast síðdegis í dag ásamt varaforseta Bandaríkjanna til þess að ræða framtíð Grænlands sem Bandaríkjamenn ásælast nú mjög.

Erlent
Fréttamynd

Fundurinn í Washington gæti reynst ör­laga­ríkur

Afdráttarlaus ummæli sem forsætisráðherrar Grænlands og Danmerkur létu falla á sameiginlegum blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag ættu að senda stjórnvöldum í Washington skýr skilaboð um að Grænland sé ekki til sölu, grænlenska þjóðin fáist ekki keypt, og að ríkin standi saman um að standa vörð um landamæri danska konungsríkisins. Á sama tíma þykir blaðamannafundurinn hafa verið til marks um mikilvægi þess að dönsk og grænlensk stjórnvöld komi samstillt til fundarins í Hvíta húsinu á morgun þar sem mikið er í húfi fyrir grænlensku þjóðina.

Erlent
Fréttamynd

„Við veljum Dan­mörku“

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Jens-Frederik Nielsen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, héldu sameiginlegan blaðamannafund síðdegis þar sem afstaða ríkjanna var áréttuð um að Grænland væri ekki til sölu. Jens-Frederik sagði skýrt að ef valið stæði á milli Bandaríkjanna og Danmerkur, þá velji grænlensk stjórnvöld danska konungsríkið, Evrópusambandið og NATO. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra Íslands, mun funda með norrænum kollegum síðar í dag vegna málsins.

Erlent
Fréttamynd

Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio

Lars Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur og Vivian Motzfeldt utanríkisráðherra Grænlands funda með Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna á morgun í Washington D.C og hefur J.D. Vance varaforseti einnig óskað þess að sitja fundinn.

Erlent
Fréttamynd

Þvert nei Græn­lendinga við yfir­töku Banda­ríkjanna

Landsstjórn Grænlands sagði í yfirlýsingu nú síðdegis að grænlenska þjóðin geti með engu móti fallist á að Bandaríkin taki yfir Grænland. Grænland sé hluti af danska konungsríkinu og þannig með aðild að Atlandshafsbandalaginu sem beri að tryggja varnir landsins.

Erlent
Fréttamynd

Danir standi á kross­götum

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir landið standa á krossgötum. Mikið sé í húfi en ef það sé raunverulega þannig að Bandaríkjamenn hyggist snúa baki við bandamönnum sínum með því að hafa í hótunum við annað Atlantshafsbandalagsríki, sé öllu lokið.

Erlent
Fréttamynd

Að óttast að það verði sem orðið er

Sagt hefur verið að það sem við óttumst mest hafi nú þegar gerst. Það má túlka þessa setningu á marga vegu, en þessa dagana hefur hún komið upp í hugann í tengslum við umræðuna um yfirlýst áform ríkisstjórnar Bandaríkjanna um að yfirtaka Grænland.

Skoðun
Fréttamynd

Banda­ríkin áður mun öflugri á Græn­landi

Hernaðarumsvif Bandaríkjamanna á Grænlandi voru gríðarleg á árum kalda stríðsins og voru þar þúsundir hermanna. Eftir að Sovétríkin leystust upp misstu Bandaríkjamenn að mestu áhuga á landinu og kölluðu nánast allt herlið sitt til baka.

Erlent
Fréttamynd

Telur að Evrópa myndi fórna Græn­landi fyrir NATÓ

Bandaríkin hafa burði til að innlima Grænland ætli þau sér það að mati fyrrverandi utanríkisráðherra. Prófessor í stjórnmálafræði tekur undir það og segir ólíklegt að Evrópa muni fórna NATO fyrir Grænland. Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta um Grænland hafi þegar haft það í för með sér að fleiri Íslendingar horfi í átt að Evrópusambandinu.

Erlent
Fréttamynd

Eldur og Amaroq í sviðs­ljósi er­lendra fjöl­miðla

Eldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Amaroq, er áberandi í stórum erlendum fjölmiðlum í dag, en hann hefur meðal annars verið á skjánum í sjónvarpsviðtölum hjá Bloomberg og CNBC. Hann segir að umræðan um Grænland hafi haft jákvæð áhrif á fyrirtækið en segja má að ákveðin stigmögnun hafi orðið í umræðunni um vilja Trump-stjórnarinnar um að eignast Grænland í vikunni. Amaroq er stærsta námufyrirtækið með starfsemi á Grænlandi þar sem það grefur bæði eftir gulli og öðrum fágætum málmum, sem stundum eru kallaðir þjóðaröryggismálmar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Trump sé til­búinn að ganga „eins langt og nauð­syn­legt er“ gagn­vart Græn­landi

Áfram halda ráðamenn í Washington að ítreka ósk sína um að eignast Grænland. Nú síðast JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sem fór nokkuð hörðum orðum um Danmörku í viðtali við Fox News í nótt. Líkt og Trump-stjórnin hefur gert áður gagnrýnir Vance Dani fyrir að hafa staðið illa að vörnum Grænlands undanfarin ár. Vance segir Trump vera tilbúinn til að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ til að tryggja hagsmuni Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Plötuverslun snið­gengur Björk og tekur tón­list hennar úr hillum

Frá og með deginum í dag verður ekki lengur hægt að kaupa tónlist íslensku tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur í plötuverslun nokkurri í Óðinsvéum í Danmörku. Ástæðan er sú að eigendur verslunarinnar hafa tekið plötur hennar úr hillum vegna ummæla sem söngkonan lét falla um Grænland og Danmörku á samfélagsmiðlum á dögunum. Ekki verður heldur hægt að kaupa tónlist Bjarkar í gegnum vefverslun fyrirtækisins.

Lífið
Fréttamynd

„Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um að ríki NATO kæmu Bandaríkjunum til aðstoðar ef Bandaríkjamenn þyrftu nauðsynlega á bandamönnum sínum að halda. Þá segir hann að hvorki Rússar né Kínverjar myndu óttast Atlantshafsbandalagið, ef ekki væri fyrir Bandaríkin.

Erlent
Fréttamynd

Vill senda danska her­menn til Græn­lands

Fyrrverandi ráðherra í dönsku ríkisstjórninni vill senda hermenn til Grænlands til að senda Bandaríkjastjórn skilaboð. Ekkert lát er á ásælni bandarískra ráðamanna í danska yfirráðasvæðið í opinberum yfirlýsingum þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Trumpaður heimur II: Þegar orð­ræða verður að veru­leika

Trump hefur mótað heim þar sem sannfæring vegur þyngra en sannprófun og ímynd gengur fyrir innviðum. Slíkur heimur getur haldið velli lengi, svo framarlega sem trúverðugleikinn helst óskoraður. En þegar ethos brestur — þegar frásögnin hættir að virka og raunveruleikinn verður óumflýjanlegur — verður hrunið skyndilegt og ófyrirsjáanlegt.

Umræðan
Fréttamynd

Óska eftir fundi með Rubio

Utanríkismálanefnd Danmerkur hélt afar leynilegan fund í kvöld um samskipti landsins við Bandaríkin. Lars Lokke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur hefur óskað eftir fundi með utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Erlent