Lögreglumál

Fréttamynd

Kastaði flösku í höfuð manns

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um hávaða og ónæði í öllum hverfum. Alls var farið í ellefu slík útköll og níu sinnum fóru lögregluþjónar að huga að fólki sökum ölvunarástands. Fimm voru vistaðir á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Sá sem var stunginn er sextán ára gamall Íslendingur

Þrír unglingspiltar eru í haldi lögreglu eftir að hafa stungið þann fjórða í bakið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um alvarlega árás að ræða og var blæðingin veruleg. Fórnarlambið, sextán ára gamall Íslendingur, fór á gjörgæslu og svo á Barnaspítala Hringsins í nótt, en hefur verið útskrifaður.

Innlent
Fréttamynd

Þrír í haldi vegna hnífstungu

Þrír Íslendingar eru í haldi eftir að maður var stunginn í bakið með hníf nálægt Ingólfstorgi í miðbæ Reykjavíkur í gær. Eftir árásina upphófst leit lögreglu að sakamönnunum og bar hún árangur í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Nokkrum fjölskyldum vísað frá í gær

Nokkrum erlendum fjölskyldum var vísað frá gönguleiðinni að eldgosasvæðinu í Meradölum í gær. Var það gert vegna ungs aldurs barna. Eftirlit er sagt hafa gengið vel en gangan mun hafa reynst mörgum erfið í nótt og þurftu margir aðstoð við að komast niður af fjallinu.

Innlent
Fréttamynd

Leita manns eftir hnífstungu í miðbænum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar manns sem stakk annan mann í bakið í miðbænum í nótt. Maðurinn flúði eftir hnífstunguna og stendur leit yfir. Sá sem var stunginn var fluttur á sjúkrahús og var hann þá með meðvitund.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er í engum vafa um að ég braut engin lög“

Ritstjóri Kjarnans segir yfirheyrslu yfir sér, sem fram fór í gær, fyrst og fremst hafa snúist um störf fjölmiðla og heimildamenn í tengslum við Samherjamálið. Ekki hafi verið spurt um meinta dreifingu á kynferðislegu efni, sem rannsóknin var áður sögð snúast um.

Innlent
Fréttamynd

Komust á brott með fokdýrar merkjavörur

Bíræfnir innbrotsþjófar brutust inn í verslunina Attikk á Laugavegi í morgun. Framkvæmdastjórinn telur þjófana hafa stolið varningi, sem er í eigu þriðju aðila, að andvirði einnar milljónar króna.

Innlent
Fréttamynd

Lögðu hald á tugi kílóa af fíkni­efnum

Lögreglan lagði hald á tugi kílóa af fíkniefnum í aðgerðum sínum sem greint var frá á föstudaginn í síðustu viku. Fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Sjósunds­maðurinn fannst látinn

Sjósundsmaður sem leitað var að út fyrir Langasandi við Akranes í gær fannst látinn. Þetta staðfestir lögreglan á Vesturlandi en maðurinn hafði verið ásamt öðrum við sjósund. Leit hófst eftir að hann skilaði sér ekki í land. 

Innlent
Fréttamynd

Heimilt að sekta fólk sem ekki virðir lokanir á gos­stöðvum

Lögreglan á Suðurnesjum hefur heimildir til að sekta fólk sem virðir ekki lokanir lögreglu við gosstöðvarnar í Meradölum. Það er þó ekki til skoðunar sem stendur. Svæðið er lokað öllum í dag, vegna veðurs, og verður framvegis alfarið lokað börnum yngri en tólf ára.

Innlent
Fréttamynd

Eldgosið bannað börnum yngri en tólf ára

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að meina börnum yngri en tólf ára aðgangi að eldgosinu í Meradölum. Öflugri gæsla verður á svæðinu í dag en í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ungi öku­­maðurinn hafi fengið gott til­­­tal

Þrettán ára gamall ökumaður var stöðvaður af lögreglu í Hafnarfirði laust eftir klukkan fjögur í nótt. Lögregla segir óalgengt að svo ungir ökumenn séu stöðvaðir af lögreglu en Barnavernd var gert viðvart um málið og það leyst með aðkomu foreldra.

Innlent