Lögreglumál

Fréttamynd

Var ekki í síbrotagæslu þrátt fyrir langan sakaferil og mörg nýleg brot

Verjandi manns sem var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur í gær segir að skjólstæðingur sinn hafi tekið ákvörðun um næstu skref en vilji ekki gefa upp hver hún sé á þessari stundu. Þá hefur ekki komið fram hvort ríkissaksóknari hyggst áfrýja málinu til Landsréttar eður ei.  

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn var stór­hættu­legur og kerfið brást

Kona sem varð fyrir stórhættulegri hnífstunguárás að tilefnislausu á heimili sínu síðasta sumar af hálfu síbrotamanns telur kerfið hafa brugðist. Maðurinn hafi fengið að ganga laus þrátt fyrir að hafa stuttu áður framið alvarlega líkamsárás, frelsissviptingu og fjölda annarra brota. Hann var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir brotin í Héraðsdómi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á gangandi vegfarendur í Reykjanesbæ

Ekið var á gangandi vegfarendur í Reykjanesbæ laust fyrir hádegi í dag. Tveir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi til aðhlynningar, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum.

Innlent
Fréttamynd

Manndrápsmál fellt niður vegna andláts ákærða

Manndrápsmál á hendur karlmanni um þrítugt sem ákærður var fyrir að myrða móður sína og stinga sambýlismann hennar í Hafnarfirði í apríl í fyrra verður formlega fellt niður í Héraðsdómi Reykjaness á næstunni. Ástæðan er sú að ákærði er látinn.

Innlent
Fréttamynd

Þremur bifhjólum stolið í Vesturbænum

Laust fyrir klukkan hálfellefu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að þremur bifhjólum hefði verið stolið í Vesturbæ Reykjavíkur, allt frá sama heimilinu.

Innlent
Fréttamynd

Vöknuðu við mikinn hvell og glerbrot um öll gólf

Haukur Már Haraldsson, íbúi í Víkurhverfi í Grafarvogi og eiginkona hans, vöknuðu upp af værum svefni í nótt við mikinn hvell. Einhver hafði kastað grjóthnullungi í gegn um rúðuna í stofuglugganum á íbúð þeirra sem er á annarri hæð.

Innlent
Fréttamynd

Mikið um ónæði vegna flugeldasprenginga

Lögregla sinnti alls 84 verkefnum á klukkutímunum tólf á milli klukkan sautján síðdegis í gær þangað til klukkan fimm í nótt. Þar af voru 25 útköll vegna tilkynninga um hávaða og ónæði vegna flugeldasprenginga á öllu höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að brjótast inn hjá Gil­bert úr­smið

Tilraun var gerð til að brjótast inn í verslun Gilberts úrsmiðs á Laugaveginum á mánudagsmorgunn. Þjófnum gekk ekki betur en svo að hann náði að brjóta rúðuna, sem er skotheld, að hluta áður en þjófavarnakerfið fór í gang og hrakti hann á brott.

Innlent
Fréttamynd

Skotglaðir trufluðu í öllum hverfum

Mjög bar á tilkynningum um hávaða eða ónæði vegna flugeldasprenginga í öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og í nótt, að því er segir í dagbók lögreglu. Hið sama var uppi á teningnum í fyrrinótt.

Innlent
Fréttamynd

Vistaður í fanga­geymslu eftir líkams­á­rás

Líkamsárás átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur á níunda tímanum í gær. Einn var handtekinn grunaður um líkamsárás og hótanir og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Sá sem varð fyrir árásinni fór á bráðadeild til aðhlynningar, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki vitað um áverka.

Innlent
Fréttamynd

Flug­eldum fyrir þrjár milljónir stolið

Brotist var inn í flugeldagám fyrir utan Kiwanishúsið í Þorlákshöfn um hátíðirnar og flugeldum að andvirði þriggja milljóna króna var stolið. Frá þessu greinir björgunarsveitin Mannbjörg á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Leituðu að kaja­kræðara en fundu bara hvali

Lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir á Akureyri leituðu í meira en tvær klukkustundir að kajakræðara sem talið var að hefði lent í vandræðum í sjónum milli Akureyrar og Svalbarðsstrandar í dag. Talið er að um missýn hafi verið að ræða, þar sem mikið var um hvali á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Missti stjórn á bifreið og ók á hús

Klukkan hálf tvö í nótt barst lögreglu tilkynning um umferðaróhapp í miðbæ Reykjavíkur. Þar hafði ökumaður misst stjórn á bifreið sinni og ók á hús með þeim afleiðingum að bifreiðin skemmdist.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni biðst afsökunar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu á Facebook, eftir að greint var frá því að lögregla hefði leyst upp fjölmennt samkvæmi sem hann og eiginkona hans voru viðstödd.

Innlent