Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Rafn Ágúst Ragnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. janúar 2025 20:02 Sigurður G. Guðjónsson er lögmaður Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri. Vísir/Einar Lögregla var kölluð til vegna mótmælafundar Eflingar í Kringlunni í dag. Mótmælin beindust að einum veitingastað. Lögmaður samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir mótmælin ólögmæt. Möguleg bótaskylda Eflingar sé til skoðunar. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, segir að telji Efling sig fara með umboð starfsfólks sem er ekki á samningi Eflingar verði að láta á það reyna fyrir dómstólum. „En það verður ekki leyst úr deilum með því að standa hrópandi fyrir utan veitingastaði og reyna að fæla fólk frá viðskiptum,“ segir hann. Lögregla kölluð til Forsvarsmenn Eflingar stóðu að mótmælunum við inngang Finnsson Bistro í dag og var það vegna tengsla staðarins við félagið Virðingu sem Efling segir gervistéttarfélag. Lögregla var kölluð til og lauk mótmælafundinum skömmu síðar. SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sem hafa staðið í deilum við Eflingu vegna Virðingar, sendu frá sér tilkynningu vegna mótmælanna eftir að þau voru yfirstaðin. Þar segir að kalla hafi þurft til lögreglu þar sem fulltrúar Eflingar hafi truflað ró gesta og starfsemi staðarins. Framkoma Eflingar er í senn hörmuð og fordæmd í tilkynningunni. Sigurður segir friðarskyldu á meðan kjarasamningar eru í gildi og því þurfi Efling að bera ágreininginn undir dómstóla eins og aðrir. Aðspurður segir hann ástæðuna fyrir því að Efling hafi ekki farið þá leið vera einfalda. „Vegna þess að formaður Eflingar er afskaplega baráttuglaður einstaklingur sem hefur gaman af að ferðast með gjallarhorn í gulu vesti og hrópa.“ Bótaskylda skoðuð Sigurður segir mögulega bótaskyldu Eflingar vera til skoðunar. „Veitingamenn komu ekkert að stofnun Virðingar og eiga enga aðild að því. Þessi málflutningur formanns Eflingar og annarra starfsmanna Eflingar sem hafa tjáð sig um SVEIT og Virðingu í fjölmiðlum, sagt einstaklinga vera að ljúga og svíkja, það er málflutningur sem er ekki svara verður,“ segir hann. „Við ræddum það auðvitað að þegar okkur fóru að berast spurnir af því að Efling ætlaði að standa fyrir truflun á starfsemi lögmætra félaga að þá þyrfti auðvitað að skoða það hvort einstaka veitingamenn eða þeir staðir sem yrðu fyrir truflunum ættu rétt á bótum úr hendi þessa fólks,“ segir Sigurður. Hann segir engar aðgerðir standa til að svo stöddu en að ef hægt verði að sýna fram á tjón eða fá viðurkenningu fyrir bótaskyldu verði það skoðað. Kjaramál Kringlan Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, segir að telji Efling sig fara með umboð starfsfólks sem er ekki á samningi Eflingar verði að láta á það reyna fyrir dómstólum. „En það verður ekki leyst úr deilum með því að standa hrópandi fyrir utan veitingastaði og reyna að fæla fólk frá viðskiptum,“ segir hann. Lögregla kölluð til Forsvarsmenn Eflingar stóðu að mótmælunum við inngang Finnsson Bistro í dag og var það vegna tengsla staðarins við félagið Virðingu sem Efling segir gervistéttarfélag. Lögregla var kölluð til og lauk mótmælafundinum skömmu síðar. SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sem hafa staðið í deilum við Eflingu vegna Virðingar, sendu frá sér tilkynningu vegna mótmælanna eftir að þau voru yfirstaðin. Þar segir að kalla hafi þurft til lögreglu þar sem fulltrúar Eflingar hafi truflað ró gesta og starfsemi staðarins. Framkoma Eflingar er í senn hörmuð og fordæmd í tilkynningunni. Sigurður segir friðarskyldu á meðan kjarasamningar eru í gildi og því þurfi Efling að bera ágreininginn undir dómstóla eins og aðrir. Aðspurður segir hann ástæðuna fyrir því að Efling hafi ekki farið þá leið vera einfalda. „Vegna þess að formaður Eflingar er afskaplega baráttuglaður einstaklingur sem hefur gaman af að ferðast með gjallarhorn í gulu vesti og hrópa.“ Bótaskylda skoðuð Sigurður segir mögulega bótaskyldu Eflingar vera til skoðunar. „Veitingamenn komu ekkert að stofnun Virðingar og eiga enga aðild að því. Þessi málflutningur formanns Eflingar og annarra starfsmanna Eflingar sem hafa tjáð sig um SVEIT og Virðingu í fjölmiðlum, sagt einstaklinga vera að ljúga og svíkja, það er málflutningur sem er ekki svara verður,“ segir hann. „Við ræddum það auðvitað að þegar okkur fóru að berast spurnir af því að Efling ætlaði að standa fyrir truflun á starfsemi lögmætra félaga að þá þyrfti auðvitað að skoða það hvort einstaka veitingamenn eða þeir staðir sem yrðu fyrir truflunum ættu rétt á bótum úr hendi þessa fólks,“ segir Sigurður. Hann segir engar aðgerðir standa til að svo stöddu en að ef hægt verði að sýna fram á tjón eða fá viðurkenningu fyrir bótaskyldu verði það skoðað.
Kjaramál Kringlan Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira