Lögreglumál

Fréttamynd

Veittist að fólki með hníf í mið­borginni

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í gærkvöldi eftir að tilkynnt var um mann sem var að veitast að fólki með hníf í miðborg Reykjarvíkur. Við rannsókn á málinu reyndist enginn alvarlega slasaður.

Innlent
Fréttamynd

Pétur Jökull á­kærður í stóra kókaínmálinu

Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Pétri Jökli Jónassyni fyrir aðild að innflutningi á nærri hundrað kílóum af kókaíni til landsins fyrir tveimur árum síðan. Fjórir hafa þegar verið dæmdir í þessu svokallaða stóra kókaínmáli sem er stærsta kókaínmál Íslandssögunnar.

Innlent
Fréttamynd

Mikill við­búnaður vegna bráðra veikinda

Mikill viðbúnaður var við Vesturlandsveg skammt frá Kjalarnesi fyrir stundu. Veginum var lokað í báðar áttir og langar bílaraðir mynduðust. Sjúkrabílar og lögreglulið voru á staðnum auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til.

Innlent
Fréttamynd

Slags­mála­hundar af­þökkuðu að­stoð lög­reglu

Þegar klukkan var hálffimm í nótt var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um slagsmál í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögregluna bar að garði voru allir þeir sem áttu hlut í máli að ganga á brott og enginn virtist slasaður eftir áflogin.

Innlent
Fréttamynd

Fara fram á far­bann

Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa yfirgefið mann í sjávarháska við Garðskagavita í gærnótt verða leiddir fyrir dómara í hádeginu. Lögreglan á Suðurnesjum fer fram á að mennirnir verði úrskurðaðir í farbann, en ekki gæsluvarðhald. Rannsókn málsins er tvíþætt, annarsvegar á tildrögum slyssins og þess sem gerðist eftir á.

Innlent
Fréttamynd

Skip­stjórinn gistir fanga­geymslur á­samt stýri­manni

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir málsatvik úti fyrir Garðskagavita í nótt að skýrast. Skipstjóri og stýrimaður muni dvelja í fangelsi til morguns hið minnsta. Þeir voru um borð í fraktskipi sem sigldi á fiskibát með þeim afleiðingum að sjómaður lenti í lífsháska.

Innlent
Fréttamynd

Tóku niður ís­lenska svikasíðu með FBI

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð á dögunum þar sem tekin var niður vefsíða, breachforums.is, sem var meðal annars notuð til að selja stolin gögn úr innbrotum í tölvukerfi.

Innlent
Fréttamynd

Vænsti maður og harð­duglegur

Íbúar í Reykholti og Laugarási bera eldri karlmanni sem hefur starfað og búið þar í lengri tíma ákaflega vel söguna. Þar fari harðduglegur vænsti maður sem fólk skilur ekki að einhver hafi viljað gera mein. Fjögur eru í gæsluvarðhaldi grunuð um frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun.

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn ríkis­borgari Möltu

Maðurinn sem grunur er um að hafi verið frelsissviptur í heimahúsi í Reykholti í Bláskógabyggð er með maltneskt ríkisfang. Fjögur eru í haldi vegna málsins, grunuð um frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun. 

Innlent
Fréttamynd

Veit ekki hvort hann fái svar áður en spurningin verði úr­elt

„Við höfum fengið svör en engin viðbrögð,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður Blessing Uzoma Newton sem flytja á úr landi í dag. Samkvæmt læknisvottorði er hún ekki ferðafær vegna mjög slæmrar heilsu. Helgi hefur óskað eftir því að brottvísuninni verði frestað vegna þess og fengið svör um að beiðni hans hafi verið móttekin.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fé­lagið í á­falli vegna málsins

Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir samfélagið í áfalli vegna meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í heimahúsi í Reykholti. Gerendur eru sagðir tengjast fjölskylduböndum.

Innlent