Samgöngur

Fréttamynd

Þýtur um á raf­hlaupa­hjóli fram­hjá um­ferðar­teppunni

Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis.

Innlent
Fréttamynd

Oddvitinn í borginni sagður úti í horni

Allir bæjarstjórar sem koma að samgöngusamningi ríkisins og sveitarfélaga eru Sjálfstæðismenn nema borgarstjóri. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýnir áformin. Enn er ekki ljóst hvernig 60 milljarða sem vantar upp á fjármögnun verður aflað.

Innlent
Fréttamynd

Vilja umbuna fyrir samflot í umferðinni

Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja umbuna þeim sem sameinast í bíla í borginni. Þeir hyggjast leggja fram tillögu í borgarstjórn á morgun sem miðar að því að ívilna þeim sem eru þrjú eða fleiri í bíl

Innlent
Fréttamynd

Skoða Gautaborgarmódelið við útfærslu veggjalda

Greiða gæti þurft hátt í níu þúsund krónur á mánuði fyrir einn fjölskyldubíll, verði farið eftir Gautaborgarmódelinu svokallaða, þegar kemur að innheimtu veggjalda til að fjármagna nýsamþykkta samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta segir samgönguráðherra sem leggur þó áherslu á að önnur gjaldtaka á ökutæki myndi lækka á móti.

Innlent
Fréttamynd

„Útfærslan skiptir öllu máli“

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að það sé jákvætt að ríkið komi betur til móts við höfuðborgarsvæðið í hinum svokallaða samgöngupakka sem var undirritaður í gær en hann gagnrýnir samráðsleysi og segir útfærsluna skipta öllu máli.

Innlent
Fréttamynd

120 milljarðar í sam­göngu­fram­kvæmdir á höfuð­borgar­svæðinu næstu 15 árin

Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu.

Innlent
Fréttamynd

Laugavegurinn áfram göngugata í vetur

Tillaga að fyrsta áfanga að nýju deiliskipulagi fyrir Laugaveginn sem göngugötu, var samþykkt í auglýsingu í skipulags- og samgönguráði og fer hún fyrir borgarráð á morgun, 26. september.

Innlent
Fréttamynd

Samþykkt að lækka hámarkshraða í Laugardalnum

Samgöngu- og skipulagsráð samþykkti á fundi sínum í dag að lækka hámarkshraða á Reykjavegi og Sundlaugarvegi. Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og íbúi í hverfinu, greinir frá þessu í Facebook-hópnum Laugarneshverfi.

Innlent
Fréttamynd

Helstu hjólastígarnir fá nöfn

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag að lykilstígar í hjólastígakerfi borgarinnar fá nöfn. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, greinir frá þessu.

Innlent
Fréttamynd

Saksóknarar á hlaupahjólum

Undanfarið hafa starfsmenn embættis héraðssaksóknara sést skjótast á milli staða í miðbænum á forláta rafmagnshlaupahjólum.

Innlent
Fréttamynd

Greiðum leiðina fyrir stúdenta

Ungt fólk er stór hópur þeirra sem nýta sér almenningssamgöngur og eru stúdentar þar á meðal. Mikil tækifæri felast í því að bæta þennan samgöngumáta, svo að fólk sjái hag sinn í því að nota hann. Almenningssamgöngur eru klárlega framtíðin en þær þurfa að bæði að vera aðlaðandi og raunhæfur kostur. Til þess þurfa þær að vera ódýrar, aðgengilegar og spara fólki tíma.

Skoðun
Fréttamynd

„Öfgar og sýndarmennska munu aldrei þoka okkur í rétta átt“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga ef marka má nýja færslu hans á Facebook í dag, og dagskráin er þétt skipuð í dag. Hann segir að þrátt fyrir að bíllausi dagurinn sé í dag muni einhverjir sjá hann á bíl, enda sé vandkvæðum bundið að komast með fjölskylduna á þá viðburði sem þarf að sækja hér og þar.

Innlent