Brexit Hætta rannsókn á fjármálum Brexit-sinna Lögreglan í London taldi ekki ástæðu til að halda rannsókn áfram þrátt fyrir að skýrt væri að kosningalög hafi tæknilega verið brotin. Erlent 13.9.2019 16:59 Johnson varaður við að hunsa lög um útgönguna úr ESB Fráfarandi þingforseti segir að þingið ætti að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin brjóti lög, jafnvel þó að það þurfi að brjóta eigin reglur og þingsköp. Erlent 13.9.2019 11:39 Johnson neitar því að hafa logið að drottningunni Forsætisráðherra Bretlands segir að hæstiréttur Bretlands hafi lokaorðið um hvort ákvörðun hans um að fresta þingi hafi verið lögleg. Erlent 12.9.2019 12:38 Svört skýrsla um áhrif Brexit án samnings ekki lengur leyndarmál Fari svo að Bretar gangi út Evrópusambandinu án samnings eins og stefnir í þann 31. október næstkomandi gæti matarverð hækkað, eldsneyti orðið dýrara og skortur á lyfjum gæti orðið viðvarandi um tíma. Erlent 12.9.2019 07:02 Áfangasigri gegn Johnson fagnað Breska stjórnarandstaðan fagnar ákaflega niðurstöðu æðsta dómstóls Skotlands. Dómari úrskurðaði ákvörðun ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum ólöglega í dag. Erlent 11.9.2019 16:21 Skoskur dómstóll telur frestun þingfunda ólöglega Úrskurðurinn hefur ekki áhrif á frestunina strax. Hæstiréttur tekur málið fyrir í næstu viku. Erlent 11.9.2019 10:18 Bretar breyta reglum um alþjóðlega stúdenta Bretar hafa ákveðið að breyta reglum hvað varðar alþjóðlega stúdenta í Bretlandi og framtíð þeirra eftir Brexit. Erlent 11.9.2019 07:18 Felldu tillögu um þingkosningar Breska þinginu var frestað í nótt undir miklum mótmælum frá þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Erlent 10.9.2019 06:57 Þingfundum verður frestað og útlit fyrir að kosningum verði hafnað Útlit er fyrir að breska þingið hafni í kvöld tillögu Boris Johnson forsætisráðherra um að boða til kosninga. Þingfundum verður frestað í kvöld og kemur þing ekki aftur saman fyrr en í október. Erlent 9.9.2019 17:57 Litríkur þingforseti leggur hempuna á hilluna Tilþrif Johns Bercow úr stóli þingforseta á breska þinginu hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana Erlent 9.9.2019 16:07 Boris reynir aftur að fá þingheim til að samþykkja kosningar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, ætlar að reyna aftur í dag að fá þingheim til að samþykkja kosningar í landinu en til þess þarf hann aukinn meirihluta í þinginu. Erlent 9.9.2019 07:19 Segir Frakka ekki tilbúna að fresta útgöngu Breta að svo stöddu Að óbreyttu mun Bretland yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, hvort sem nýtt samkomulag næst eður ei. Erlent 8.9.2019 10:54 Sigmundur tjáði sig aftur um Brexit í breskum fjölmiðlum: Hrósar Boris fyrir framgöngu sína Sigmundur tjáði sig um útgöngu Breta úr ESB í breska miðlinum The Spectator á dögunum. Innlent 7.9.2019 22:25 Breskur ráðherra hættir í ríkisstjórninni og Íhaldsflokknum Ástæðuna segir hún vera að dyggir hófsamir íhaldsmenn hafi verið reknir úr flokknum. Erlent 7.9.2019 20:43 Herkænska eða hrunadans Johnsons Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráðabrugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann. Erlent 7.9.2019 02:02 Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Breska stjórnarandstaðan ætlar ekki að styðja tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að boða til kosninga. Erlent 6.9.2019 16:21 Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. Erlent 6.9.2019 12:06 Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. Erlent 5.9.2019 18:01 Bróðir Borisar segir af sér Breski Íhaldsmaðurinn Jo Johnson hefur tilkynnt um afsögn sína sem þingmaður og ráðherra. Erlent 5.9.2019 11:06 Felldu frumvarp Johnson um að boða til kosninga Boris Johnson beið sinn annan stóra ósigur á einu kvöldi í þinginu. Erlent 4.9.2019 20:40 Segir Brexit hafa áhrif á fækkun erlendra ferðamanna til landsins Fækkunin er mest meðal þriggja þjóðerna. Það eru Bandaríkjamenn, Bretar og Kanadamenn. Innlent 4.9.2019 17:04 Frestun Brexit samþykkt með ákvæði um útgöngusamning May Boris Johnson forsætisráðherra beið annan ósigur á breska þinginu í kvöld. Erlent 4.9.2019 19:05 Samþykktu að fresta Brexit í fyrstu atkvæðagreiðslu Frumvarpið sem breska þingið samþykkti í dag myndi knýja Boris Johnson til að fresta útgöngunni úr Evrópusambandinu. Erlent 4.9.2019 17:34 Frestun þingfunda í Bretlandi dæmd lögleg Skoskur dómstóll segir þá ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að fresta þingfundum í september og þar til skömmu áður en Bretland gengur úr Evrópusambandinu (Brexit) í lok október, vera lögmæta. Erlent 4.9.2019 10:03 „Getur einhver fært leiðtoga neðri deildar þingsins kodda?“ Hasarinn var mikill á breska þinginu í gær og um tíma beindist athyglin um tíma sérstaklega að leiðtoga neðri deildar þingsins þar sem hann hafði lagst á þingbekkinn í miðjum umræðum. Erlent 4.9.2019 09:46 Uppreisnarmenn reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins Barnabarn Winstons Churchill og nokkrir fyrrverandi ráðherrar Íhaldsflokksins verða reknir úr þingflokknum fyrir að greiða atkvæði gegn forsætisráðherranum. Erlent 3.9.2019 23:01 Andstæðingar Brexit fá að bera fram frumvarp sitt Frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings verður lagt fram á morgun. Erlent 3.9.2019 21:00 Erfið staða fyrir Johnson Ríkisstjórn Boris Johnson á Bretlandi hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að þingmaður Íhaldsflokksins gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Þingforseti samþykkti að hefja neyðarumræður um útgönguna úr Evrópusambandinu. Erlent 3.9.2019 18:16 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Erlent 3.9.2019 16:53 Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. Erlent 3.9.2019 15:06 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 35 ›
Hætta rannsókn á fjármálum Brexit-sinna Lögreglan í London taldi ekki ástæðu til að halda rannsókn áfram þrátt fyrir að skýrt væri að kosningalög hafi tæknilega verið brotin. Erlent 13.9.2019 16:59
Johnson varaður við að hunsa lög um útgönguna úr ESB Fráfarandi þingforseti segir að þingið ætti að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin brjóti lög, jafnvel þó að það þurfi að brjóta eigin reglur og þingsköp. Erlent 13.9.2019 11:39
Johnson neitar því að hafa logið að drottningunni Forsætisráðherra Bretlands segir að hæstiréttur Bretlands hafi lokaorðið um hvort ákvörðun hans um að fresta þingi hafi verið lögleg. Erlent 12.9.2019 12:38
Svört skýrsla um áhrif Brexit án samnings ekki lengur leyndarmál Fari svo að Bretar gangi út Evrópusambandinu án samnings eins og stefnir í þann 31. október næstkomandi gæti matarverð hækkað, eldsneyti orðið dýrara og skortur á lyfjum gæti orðið viðvarandi um tíma. Erlent 12.9.2019 07:02
Áfangasigri gegn Johnson fagnað Breska stjórnarandstaðan fagnar ákaflega niðurstöðu æðsta dómstóls Skotlands. Dómari úrskurðaði ákvörðun ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum ólöglega í dag. Erlent 11.9.2019 16:21
Skoskur dómstóll telur frestun þingfunda ólöglega Úrskurðurinn hefur ekki áhrif á frestunina strax. Hæstiréttur tekur málið fyrir í næstu viku. Erlent 11.9.2019 10:18
Bretar breyta reglum um alþjóðlega stúdenta Bretar hafa ákveðið að breyta reglum hvað varðar alþjóðlega stúdenta í Bretlandi og framtíð þeirra eftir Brexit. Erlent 11.9.2019 07:18
Felldu tillögu um þingkosningar Breska þinginu var frestað í nótt undir miklum mótmælum frá þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Erlent 10.9.2019 06:57
Þingfundum verður frestað og útlit fyrir að kosningum verði hafnað Útlit er fyrir að breska þingið hafni í kvöld tillögu Boris Johnson forsætisráðherra um að boða til kosninga. Þingfundum verður frestað í kvöld og kemur þing ekki aftur saman fyrr en í október. Erlent 9.9.2019 17:57
Litríkur þingforseti leggur hempuna á hilluna Tilþrif Johns Bercow úr stóli þingforseta á breska þinginu hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana Erlent 9.9.2019 16:07
Boris reynir aftur að fá þingheim til að samþykkja kosningar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, ætlar að reyna aftur í dag að fá þingheim til að samþykkja kosningar í landinu en til þess þarf hann aukinn meirihluta í þinginu. Erlent 9.9.2019 07:19
Segir Frakka ekki tilbúna að fresta útgöngu Breta að svo stöddu Að óbreyttu mun Bretland yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, hvort sem nýtt samkomulag næst eður ei. Erlent 8.9.2019 10:54
Sigmundur tjáði sig aftur um Brexit í breskum fjölmiðlum: Hrósar Boris fyrir framgöngu sína Sigmundur tjáði sig um útgöngu Breta úr ESB í breska miðlinum The Spectator á dögunum. Innlent 7.9.2019 22:25
Breskur ráðherra hættir í ríkisstjórninni og Íhaldsflokknum Ástæðuna segir hún vera að dyggir hófsamir íhaldsmenn hafi verið reknir úr flokknum. Erlent 7.9.2019 20:43
Herkænska eða hrunadans Johnsons Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráðabrugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann. Erlent 7.9.2019 02:02
Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Breska stjórnarandstaðan ætlar ekki að styðja tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að boða til kosninga. Erlent 6.9.2019 16:21
Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. Erlent 6.9.2019 12:06
Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. Erlent 5.9.2019 18:01
Bróðir Borisar segir af sér Breski Íhaldsmaðurinn Jo Johnson hefur tilkynnt um afsögn sína sem þingmaður og ráðherra. Erlent 5.9.2019 11:06
Felldu frumvarp Johnson um að boða til kosninga Boris Johnson beið sinn annan stóra ósigur á einu kvöldi í þinginu. Erlent 4.9.2019 20:40
Segir Brexit hafa áhrif á fækkun erlendra ferðamanna til landsins Fækkunin er mest meðal þriggja þjóðerna. Það eru Bandaríkjamenn, Bretar og Kanadamenn. Innlent 4.9.2019 17:04
Frestun Brexit samþykkt með ákvæði um útgöngusamning May Boris Johnson forsætisráðherra beið annan ósigur á breska þinginu í kvöld. Erlent 4.9.2019 19:05
Samþykktu að fresta Brexit í fyrstu atkvæðagreiðslu Frumvarpið sem breska þingið samþykkti í dag myndi knýja Boris Johnson til að fresta útgöngunni úr Evrópusambandinu. Erlent 4.9.2019 17:34
Frestun þingfunda í Bretlandi dæmd lögleg Skoskur dómstóll segir þá ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að fresta þingfundum í september og þar til skömmu áður en Bretland gengur úr Evrópusambandinu (Brexit) í lok október, vera lögmæta. Erlent 4.9.2019 10:03
„Getur einhver fært leiðtoga neðri deildar þingsins kodda?“ Hasarinn var mikill á breska þinginu í gær og um tíma beindist athyglin um tíma sérstaklega að leiðtoga neðri deildar þingsins þar sem hann hafði lagst á þingbekkinn í miðjum umræðum. Erlent 4.9.2019 09:46
Uppreisnarmenn reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins Barnabarn Winstons Churchill og nokkrir fyrrverandi ráðherrar Íhaldsflokksins verða reknir úr þingflokknum fyrir að greiða atkvæði gegn forsætisráðherranum. Erlent 3.9.2019 23:01
Andstæðingar Brexit fá að bera fram frumvarp sitt Frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings verður lagt fram á morgun. Erlent 3.9.2019 21:00
Erfið staða fyrir Johnson Ríkisstjórn Boris Johnson á Bretlandi hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að þingmaður Íhaldsflokksins gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Þingforseti samþykkti að hefja neyðarumræður um útgönguna úr Evrópusambandinu. Erlent 3.9.2019 18:16
Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Erlent 3.9.2019 16:53
Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. Erlent 3.9.2019 15:06
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent