Sigmundur tjáði sig aftur um Brexit í breskum fjölmiðlum: Hrósar Boris fyrir framgöngu sína Eiður Þór Árnason skrifar 7. september 2019 22:25 Sigmundur tjáði sig um útgöngu Breta úr ESB í breska miðlinum The Spectator á dögunum. Vísir/AP - Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir andstæðinga Boris Johnson ýta Bretum í átt að ómögulegri samningsstöðu gagnvart Evrópusambandinu í viðræðum sínum um útgöngu. Þetta kemur fram í grein Sigmundar sem birtist í breska miðlinum The Spectator á dögunum. Í grein sinni furðar Sigmundur, eða David Gunnlaugsson eins og hann er þar titlaður, sig á því hvernig nokkur maður telji að núverandi staða geti skilað sér í ákjósanlegri niðurstöðu fyrir bresk stjórnvöld. Um leið hrósar Sigmundur þar Boris Johnson og hans fólki fyrir frammistöðu sína við þessar erfiðu aðstæður: „Boris Johnson hefur nú skapað sér og stjórn sinni þá stöðu sem fyrri ríkisstjórn hefði átt að vera búin að gera fyrir þremur árum í samræðum sínum við ESB. Hann hefur gert öllum það ljóst að hann sé ekki í neinni stöðu til að gefa eftir.“Sjá einnig: Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Í stöðuuppfærslu sinni á Facebook þar sem Sigmundur deilir pistli sínum í The Spectator, segir hann að með honum vilji hann gera grein fyrir því að ef „haldi núverandi stjórn sínu stríki og setji lýðræði ofar kerfisræði er hægt komast yfir hindranirnar og klára Brexit.“ „Nú eru liðin meira en 3 ár frá því að breskir kjósendur ákváðu að segja skilið við Evrópusambandið. Allan þann tíma hafa stofnanir og einstaklingar innan landsins og utan leitast við að koma í veg fyrir að lýðræðisleg niðurstaða næði fram að ganga,“ sagði Sigmundur jafnframt í færslunni. „Þótt við Íslendingar höfum átt í útistöðum við bresk stjórnvöld á liðnum áratugum hljótum við að vilja að bresku þjóðinni (eins og öllum þjóðum) vegni vel og lýðræðið fái að njóta sín.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sigmundur tjáir sig um Brexit í breskum fjölmiðlum en fyrir rúmri viku hvatti hann Breta í viðtali á Sky News til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. Bretland Brexit Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06 Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvatti Breta í viðtali á Sky News í morgun til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 09:26 Herkænska eða hrunadans Johnsons Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráðabrugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann. 7. september 2019 07:30 Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Breska stjórnarandstaðan ætlar ekki að styðja tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að boða til kosninga. 6. september 2019 19:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Sérsveitin að störfum á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir andstæðinga Boris Johnson ýta Bretum í átt að ómögulegri samningsstöðu gagnvart Evrópusambandinu í viðræðum sínum um útgöngu. Þetta kemur fram í grein Sigmundar sem birtist í breska miðlinum The Spectator á dögunum. Í grein sinni furðar Sigmundur, eða David Gunnlaugsson eins og hann er þar titlaður, sig á því hvernig nokkur maður telji að núverandi staða geti skilað sér í ákjósanlegri niðurstöðu fyrir bresk stjórnvöld. Um leið hrósar Sigmundur þar Boris Johnson og hans fólki fyrir frammistöðu sína við þessar erfiðu aðstæður: „Boris Johnson hefur nú skapað sér og stjórn sinni þá stöðu sem fyrri ríkisstjórn hefði átt að vera búin að gera fyrir þremur árum í samræðum sínum við ESB. Hann hefur gert öllum það ljóst að hann sé ekki í neinni stöðu til að gefa eftir.“Sjá einnig: Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Í stöðuuppfærslu sinni á Facebook þar sem Sigmundur deilir pistli sínum í The Spectator, segir hann að með honum vilji hann gera grein fyrir því að ef „haldi núverandi stjórn sínu stríki og setji lýðræði ofar kerfisræði er hægt komast yfir hindranirnar og klára Brexit.“ „Nú eru liðin meira en 3 ár frá því að breskir kjósendur ákváðu að segja skilið við Evrópusambandið. Allan þann tíma hafa stofnanir og einstaklingar innan landsins og utan leitast við að koma í veg fyrir að lýðræðisleg niðurstaða næði fram að ganga,“ sagði Sigmundur jafnframt í færslunni. „Þótt við Íslendingar höfum átt í útistöðum við bresk stjórnvöld á liðnum áratugum hljótum við að vilja að bresku þjóðinni (eins og öllum þjóðum) vegni vel og lýðræðið fái að njóta sín.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sigmundur tjáir sig um Brexit í breskum fjölmiðlum en fyrir rúmri viku hvatti hann Breta í viðtali á Sky News til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06 Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvatti Breta í viðtali á Sky News í morgun til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 09:26 Herkænska eða hrunadans Johnsons Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráðabrugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann. 7. september 2019 07:30 Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Breska stjórnarandstaðan ætlar ekki að styðja tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að boða til kosninga. 6. september 2019 19:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Sérsveitin að störfum á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira
Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06
Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvatti Breta í viðtali á Sky News í morgun til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 09:26
Herkænska eða hrunadans Johnsons Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráðabrugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann. 7. september 2019 07:30
Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Breska stjórnarandstaðan ætlar ekki að styðja tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að boða til kosninga. 6. september 2019 19:00