Sigmundur tjáði sig aftur um Brexit í breskum fjölmiðlum: Hrósar Boris fyrir framgöngu sína Eiður Þór Árnason skrifar 7. september 2019 22:25 Sigmundur tjáði sig um útgöngu Breta úr ESB í breska miðlinum The Spectator á dögunum. Vísir/AP - Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir andstæðinga Boris Johnson ýta Bretum í átt að ómögulegri samningsstöðu gagnvart Evrópusambandinu í viðræðum sínum um útgöngu. Þetta kemur fram í grein Sigmundar sem birtist í breska miðlinum The Spectator á dögunum. Í grein sinni furðar Sigmundur, eða David Gunnlaugsson eins og hann er þar titlaður, sig á því hvernig nokkur maður telji að núverandi staða geti skilað sér í ákjósanlegri niðurstöðu fyrir bresk stjórnvöld. Um leið hrósar Sigmundur þar Boris Johnson og hans fólki fyrir frammistöðu sína við þessar erfiðu aðstæður: „Boris Johnson hefur nú skapað sér og stjórn sinni þá stöðu sem fyrri ríkisstjórn hefði átt að vera búin að gera fyrir þremur árum í samræðum sínum við ESB. Hann hefur gert öllum það ljóst að hann sé ekki í neinni stöðu til að gefa eftir.“Sjá einnig: Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Í stöðuuppfærslu sinni á Facebook þar sem Sigmundur deilir pistli sínum í The Spectator, segir hann að með honum vilji hann gera grein fyrir því að ef „haldi núverandi stjórn sínu stríki og setji lýðræði ofar kerfisræði er hægt komast yfir hindranirnar og klára Brexit.“ „Nú eru liðin meira en 3 ár frá því að breskir kjósendur ákváðu að segja skilið við Evrópusambandið. Allan þann tíma hafa stofnanir og einstaklingar innan landsins og utan leitast við að koma í veg fyrir að lýðræðisleg niðurstaða næði fram að ganga,“ sagði Sigmundur jafnframt í færslunni. „Þótt við Íslendingar höfum átt í útistöðum við bresk stjórnvöld á liðnum áratugum hljótum við að vilja að bresku þjóðinni (eins og öllum þjóðum) vegni vel og lýðræðið fái að njóta sín.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sigmundur tjáir sig um Brexit í breskum fjölmiðlum en fyrir rúmri viku hvatti hann Breta í viðtali á Sky News til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. Bretland Brexit Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06 Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvatti Breta í viðtali á Sky News í morgun til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 09:26 Herkænska eða hrunadans Johnsons Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráðabrugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann. 7. september 2019 07:30 Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Breska stjórnarandstaðan ætlar ekki að styðja tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að boða til kosninga. 6. september 2019 19:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir andstæðinga Boris Johnson ýta Bretum í átt að ómögulegri samningsstöðu gagnvart Evrópusambandinu í viðræðum sínum um útgöngu. Þetta kemur fram í grein Sigmundar sem birtist í breska miðlinum The Spectator á dögunum. Í grein sinni furðar Sigmundur, eða David Gunnlaugsson eins og hann er þar titlaður, sig á því hvernig nokkur maður telji að núverandi staða geti skilað sér í ákjósanlegri niðurstöðu fyrir bresk stjórnvöld. Um leið hrósar Sigmundur þar Boris Johnson og hans fólki fyrir frammistöðu sína við þessar erfiðu aðstæður: „Boris Johnson hefur nú skapað sér og stjórn sinni þá stöðu sem fyrri ríkisstjórn hefði átt að vera búin að gera fyrir þremur árum í samræðum sínum við ESB. Hann hefur gert öllum það ljóst að hann sé ekki í neinni stöðu til að gefa eftir.“Sjá einnig: Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Í stöðuuppfærslu sinni á Facebook þar sem Sigmundur deilir pistli sínum í The Spectator, segir hann að með honum vilji hann gera grein fyrir því að ef „haldi núverandi stjórn sínu stríki og setji lýðræði ofar kerfisræði er hægt komast yfir hindranirnar og klára Brexit.“ „Nú eru liðin meira en 3 ár frá því að breskir kjósendur ákváðu að segja skilið við Evrópusambandið. Allan þann tíma hafa stofnanir og einstaklingar innan landsins og utan leitast við að koma í veg fyrir að lýðræðisleg niðurstaða næði fram að ganga,“ sagði Sigmundur jafnframt í færslunni. „Þótt við Íslendingar höfum átt í útistöðum við bresk stjórnvöld á liðnum áratugum hljótum við að vilja að bresku þjóðinni (eins og öllum þjóðum) vegni vel og lýðræðið fái að njóta sín.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sigmundur tjáir sig um Brexit í breskum fjölmiðlum en fyrir rúmri viku hvatti hann Breta í viðtali á Sky News til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06 Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvatti Breta í viðtali á Sky News í morgun til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 09:26 Herkænska eða hrunadans Johnsons Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráðabrugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann. 7. september 2019 07:30 Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Breska stjórnarandstaðan ætlar ekki að styðja tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að boða til kosninga. 6. september 2019 19:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06
Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvatti Breta í viðtali á Sky News í morgun til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 09:26
Herkænska eða hrunadans Johnsons Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráðabrugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann. 7. september 2019 07:30
Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Breska stjórnarandstaðan ætlar ekki að styðja tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að boða til kosninga. 6. september 2019 19:00