Rannsóknarskýrsla Alþingis Eigendur Glitnis skulduðu 170 milljarða í bankanum - Davíð fékk sjokk Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar um yfirtöku Seðlabankans á Glitni þá skorti Seðlabankann yfirsýn yfir stöðu bankans. Meðal annars segir að að Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, hafi fengið „sjokk þegar komið hefði í ljós að eigendur bankans skulduðu 170 milljarða en hjá Seðlabankanum hefðu menn ekki haft þær upplýsingar, segir í skýrslunni. Innlent 12.4.2010 10:25 Samson fékk viðkvæmar upplýsingar um Landsbankann fyrir kaupinn Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæðingarnefnd á sínum tíma vegna þessa að viðkvæmum upplýsingum var komið til eignarhaldsfélagsins Samson sem síðar keypti Landsbankann. Samson var eignarhaldsfélag Björgólfsfeðga. Þetta kemur fram í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Innlent 12.4.2010 10:21 Bankarnir voru með 300 milljarða í eigin hlutabréfum Bankarnir voru með fjármagn bundið í eigin hlutabréfum. Hlutafé í félagi sem það fjármagnar sjálft er ekki sú vörn gegn tapi sem því er ætlað að vera. Hér er það nefnt veikt eigið fé. Hjá bönkunum þremur nam veikt eigið fé samtals um 300 milljörðum króna um mitt ár 2008. Á sama tíma var eiginfjárgrunnur bankanna samtals um 1.186 milljarðar króna. Þannig var veikt eigið fé rúmlega 25% af eiginfjárgrunni bankanna. Viðskipti innlent 12.4.2010 10:20 Skýrslan gerð opinber - lesið hana hér Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna árið 2008 hefur verið gerð aðgengileg. Hana má nálgast hér. Prentuð útgáfa skýrslunnar verður síðan seld í bókabúðum og kostar eintakið sex þúsund krónur. Vefútgáfan er hinsvegar öllu ítarlegri og því á þriðja þúsund blaðsíður að lengd. Innlent 12.4.2010 09:58 Rannsóknarnefndin kom skilaboðum til sérstaks Ríkissaksóknara Björn L. Bergsson, sérstakur Ríkissaksóknari fékk í gær sent til ábendingar frá Rannsóknarnefnd Alþingis um brot sem mögulega gætu hafa átt sér stað. Innlent 12.4.2010 09:52 Sérsíða um skýrslu Rannsóknarnefndar Vísir hefur sett upp sérstaka undirsíðu um Vísi í tilefni af útgáfu af skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Fréttir munu birtast þar reglulega í dag og næstu daga af gangi mála. Innlent 12.4.2010 09:37 Blaðamannafundurinn í Iðnó í beinni Blaðamannafundur Rannsóknarnefndar Alþingis hófst klukkan hálfellefu. Hann er í beinni útsendingu hér á Vísi. Skýrslan var gerð aðgengileg á vef Alþingis fyrir tíu mínútum. Innlent 12.4.2010 08:57 Davíð: Spurði eiginkonuna hvort hann ætti að hætta Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, fór fram á að Vilhjálmur Árnason prófessor yrði úrskurðaður vanhæfur vegna spurningar um hvort hann hefði átt að víkja sem Seðlabankastjóri. Davíð spurði eiginkonu sína hins vegar hvort það væri ekki best að hann myndi segja upp störfum. Innlent 12.4.2010 08:22 Lögreglumenn fylgdu skýrslunni í Alþingishúsið Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis var flutt úr Prentsmiðjunni Odda í Alþingishúsið eldsnemma í morgun. Hún var flutt í fylgd óeinkennisklæddra lögreglumanna niður í Alþingishús þar sem starfsmenn þingsins tóku á móti henni. Henni verður dreift inn á herbergi allra þingmanna strax eftir að forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, hefur tekið við henni klukkan tíu. Innlent 12.4.2010 08:11 Skýrsla Rannsóknarnefndar birt í dag Rannsóknarnefnd Alþingis um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna árið 2008 afhendir forseta Alþingis skýrslu sína í dag klukkan tíu í efrideildarsalnum í Alþingishúsinu. Þegar forseta Alþingis hefur verið afhent prentað eintak af skýrslu rannsóknarnefndarinnar mun þingforseti opna fyrir aðgang að skýrslunni á vef Alþingis klukkan 20 mínútur yfir tíu. Prentaða útgáfan verður síðan til sölu í bókaverslunum en hún er um 2000 síður að lengd. Vefútgáfan er hinsvegar öllu ítarlegri og því á þriðja þúsund blaðsíður að lengd. Innlent 12.4.2010 07:14 Fólk fái tóm til að horfa á fundinn Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis marka kaflaskil í erfiðu uppgjöri sem staðið hefur á annað ár. Skýrslan verður afhent Alþingi klukkan 10 fyrir hádegi í dag. Innlent 11.4.2010 22:17 Hefði átt að yfirheyra opinberlega Óskiljanlegt er að rannsóknarnefnd Alþingis hafi ekki starfað fyrir opnum tjöldum við gerð skýrslu sinnar, sem kemur út í dag. Þetta er mat Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra. „Þessi óþreyja og spenna sem er í samfélaginu núna hefði alls ekki þurft að vera, ef þetta hefði bara verið gert opinbert jafnóðum,“ segir Árni. Innlent 11.4.2010 22:17 Rannsaka frekar ef þarf Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður afhent Alþingi í dag klukkan 10. Hálftíma síðar heldur nefndin blaðamannafund í Iðnó, fer yfir efni skýrslunnar og svarar spurningum blaðamanna. Engum dylst mikilvægi vinnunnar. Innlent 11.4.2010 22:17 Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kynnt á morgun Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið verður kynnt á á blaðamannafundi í fyrramálið. Innlent 11.4.2010 19:26 Eymundsson forselur rannsóknarskýrsluna Bókabúðin Eymundsson hyggst forselja rannsóknarskýrsluna yfir helgina en hún verður ekki gerð opinber fyrr en á mánudaginn klukkan hálf ellefu. Innlent 9.4.2010 16:23 Biskup vill að söfnuðir kaupi rannsóknarskýrsluna Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, hefur sent prestum og djáknum bréf þar sem hann hvetur til þess að söfnuðir kaupi eintak af skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og láti liggja frammi í safnaðarheimilum. Í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni segir að þar geti sóknarbörn nálgast hana og lesið í henni og mælst er til þess að boðið verði upp á kaffi og auglýstar sérstakar samverustundir þar sem unnt verði að ræða skýrsluna. Innlent 9.4.2010 10:42 Davíð Oddsson farinn úr landi Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, verður staddur í útlöndum þegar rannsóknarskýrsla Alþingis verður gerð opinber á mánudaginn. Innlent 9.4.2010 10:05 Ingibjörg Sólrún óttast ekki að verða dregin fyrir dóm Fyrrum utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur fengið að sjá fjórar síður úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og segist næsta viss um að hún verði ekki sótt til saka samkvæmt stjórnsýslulögum eða lögum um ráðherraábyrgð. Í aðdraganda efnahagshrunsins hafi efnahags- og fjármál enda verið á borðum annarra ráðherra. Innlent 8.4.2010 22:38 Vill sameina 80 ríkisstofnanir á næstu árum Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur raunhæft að skera niður og sameina allt að 80 ríkisstofnanir á næstu tveimur til þremur árum. Þetta kom fram í ræðu ráðherra á flokkstjórnarfundi samfylkingarinnar í dag. Þá ætlar hún að beita sér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingu bankanna verði málinu ekki gerð ítarleg skil í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Innlent 27.3.2010 18:24 Túlkunaratriði hvort rannsóknarnefndin hafi brotið lög Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir bankahrunsins hefur verið frestað enn einu sinni og verður hún birt hinn 12. apríl næstkomandi. Rannsóknarnefnd Alþingis hefur þegar brotið lög um sjálfa sig með því fresta birtingu skýrslunnar, en forseti Alþingis segir það túlkunaratriði. Innlent 22.3.2010 19:32 Skýrsla Rannsóknarnefndar verður birt 12. apríl Skýrslan Rannsóknarnefndar Alþingis mun verða afhent og birt á fyrsta starfsdegi Alþingis eftir páska, 12. apríl næstkomandi. Innlent 22.3.2010 14:08 Skýrslan gæti tafið Icesave Ekki hefur enn verið boðaður fundur samninganefnda Íslands, Bretlands og Hollands um Icesave, en nefndirnar hafa ekki hist síðan 5. mars, daginn fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Fulltrúar nefndanna hafa þó átt í samskiptum sín á milli. Innlent 18.3.2010 22:36 Skýrsla um eða eftir páskana Stjórnsýsla Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er að vænta um eða eftir páska, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Innlent 17.3.2010 06:58 Öryggisverðir gæta rannsóknarskýrslu Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis er væntanleg í næstu viku. Eftir því sem næst verður komist er skýrslan nú í prentun hjá Prentsmiðjunni Odda. Þar munu öryggisverðir frá Securitas standa vörð. Mikil leynd hvílir yfir öllu. Innlent 15.3.2010 18:28 Frestur til að ákæra ráðherra rennur út í lok ársins Frestur til að sækja ráðherra til saka vegna vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins rennur út í lok þessa árs. Innlent 9.3.2010 17:46 Öll málin berast saksóknara í einu Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, á ekki von á sligandi álagi á starfsmenn sína þegar rannsóknarnefnd Alþingis sendir saksóknara á næstunni yfirlit yfir alla þá gjörninga í aðdraganda bankahrunsins sem nefndin telur hafa verið refsiverða. Innlent 8.3.2010 22:32 Skoðaði þátt fjölmiðla í efnahagshruninu Þrjú hundruð blaðsíðna skýrsla vinnuhóps sem leitaði svara við því hvort skýringar á falli íslensku bankanna mætti að einhverju leyti finna í starfsháttum og siðferði er tilbúin og á leið í prentun. Vilhjálmur Árnason prófessor leiddi hópinn en hann flytur erindið Siðferðileg greining bankahrunsins í málstofunni Hrunið, skýrslan, siðferði og hugmyndafræði á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands. Innlent 4.3.2010 22:16 Fékk fjórar milljónir í framlög vegna prófkjörs Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk alls fjórar milljónir og 250 þúsund krónur í framlög vegna prófkjörs fyrir alþingiskosningarnar 2007, þar af hálfa milljón króna frá Baugi Group ehf. Önnur framlög lögaðila námu 2.750.000 krónum, undir hálfri milljón hvert og eitt. Ein milljón kom frá einstaklingum. Ragnheiður reiddi svo fram tæpar 2,5 milljónir úr eigin vasa. Innlent 2.3.2010 22:35 Skýrsla Rannsóknarnefndar frestast um 2 - 3 vikur Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis mun ekki birtast fyrr en eftir tvær til þrjár vikur, samkvæmt tilkynningu sem Rannsóknarnefndin sendi frá sér í dag. Innlent 26.2.2010 17:08 Frjálshyggjan orsakavaldur hrunsins Meginorsök hrunsins er ekki að finna í aðgerðum eða aðgerðarleysi banka, eftirlitsaðila og stjórnvalda á Íslandi árið 2008. Þetta kemur fram í grein Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í nýjasta tímariti Máls og Menningar. Að hennar mati var það óheft frjálshyggja í tæpa tvo áratugi undir stjórn Sjálfstæðisflokks sem gerði það að verkum að Ísland var berskjaldað þegar alþjóðlega fjármálakreppan reið yfir. Innlent 25.2.2010 11:58 « ‹ 7 8 9 10 11 12 13 14 … 14 ›
Eigendur Glitnis skulduðu 170 milljarða í bankanum - Davíð fékk sjokk Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar um yfirtöku Seðlabankans á Glitni þá skorti Seðlabankann yfirsýn yfir stöðu bankans. Meðal annars segir að að Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, hafi fengið „sjokk þegar komið hefði í ljós að eigendur bankans skulduðu 170 milljarða en hjá Seðlabankanum hefðu menn ekki haft þær upplýsingar, segir í skýrslunni. Innlent 12.4.2010 10:25
Samson fékk viðkvæmar upplýsingar um Landsbankann fyrir kaupinn Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæðingarnefnd á sínum tíma vegna þessa að viðkvæmum upplýsingum var komið til eignarhaldsfélagsins Samson sem síðar keypti Landsbankann. Samson var eignarhaldsfélag Björgólfsfeðga. Þetta kemur fram í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Innlent 12.4.2010 10:21
Bankarnir voru með 300 milljarða í eigin hlutabréfum Bankarnir voru með fjármagn bundið í eigin hlutabréfum. Hlutafé í félagi sem það fjármagnar sjálft er ekki sú vörn gegn tapi sem því er ætlað að vera. Hér er það nefnt veikt eigið fé. Hjá bönkunum þremur nam veikt eigið fé samtals um 300 milljörðum króna um mitt ár 2008. Á sama tíma var eiginfjárgrunnur bankanna samtals um 1.186 milljarðar króna. Þannig var veikt eigið fé rúmlega 25% af eiginfjárgrunni bankanna. Viðskipti innlent 12.4.2010 10:20
Skýrslan gerð opinber - lesið hana hér Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna árið 2008 hefur verið gerð aðgengileg. Hana má nálgast hér. Prentuð útgáfa skýrslunnar verður síðan seld í bókabúðum og kostar eintakið sex þúsund krónur. Vefútgáfan er hinsvegar öllu ítarlegri og því á þriðja þúsund blaðsíður að lengd. Innlent 12.4.2010 09:58
Rannsóknarnefndin kom skilaboðum til sérstaks Ríkissaksóknara Björn L. Bergsson, sérstakur Ríkissaksóknari fékk í gær sent til ábendingar frá Rannsóknarnefnd Alþingis um brot sem mögulega gætu hafa átt sér stað. Innlent 12.4.2010 09:52
Sérsíða um skýrslu Rannsóknarnefndar Vísir hefur sett upp sérstaka undirsíðu um Vísi í tilefni af útgáfu af skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Fréttir munu birtast þar reglulega í dag og næstu daga af gangi mála. Innlent 12.4.2010 09:37
Blaðamannafundurinn í Iðnó í beinni Blaðamannafundur Rannsóknarnefndar Alþingis hófst klukkan hálfellefu. Hann er í beinni útsendingu hér á Vísi. Skýrslan var gerð aðgengileg á vef Alþingis fyrir tíu mínútum. Innlent 12.4.2010 08:57
Davíð: Spurði eiginkonuna hvort hann ætti að hætta Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, fór fram á að Vilhjálmur Árnason prófessor yrði úrskurðaður vanhæfur vegna spurningar um hvort hann hefði átt að víkja sem Seðlabankastjóri. Davíð spurði eiginkonu sína hins vegar hvort það væri ekki best að hann myndi segja upp störfum. Innlent 12.4.2010 08:22
Lögreglumenn fylgdu skýrslunni í Alþingishúsið Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis var flutt úr Prentsmiðjunni Odda í Alþingishúsið eldsnemma í morgun. Hún var flutt í fylgd óeinkennisklæddra lögreglumanna niður í Alþingishús þar sem starfsmenn þingsins tóku á móti henni. Henni verður dreift inn á herbergi allra þingmanna strax eftir að forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, hefur tekið við henni klukkan tíu. Innlent 12.4.2010 08:11
Skýrsla Rannsóknarnefndar birt í dag Rannsóknarnefnd Alþingis um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna árið 2008 afhendir forseta Alþingis skýrslu sína í dag klukkan tíu í efrideildarsalnum í Alþingishúsinu. Þegar forseta Alþingis hefur verið afhent prentað eintak af skýrslu rannsóknarnefndarinnar mun þingforseti opna fyrir aðgang að skýrslunni á vef Alþingis klukkan 20 mínútur yfir tíu. Prentaða útgáfan verður síðan til sölu í bókaverslunum en hún er um 2000 síður að lengd. Vefútgáfan er hinsvegar öllu ítarlegri og því á þriðja þúsund blaðsíður að lengd. Innlent 12.4.2010 07:14
Fólk fái tóm til að horfa á fundinn Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis marka kaflaskil í erfiðu uppgjöri sem staðið hefur á annað ár. Skýrslan verður afhent Alþingi klukkan 10 fyrir hádegi í dag. Innlent 11.4.2010 22:17
Hefði átt að yfirheyra opinberlega Óskiljanlegt er að rannsóknarnefnd Alþingis hafi ekki starfað fyrir opnum tjöldum við gerð skýrslu sinnar, sem kemur út í dag. Þetta er mat Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra. „Þessi óþreyja og spenna sem er í samfélaginu núna hefði alls ekki þurft að vera, ef þetta hefði bara verið gert opinbert jafnóðum,“ segir Árni. Innlent 11.4.2010 22:17
Rannsaka frekar ef þarf Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður afhent Alþingi í dag klukkan 10. Hálftíma síðar heldur nefndin blaðamannafund í Iðnó, fer yfir efni skýrslunnar og svarar spurningum blaðamanna. Engum dylst mikilvægi vinnunnar. Innlent 11.4.2010 22:17
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kynnt á morgun Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið verður kynnt á á blaðamannafundi í fyrramálið. Innlent 11.4.2010 19:26
Eymundsson forselur rannsóknarskýrsluna Bókabúðin Eymundsson hyggst forselja rannsóknarskýrsluna yfir helgina en hún verður ekki gerð opinber fyrr en á mánudaginn klukkan hálf ellefu. Innlent 9.4.2010 16:23
Biskup vill að söfnuðir kaupi rannsóknarskýrsluna Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, hefur sent prestum og djáknum bréf þar sem hann hvetur til þess að söfnuðir kaupi eintak af skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og láti liggja frammi í safnaðarheimilum. Í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni segir að þar geti sóknarbörn nálgast hana og lesið í henni og mælst er til þess að boðið verði upp á kaffi og auglýstar sérstakar samverustundir þar sem unnt verði að ræða skýrsluna. Innlent 9.4.2010 10:42
Davíð Oddsson farinn úr landi Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, verður staddur í útlöndum þegar rannsóknarskýrsla Alþingis verður gerð opinber á mánudaginn. Innlent 9.4.2010 10:05
Ingibjörg Sólrún óttast ekki að verða dregin fyrir dóm Fyrrum utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur fengið að sjá fjórar síður úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og segist næsta viss um að hún verði ekki sótt til saka samkvæmt stjórnsýslulögum eða lögum um ráðherraábyrgð. Í aðdraganda efnahagshrunsins hafi efnahags- og fjármál enda verið á borðum annarra ráðherra. Innlent 8.4.2010 22:38
Vill sameina 80 ríkisstofnanir á næstu árum Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur raunhæft að skera niður og sameina allt að 80 ríkisstofnanir á næstu tveimur til þremur árum. Þetta kom fram í ræðu ráðherra á flokkstjórnarfundi samfylkingarinnar í dag. Þá ætlar hún að beita sér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingu bankanna verði málinu ekki gerð ítarleg skil í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Innlent 27.3.2010 18:24
Túlkunaratriði hvort rannsóknarnefndin hafi brotið lög Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir bankahrunsins hefur verið frestað enn einu sinni og verður hún birt hinn 12. apríl næstkomandi. Rannsóknarnefnd Alþingis hefur þegar brotið lög um sjálfa sig með því fresta birtingu skýrslunnar, en forseti Alþingis segir það túlkunaratriði. Innlent 22.3.2010 19:32
Skýrsla Rannsóknarnefndar verður birt 12. apríl Skýrslan Rannsóknarnefndar Alþingis mun verða afhent og birt á fyrsta starfsdegi Alþingis eftir páska, 12. apríl næstkomandi. Innlent 22.3.2010 14:08
Skýrslan gæti tafið Icesave Ekki hefur enn verið boðaður fundur samninganefnda Íslands, Bretlands og Hollands um Icesave, en nefndirnar hafa ekki hist síðan 5. mars, daginn fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Fulltrúar nefndanna hafa þó átt í samskiptum sín á milli. Innlent 18.3.2010 22:36
Skýrsla um eða eftir páskana Stjórnsýsla Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er að vænta um eða eftir páska, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Innlent 17.3.2010 06:58
Öryggisverðir gæta rannsóknarskýrslu Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis er væntanleg í næstu viku. Eftir því sem næst verður komist er skýrslan nú í prentun hjá Prentsmiðjunni Odda. Þar munu öryggisverðir frá Securitas standa vörð. Mikil leynd hvílir yfir öllu. Innlent 15.3.2010 18:28
Frestur til að ákæra ráðherra rennur út í lok ársins Frestur til að sækja ráðherra til saka vegna vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins rennur út í lok þessa árs. Innlent 9.3.2010 17:46
Öll málin berast saksóknara í einu Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, á ekki von á sligandi álagi á starfsmenn sína þegar rannsóknarnefnd Alþingis sendir saksóknara á næstunni yfirlit yfir alla þá gjörninga í aðdraganda bankahrunsins sem nefndin telur hafa verið refsiverða. Innlent 8.3.2010 22:32
Skoðaði þátt fjölmiðla í efnahagshruninu Þrjú hundruð blaðsíðna skýrsla vinnuhóps sem leitaði svara við því hvort skýringar á falli íslensku bankanna mætti að einhverju leyti finna í starfsháttum og siðferði er tilbúin og á leið í prentun. Vilhjálmur Árnason prófessor leiddi hópinn en hann flytur erindið Siðferðileg greining bankahrunsins í málstofunni Hrunið, skýrslan, siðferði og hugmyndafræði á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands. Innlent 4.3.2010 22:16
Fékk fjórar milljónir í framlög vegna prófkjörs Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk alls fjórar milljónir og 250 þúsund krónur í framlög vegna prófkjörs fyrir alþingiskosningarnar 2007, þar af hálfa milljón króna frá Baugi Group ehf. Önnur framlög lögaðila námu 2.750.000 krónum, undir hálfri milljón hvert og eitt. Ein milljón kom frá einstaklingum. Ragnheiður reiddi svo fram tæpar 2,5 milljónir úr eigin vasa. Innlent 2.3.2010 22:35
Skýrsla Rannsóknarnefndar frestast um 2 - 3 vikur Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis mun ekki birtast fyrr en eftir tvær til þrjár vikur, samkvæmt tilkynningu sem Rannsóknarnefndin sendi frá sér í dag. Innlent 26.2.2010 17:08
Frjálshyggjan orsakavaldur hrunsins Meginorsök hrunsins er ekki að finna í aðgerðum eða aðgerðarleysi banka, eftirlitsaðila og stjórnvalda á Íslandi árið 2008. Þetta kemur fram í grein Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í nýjasta tímariti Máls og Menningar. Að hennar mati var það óheft frjálshyggja í tæpa tvo áratugi undir stjórn Sjálfstæðisflokks sem gerði það að verkum að Ísland var berskjaldað þegar alþjóðlega fjármálakreppan reið yfir. Innlent 25.2.2010 11:58
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent