Grímsvötn

Fréttamynd

Gosið fjarar út

Ekkert gos var lengur í Grímsvötnum undir morgun, að sögn Karls Ólafssonar fjallaleiðsögumanns sem var við gosstöðvarnar undir morgun, í björtu og góðu veðri.

Innlent
Fréttamynd

Skilur loks gamlar sagnir

„Það kom enginn í fyrra þegar við upplifðum nákvæmlega það sama. Nú erum við miðdepill alls hérna,“ segir Soffía Gunnarsdóttir, starfskona á dvalarheimilinu Klausturhólum. Soffía býr á bænum Jórveri 1 í Álftaveri, og er þetta í annað sinn á rúmu ári sem hún verður fyrir fyrir barðinu á öskugosi.

Innlent
Fréttamynd

Erum bara á degi þrjú

Íbúar á Kirkjubæjarklaustri taka flestir ástandinu í bænum með ró en segjast þó margir hverjir engan veginn geta gert sér grein fyrir því hvernig framhaldið muni verða. Þetta segir Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri á Kirkjubæjarklaustri. Staðan sé mun betri en fólk þorði að vona í fyrstu.

Innlent
Fréttamynd

Lömbin voru nýdáin og vitin full af sandi

Hjónin á Arnardranga í Landbroti hafa upplifað miklar hremmingar á síðustu dögum. Nokkrar kindur á bænum hafa drepist og hrossin þeirra tvö hafa enn ekki skilað sér heim í hús.

Innlent
Fréttamynd

Veiðiár litaðar af ösku

Veiðimálastofnun mælist til þess að þeir hafi samband sem verða varir við dauðan fisk, jafnt seiði sem stærri fisk, í vötnum eða ám þar sem öskufalls gætir frá eldstöðinni í Grímsvötnum. Stofnunin mun fylgjast með framvindu mála og reyna eftir föngum að vera fólki til ráðgjafar og skoða vötn þar sem fiskdauða verður vart.

Innlent
Fréttamynd

Eldgosið í rénun

Dregið hefur jafnt og þétt úr eldgosinu í Grímsvötnum síðan í gær. Gosmökkurinn stendur nú í um þriggja til fimm kílómetrahæð og er gosefnaframleiðsla umtalsvert minni. Mjög sterk norðanátt er enn á svæðinu sem feykir ösku til suðurs, dregur úr vindi síðar í dag að sögn Veðurstofunnar.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvélin að komast í gagnið

Dash eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF er að verða flughæf og getur væntanlega flogið með vísindamenn fyrir eldstöðvarnar í dag. Hún var biluð þegar gosið hófst og nauðsynlegur varhlutur komst ekki til landsins fyrr en í gærkvöldi, vegna flugbannsins.

Innlent
Fréttamynd

Hjálpa bændum við smölun á fé og öðrum búpeningi

Um sextíu björgunarsveitamenn eru nú að störfum á öskufallssvæðinu fyrir austan og fjöldi verkefna liggur fyrir og felast þau flest í aðstoð við bændur við smölun á fé og öðrum búpeningi, segir í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

Innlent
Fréttamynd

Skepnur hafa hrakist í skurði og drukknað

Dæmi eru um að dýr hafi drepist eftir að hafa hrakist í ógöngur vegna blindu frá gosmekkinum úr Grímsvötnum. Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir Vestur-Skaftafellsumdæmis, segir slík dæmi þó ekki mörg og hljóð í bændum á svæðinu ótrúlega gott miðað við aðstæður. Þar hafi hjálpað fyrstu fregnir um að tiltölulega lítið flúor mældist í öskunni, en það getur verið skepnunum hættulegt.

Innlent
Fréttamynd

Íbúar yfirgáfu gossvæðið

Nokkrir íbúar Kirkjubæjarklausturs og þar úr grenndinni yfirgáfu svæðið í fylgd björgunarsveitarmanna í gærkvöldi og ætla að dvelja annarsstaðar fyrst um sinn. Vitað er nokkrar kindur og lömb hafa drepist, einkum í Landbroti, suður af eldstöðinni.

Innlent
Fréttamynd

Náðu að klára prófin fyrir helgi en lokapartíi aflýst

"Sem betur fer vorum við með grímu,“ segir Svava Margrét Sigmarsdóttir, nýorðin sex ára leikskólamær á Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri, þegar hún lýsir því hvernig hún fór með móður sinni á milli húsa í bænum til að heimsækja "Laugu frænku“. Hún segist ekkert vera hrædd þó að myrkur sé um miðjan dag og blint í öskufjúkinu, enda hafi hún séð öskufall frá Eyjafjallajökli í fyrra. "En þá var ekki svona mikið myrkur eins og núna.“

Innlent
Fréttamynd

Ísinn er eins og fljótandi grjót

Það var enginn blámi yfir Jökulsárlóni í gær. Ísjakarnir þar eru svartir og það var ekkert að gera, að sögn Einars Björns Einarssonar sem rekur ferðaþjónustuna Glacier Lagoon.

Innlent
Fréttamynd

Aska yfir Reykjavík

Grunnskólar og leikskólar á höfuðborgarsvæðinu héldu almennt börnum innandyra í gær vegna svifryksmengunar. Sama gilti um skóla fyrir austan fjall.

Innlent