
Lekamálið

Yfirlýsing frá Sigríði Björk: Segist ekki hafa brotið lög
Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu Persónuverndar sem kynnt var fyrr í dag.

Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina
Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu.

Sáttaumleitanir enn ekki borið árangur
Sáttaumleitanir í máli Evelyn Glory Joseph gegn Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, hafa ekki borið árangur.

Persónuvernd lýkur athugun sinni á morgun
Gísli Freyr Valdórsson og Sigríður Björk Guðjónsdóttir fá niðurstöður athugunnar Persónuverndar á samskiptum þeirra á morgun.

Niðurstaða um mánaðamótin
Persónuvernd mun ekki skila af sér niðurstöðu um athugun á samskiptum Gísla Freys Valdórssonar, þáverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra, og Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, í aðdraganda lekamálsins svokallaða.

Gísli Freyr greiðir íslenskri konu bætur
Fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra og íslensk kona sem nafngreind var í minnisblaði í tengslum við Lekamálið svokallaða hafa náð sáttum um að Gísli Freyr greiði henni bætur.

Rannsókn Persónuverndar tefst: „Stjórnin taldi málið þurfa nánari skoðunar við“
Öll umbeðin gögn hafa skilað sér til Persónuverndar.

Tíðinda að vænta vegna skoðunar á samskiptum Sigríðar Bjarkar og Gísla Freys
Persónuvernd vildi ekki upplýsa hvort þau hefðu afhent umbeðin gögn

Sigríður Björk segist ætla að afhenda póstinn eigi síðar en á föstudag
Persónuvernd rannsakar samskipti Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur og Gísla Freys Valdórssonar

Hanna Birna svarar ekki boði nefndar
Ögmundur Jónasson segir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ekki enn hafa svarað boði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

Halldór segir mikilvægt að Hanna Birna fái að svara fyrir sig
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tekur ekki undir með Elínu Hirst að Hanna Birna ætti að hætta þingmennsku.

Hvorki Sigríður Björk né Gísli Freyr hafa sent Persónuvernd tölvupóstinn
Finnst hvorki hjá innanríkisráðuneytinu né embætti lögreglustjóran á Suðurnesjum

Hanna Birna setjist ekki aftur á þing
Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins.

Bjarni um Hönnu Birnu: „Ég ber til hennar gott traust“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra eigi rétt á því að endurheimta traust þeirra sem kusu hana á þing.

Skilar minnisblaði í vikunni
Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, hyggst senda Ólöfu Nordal innanríkisráðherra minnisblað fyrir vikulokin.

Hanna Birna þarf að fá nýtt umboð
Lekamálinu svokallaða er lokið. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, skilaði í nýliðinni viku af sér áliti þar sem hann staðfestir það sem marga grunaði.

Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa
Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því.

Nauðsynlegt að lögregla rannsaki mál án pólitískra afskipta
Umboðsmaður Alþingis segir að almenningur eigi að geta treyst því að samskipti eins og fyrrverandi innanríkisráðherra og lögreglustjóra áttu eigi sér ekki stað.

Óásættanlegt ef stjórnvöld neita að gefa réttar upplýsingar
Umboðsmanni Alþingis var tíðrætt um það á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun að hann hefði án árangurs óskað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar vegna lekamálsins.

Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum
Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra.

Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann
Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar.

Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“
Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis.

Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar.

Bein útsending: Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis
Opinn fundur verður hjá nefndinni klukkan 9.30.

Lokaniðurstaða er í lokavinnslu
Umboðsmaður Alþingis lýkur á næstu dögum frumkvæðisathugun sinni á samskiptum fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu.

Hanna Birna tekur ekki þingsæti í janúar
Hanna Birna Kristjánsdóttir mun ekki snúa á þing í janúar, eins og hún hafði ráðgert. Samkvæmt heimildum Vísis verður hún í leyfi fram í mars.

Hanna Birna
Mér blöskrar, hvernig pönkast hefur verið á Hönnu Birnu. Fyrrverandi ráðherrar, sem sviku mikið af því sem þeir lofuðu áður en þeir urðu ráðherrar, kröfðust þess að hún segði af sér. Það er erfitt að rökstyðja með tilliti til þess að þær Jóhanna og Svandís sátu sem fastast eftir að þær fengu á sig dóm.

Forsætisráðherra segir leka úr stjórnsýslunni um persónulega hagi fólks algenga
„Það er ekki óalgengt að það séu lekar úr ráðuneytum eða stofnunum, það er í raun og veru bara mjög algengt á Íslandi,“ sagði Sigmundur Davíð.

Fréttaljósmyndir ársins 2014
Ljósmyndararnir eru sjaldan langt undan þegar fréttaviðburðir eiga sér stað.

Hannaði tölvuleik með aðalpersónum lekamálsins
Nemi í tölvunarfræði bjó til tölvuleik þar sem Hanna Birna og Gísli Freyr eru í aðalhlutverki.