EM 2016 í Frakklandi

Fréttamynd

Aron Einar: Erum að læra að stjórna leikjum

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, er skiljanlega mjög sáttur með gengi liðsins í undankeppni EM enda strákarnir okkar á toppi riðilsins með fimmtán stig af átján mögulegum.

Fótbolti
Fréttamynd

Fáum við mark númer átján á Amsterdam Arena?

Kolbeinn Sigþórsson þekkir hverja þúfu á Amsterdam Arena eftir fjögur ár í röðum Ajax og mun mikið mæða á honum í leiknum í kvöld. Honum hefur sautján sinnum tekist að koma boltanum í netið á vellinum og væri eflaust til í að bæta við þá tölu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Hollensk áhrif í íslenska liðinu

Eiður Smári Guðjohnsen, Aron Einar Gunnarsson, Kolbeinn Sigþórsson, Ari Freyr Skúlason og Jóhann Berg Guðmundsson stigu allir fyrstu skrefin í atvinnumennsku í Hollandi og Alfreð Finnbogason raðaði inn mörkum í hollensku deildinni. Hjálpar þetta íslenska liðinu á móti Hollendingum á morgun?

Fótbolti
Fréttamynd

Kolbeinn í löngu viðtali hjá Ajax TV

Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska liðsins, yfirgaf Ajax í sumar eftir fjögur tímabil í Amsterdam. Þegar Kolbeinn mætti á blaðamannaviðburð í dag þá beið hans sjónvarpsfólk frá Ajax TV.

Fótbolti
Fréttamynd

Birkir Bjarna bætir við sig fimmta tungumálinu

Birkir Bjarnason segir að honum líki lífið vel í Sviss eftir flutningana frá Ítalíu í sumar. Birkir leikur með Basel sem hefur farið vel af stað í deildinni þótt liðinu hafi skrikað fótur í forkeppni Meistaradeildar.

Fótbolti
Fréttamynd

Lars hikaði ekki við að skjóta aðeins á Aron Einar

Það fer vel á með landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck og landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni og Svíinn tók því ekkert illa upp þótt að Aron Einar reyndi að stelast aðeins inn í viðtal Vísis við Lagerbäck í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Landsliðið græddi á klúbbsreglunni í Cardiff City

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, segist vera mjög bjartsýnn að geta spilað á móti Hollandi á fimmtudaginn kemur. Aron Einar æfði með íslenska liðinu í dag og góð hvíld frá helginni kom þar sterk inn.

Fótbolti