Frosti Logason

Leiðin til heljar
Það eru hvort sem er engar hugsjónir í pólitík, engin prinsipp, bara viðbjóður eins og einhver snillingurinn sagði um árið.

Að skipa og hlýða
Líkt og langflestir þeirra sem samsettir eru úr holdi og blóði hef ég ekki verið ósnortinn af þeim fréttum sem berast af flóttafólki frá Sýrlandi þessa dagana. Hvernig er hægt annað en að finna til með manneskjum sem nauðbeygðar þurfa að flýja heimkynni sín og skilja allt sitt eftir í tættum sprengjurústum?

Ég um mig frá mér til mín
Því miður voru þeir alltof fáir sem hlýddu á áhugaverða predikun sóknarprestsins í Hallgrímskirkju síðastliðinn sunnudag.

Nytsamlegir handrukkarar
Í siðprúðu þjóðfélagi hættir fólki oft til þess að líta á handrukkara sem mikla meinsemd. Menn sem ógna og meiða eru ekki hátt skrifaðir í samfélögum sem vilja byggja á heiðarleika, réttlæti og náungakærleik. Heilbrigt réttarfar er það sem við viljum notast við. Það á að láta lögreglu og dómstóla skera úr um ágreiningsmál. Ákveðin mál geta þó höfðað meira til samvisku okkar en önnur og stundum er eins og dómgreindin sljóvgist þegar réttlætiskennd okkar verður illa misboðið.

Annars flokks borgarar
Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hefur verið í miklum ham undanfarið. Það er greinilegt að hann leyfir sér nú, á seinustu metrum síðara kjörtímabilsins, ýmislegt sem hann hefði átt erfiðara með í upphafi þess fyrra. Í heimsókn hans til Afríku í þessari viku hélt hann áfram að koma á óvart. Þar var talað yfir hausamótunum á karlrembum og hommafóbum. Obama sló rækilega á fingur þeirra og sagði þeim að svona gerum við ekki. Flott hjá honum. Eða hvað?

Fegurðin og klámið
Hann var vænn að yfirliti og ljóslitaður, bláeygur og snareygur og rjóður í kinnum, hárið mikið, gult, og fór vel. Manna var hann kurteisastur, harðger í öllu, ráðhollur og góðgjarn, mildur og stilltur vel, vinfastur og vinavandur.

Sannleikurinn í hæstarétti
Ánægjulegasta frétt heimsmála síðustu vikuna verður mjög líklega þegar fram í sækir einn ljósasti punktur tuttugustu og fyrstu aldarinnar.

Stór misskilningur
Það er ýmsu misjöfnu haldið fram um trúarbrögð þessa dagana. Sumt er gáfulegt og annað ekki. Einhverjir telja nú allt í einu mjög ósennilegt að það hafi verið sjálfur skaparinn sem færði okkur trúarrit á borð við Biblíuna og Kóraninn. Það þykir mér undarleg afstaða.

Illa fyrirkallaðir almannaþjónar
Myndbandið af geðstirðu leðurmótorhjólalöggunni sem birtist á Facebook í vikunni vakti hjá mér margs konar hugrenningatengsl. Margir gagnrýndu framferðið enda þykja umrædd vinnubrögð ekki vera lögreglunni til sóma.

Einstaklingsfrelsi til hægri
Glöggur bankastarfsmaður vakti í vikunni athygli á meintri vinstrislagsíðu í félagsfræðikennslu Fjölbrautaskólans í Ármúla. Birti hann skjáskot af námsefninu á Facebook-síðu sinni þar fjöldi þekktra hægri- og vinstrimanna tjáði sig svo

Skrúfan er laus
Útvarp Saga hefur lengi vel verið í uppáhaldi hjá mér. Þar talar rödd þjóðarinnar, í símatíma stöðvarinnar, undir styrkri leiðsögn þáttastjórnandans sem þorir á meðan aðrir þegja. Ég fullyrði að í þessari viku hafi hlustendur náð alveg nýjum hæðum í uppbyggilegum siðferðisboðskap og náungakærleik. Þvílík og önnur eins samstaða um mannréttindi og fleiri kristin gildi er vandfundin.

Frelsið er yndislegt
Ég er einn af þeim sem hafa alltaf verið frekar vísindalega þenkjandi um leið og ég hef ekki átt mikla samleið með hugmyndum sem byggjast á blindri trú á hið yfirnáttúrulega. Það hefur þó ekki þýtt að ég afneiti öllum andlegum málum

Minnimáttarkenndin og rokið
Um fátt er rætt á kaffistofum annað en veðrið nýverið. Þá vakna spurningar um hvort það sé yfirhöfuð þess virði að búa á þessu skeri og verður mér þá hugsað um marga ókosti þess.

Siðblindur og trúlaus
Ósjaldan lendi ég í því að fólk vilji ræða við mig um Guð. Mér þykir það ekkert leiðinlegt. Ég kemst hins vegar ekki hjá því að greina oft mikil vonbrigði hjá viðmælendum mínum með samskiptin

Leyfið börnunum að koma til mín
Nú fyrr í vikunni greindi félagið Vantrú frá ákvörðun sinni um að allir landsmenn skyldu frá og með næstu mánaðamótum verða skráðir sjálfkrafa í félagið, nema að þeir bæðust sérstaklega undan því.

Saksóknarinn og Skrattinn
Maður allra árstíða (e. Man for all Seasons) er klassísk kvikmynd sem fjallaði um Tómas nokkurn More. Sá var háttsettur embættismaður við hirð hins alræmda Hinriks áttunda, konungs á tímum siðaskiptanna. Sennilega varð Tómas þessi þekktastur fyrir bók sína Útópíu, þar sem hann lýsti hinu "fullkomna samfélagi“ eins og hann ímyndaði sér það. Hann þótti bæði fjölhæfur og fluggáfaður.

Skottið fullt af drasli
Ég hlustaði á útvarpið á leið minni til vinnu í gærmorgun og heyrði þar nýjan fróðleik sem ég á eftir að búa að það sem eftir lifir ævi minnar. Þar var læknir sem fræddi hlustendur um þá staðreynd að inntaka sítrónusafa að morgni í volgu vatni gerði kraftaverk

Virðingin og viskan
Snemma á lífsleiðinni var mér kennd sú göfuga dyggð að bera alltaf virðingu fyrir þeim sem mér væru eldri. Þetta er auðvitað mjög góð regla sem reyndist mér fullkomlega eðlilegt að fara eftir lengstum framan af.

Við ætlum að bjarga þessum spítala
Þakklæti hefur verið mér ofarlega í huga undanfarið. Ég hef verið minntur á það ítrekað að hér á Íslandi er að störfum margt vandað fagfólk á heilbrigðisstofnunum sem eru að hruni komnar vegna fjársveltis undanfarinna ára.

Ofsótti meirihlutinn
Það er algengt í umræðuhefð okkar nú á dögum að eldheitt hugsjónafólk missi sig í það sem kallað er pólitísk rétthugsun. Þeir sem eru hvað heitastir í því að reyna að hafa áhrif á ríkjandi og jafnvel íhaldssöm viðhorf samborgara sinna fá oft í hausinn ásakanir um öfgar og ofstopa.

Réttindi góða fólksins
Það er mjög gott að búa á Íslandi. Hér njóta allir ákveðinna grundvallaréttinda sem ekki verða af þeim tekin og eru vernduð af sjöunda kafla stjórnarskrár Íslands, mannréttindakaflanum. Mannréttindum er gjarnan skipt niður í frelsi og réttindi. Ég er hrifnastur af frelsinu til tjáningar og svo trúfrelsinu.

Léttvægar hríðskotabyssur
Ég hef miklar áhyggjur af okkur Íslendingum þessa dagana. Fólk virðist ekki hafa neinn skilning á nauðsyn valdstjórnarinnar til þess að vopnavæðast.

Föðurlegir ráðherrar
Nú er ég staddur í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands. Það er mikil upplifun að dvelja í þessum heimshluta og hverfið sem ég bý í er gerólíkt öllu því sem ég á að venjast á Íslandi.

Titrandi smáblóm sem deyr
Myndir þú vilja að íslensk króna yrði lögð niður og nothæfur gjaldmiðill tekinn upp? Hefðir þú áhuga á að sjá launataxta flestra starfsstétta hækka þannig að vinnandi fólk gæti loksins lifað mannsæmandi lífi?

Gott fólk sem gerir vonda hluti
Í dag er 11. september – dagsetning sem ég tengi ósjálfrátt við hryðjuverk og trúarofstæki. Í helgarblaði Fréttablaðsins las ég viðtal við Madsjíd Nili, mjög viðkunnanlegan sendiherra Írans á Íslandi.