Bólusetningar „Við verðum bara að vinna úr því sem við höfum“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ljóst að margir sem starfa í heilbrigðisþjónustu og telja sig útsetta fyrir kórónuveirusmiti munu þurfa að bíða í einhvern tíma eftir bóluefni þar sem þeir eru ekki fremstir í forgangsröðuninni. Sjúkraflutningamenn hafa gagnrýnt mjög að vera í fjórða forgangshópi samkvæmt reglugerð á meðan annað heilbrigðisstarfsfólk er í fyrstu hópum. Innlent 30.12.2020 17:54 Boltinn hjá Pfizer segir Þórólfur Þórólfur Guðnason bindur vonir við að fá svar sem fyrst frá Pfizer hvort hægt verði að koma á fót rannsóknarsamstarfi sem miði að því bólusetja stóran hluta þjóðarinnar gegn Covid-19. Boltinn er nú hjá Pfizer. Innlent 30.12.2020 14:30 Samningar við Moderna og Pfizer tryggja rúmlega 200 þúsund skammta Íslensk yfirvöld skrifuðu í dag undir samninga við lyfjafyrirtækin Moderna og Pfizer sem tryggja alls 208 þúsund skammta af bóluefnum fyrirtækjanna tveggja vegna Covid-19. Innlent 30.12.2020 13:57 „Baráttunni við COVID lýkur hvergi fyrr en henni lýkur alls staðar“ Það er stórkostlegur árangur að búið sé að fá leyfi til að nota bóluefni til notkunar í mönnum, innan við ári frá því að kórónuveiran sem veldur Covid-19 fannst. Innlent 30.12.2020 10:32 Náðu fimm skömmtum en ekki sex úr hverju glasi Aðeins náðust fimm skammtar úr hverju glasi af bóluefni Pfizer og BioNTech sem kom til landsins í gær en ekki sex eins og vonast var til. Reiknað er með að bólusetning á höfuðborgarsvæðinu klárist í dag. Innlent 30.12.2020 10:20 Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Þar af leiðandi er hægt að hefja bólusetningar með efninu í landinu. Erlent 30.12.2020 07:18 Breskir heilbrigðisstarfsmenn gætu þurft að velja hverjir lifa og hverjir deyja Breskir heilbrigðisstarfsmenn gætu á næstu dögum og vikum staðið frammi fyrir því að þurfa að velja hverjir lifa og hverjir deyja. Þetta segja sérfræðingar innan opinbera heilbrigðiskerfisins, sem sjá fram á mesta álag í sögu NHS vegna Covid-19 faraldursins. Erlent 29.12.2020 23:19 WHO: Munum þurfa að lifa með SARS-CoV-2 og megum vænta verra Bólusetning á heimsvísu mun ekki marka endalok Covid-19, segja vísindamenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þeir gera ráð fyrir að SARS-CoV-2 muni áfram fara um samfélagið, líkt og árstíðabundnar flensuveirur, og segja menn þurfa að læra að lifa með henni. Erlent 29.12.2020 22:43 Sprautan gegn veirunni líklega stærsta jólagjöfin Fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstétta, sem bólusettur var hér á landi, segir þetta líklega stærstu jólagjöfina. Það hafi ekkert verið vont - bara eins og að láta sprauta sig gegn flensu. Innlent 29.12.2020 22:36 Kurr í sjúkraflutningamönnum vegna forgangsröðunar í bólusetningu Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir kurr í félagsmönnum vegna forgangsröðunar í bólusetningu við kórónuveirunni. Sjúkraflutningamenn eru samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra í fjórða forgangshóp en ættu „í fullkomnum heimi“ að vera í fyrsta eða öðrum, að mati formannsins. Innlent 29.12.2020 21:34 Tregir Frakkar: Aðeins fjórir af tíu hyggjast þiggja bólusetningu Aðeins fjórir af hverjum tíu Frökkum hyggst láta bólusetja sig gegn Covid-19, samkvæmt niðurstöðum könnunar Ipsos Global Advisor og World Economic Forum. Erlent 29.12.2020 21:08 Fór „eins hátt upp í Pfizer“ og hann gat og lagði inn beiðni Forstjóri íslenska fyrirtækisins Controlant, sem kemur m.a. að dreifingu á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni, kveðst hafa komið hugmyndum um Ísland sem rannsóknarverkefni á framfæri við Pfizer. Hann hafi fengið þau svör að beiðninni yrði komið áleiðis. Viðskipti innlent 29.12.2020 18:44 Bóluefninu er ekki dælt í æð heldur vöðva Kári Stefánsson sá sig knúinn til að skamma Björn Inga Hrafnsson fyrir rugl í tengslum við bólusetningar. Innlent 29.12.2020 16:08 Telur ólíklegt að bóluefni AstraZeneca fái leyfi í janúar Ólíklegt er að Lyfjastofnun Evrópu geti samþykkt markaðsleyfi fyrir bóluefni AstraZeneca gegn Covid í janúar á næsta ári, ef marka má orð aðstoðarframkvæmdastjóra stofnunarinnar. Viðskipti erlent 29.12.2020 14:47 Fengu óvart fimmfaldan skammt bóluefnis Fjórir starfsmenn hjúkrunarheimilis í norðurhluta Þýskalands voru fluttir á sjúkrahús eftir að átta starfsmenn fengu fyrir mistök fimmfaldan, ráðlagðan skammt af bóluefni gegn Covid-19. Starfsmennirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús til að gæta allrar varúðar eftir að þeir fóru að finna fyrir flensulíkum einkennum. Erlent 29.12.2020 13:04 Allt bóluefnið fyrir fyrri sprautu forgangshópanna farið frá Distica Sólarhring eftir komu fyrstu skammtanna af Pfizer-bóluefninu til landsins er búið að senda það til heilbrigðisstofnana um allt land. Þetta kemur fram á heimasíðu Distica sem sér um dreifingu bóluefnisins hér á landi. Innlent 29.12.2020 12:43 „Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Útlit er fyrir að þriðja bylgja Covid-19 faraldursins sé í nokkurri lægð að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann vonar að upphaf bólusetningar hér á landi marki upphaf endaloka Covid-19. Innlent 29.12.2020 11:28 „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. Innlent 29.12.2020 09:46 Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. Innlent 29.12.2020 08:29 Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. Innlent 29.12.2020 09:04 Halda skrá yfir þá sem neita að láta bólusetja sig Heilbrigðisyfirvöld á Spáni munu halda skrá yfir þá einstaklinga sem neita að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Skránni verður deilt með öðrum aðildarríkjum Evrópusambandsins. Erlent 29.12.2020 07:38 Meirihluti fylgjandi því að bólusetning gegn Covid-19 verði skylda Sex af hverjum tíu sem tóku afstöðu í nýrri könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið vilja að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda hér á landi. Innlent 29.12.2020 06:51 Svona er dagskráin á sögulegum bólusetningardegi Bólusetning með bóluefni Pfizer/BioNTech við kórónuveirunni hefst á morgun, þriðjudaginn 29. desember, klukkan níu. Bólusett verður samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra; fyrst verður framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu bólusett og að því búnu íbúar á hjúkrunarheimilum og öldrunarstofnunum. Innlent 28.12.2020 23:14 Sprautan breytir litlu fyrst um sinn á heimili þess fyrsta Bólusetning 20 heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð fyrir kórónuveirunni á morgun mun breyta litlu fyrir starfið fyrst um sinn, að sögn forstöðumanns. Allir séu þó mjög spenntir fyrir bóluefninu, þar á meðal Þorleifur Hauksson, íbúi Seljahlíðar og sá fyrsti utan heilbrigðisstéttar sem bólusettur verður fyrir veirunni á Íslandi. Innlent 28.12.2020 19:20 Bólusetningar farnar af stað víðs vegar um heim Bólusetningar við kórónuveirunni eru nú farnar af stað víðs vegar um heiminn. Hjálparsamtök lýsa áhyggjum af skorti á bóluefni í fátækari löndum. Erlent 28.12.2020 17:37 Ísland fær 80 þúsund viðbótarskammta frá Pfizer Ísland fær 80 þúsund viðbótarskammta af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer í gegnum viðbótarsamning Evrópusambandsins um kaup á 100 milljónum skammta af efninu. Samningur Íslands um kaupin verður undirritaður á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Innlent 28.12.2020 17:16 Ætla að sprauta fimmtíu manns á korteri Ragnheiður Helga Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir ekkert stress fyrir bólusetningunni á morgun. Aðeins tilhlökkun. Tíu til tólf þúsund skammtar komu til landsins í dag, í duftformi, sem verður blandað í fyrramálið á Suðurlandsbraut. Innlent 28.12.2020 17:06 Klár í sprautuna: „Það sögðu allir nei, nema ég“ Þorleifur Hauksson verður fyrsti íbúi á hjúkrunarheimili til þess að fá bólusetningu við Covid-19 hér á landi. Eins og fram hefur komið eru framlínustarfsmenn og íbúar á hjúkrunarheimilum í forgangi. Innlent 28.12.2020 15:57 Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. Innlent 28.12.2020 14:49 „Þigg bólusetningu þegar kemur að mér“ Starfsmönnum bráðamóttöku Landspítalans eru farin að berast boð í bólusetningu. Þetta staðfestir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir göngudeildar Covid-19. Sjálfur hefur hann ekki fengið boð en segist afar rólegur; mikilvægast sé að bólusetja aldraða og þá sem eru í nánum samskiptum við sjúklinga. Innlent 28.12.2020 13:59 « ‹ 40 41 42 43 44 45 46 47 48 … 52 ›
„Við verðum bara að vinna úr því sem við höfum“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ljóst að margir sem starfa í heilbrigðisþjónustu og telja sig útsetta fyrir kórónuveirusmiti munu þurfa að bíða í einhvern tíma eftir bóluefni þar sem þeir eru ekki fremstir í forgangsröðuninni. Sjúkraflutningamenn hafa gagnrýnt mjög að vera í fjórða forgangshópi samkvæmt reglugerð á meðan annað heilbrigðisstarfsfólk er í fyrstu hópum. Innlent 30.12.2020 17:54
Boltinn hjá Pfizer segir Þórólfur Þórólfur Guðnason bindur vonir við að fá svar sem fyrst frá Pfizer hvort hægt verði að koma á fót rannsóknarsamstarfi sem miði að því bólusetja stóran hluta þjóðarinnar gegn Covid-19. Boltinn er nú hjá Pfizer. Innlent 30.12.2020 14:30
Samningar við Moderna og Pfizer tryggja rúmlega 200 þúsund skammta Íslensk yfirvöld skrifuðu í dag undir samninga við lyfjafyrirtækin Moderna og Pfizer sem tryggja alls 208 þúsund skammta af bóluefnum fyrirtækjanna tveggja vegna Covid-19. Innlent 30.12.2020 13:57
„Baráttunni við COVID lýkur hvergi fyrr en henni lýkur alls staðar“ Það er stórkostlegur árangur að búið sé að fá leyfi til að nota bóluefni til notkunar í mönnum, innan við ári frá því að kórónuveiran sem veldur Covid-19 fannst. Innlent 30.12.2020 10:32
Náðu fimm skömmtum en ekki sex úr hverju glasi Aðeins náðust fimm skammtar úr hverju glasi af bóluefni Pfizer og BioNTech sem kom til landsins í gær en ekki sex eins og vonast var til. Reiknað er með að bólusetning á höfuðborgarsvæðinu klárist í dag. Innlent 30.12.2020 10:20
Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Þar af leiðandi er hægt að hefja bólusetningar með efninu í landinu. Erlent 30.12.2020 07:18
Breskir heilbrigðisstarfsmenn gætu þurft að velja hverjir lifa og hverjir deyja Breskir heilbrigðisstarfsmenn gætu á næstu dögum og vikum staðið frammi fyrir því að þurfa að velja hverjir lifa og hverjir deyja. Þetta segja sérfræðingar innan opinbera heilbrigðiskerfisins, sem sjá fram á mesta álag í sögu NHS vegna Covid-19 faraldursins. Erlent 29.12.2020 23:19
WHO: Munum þurfa að lifa með SARS-CoV-2 og megum vænta verra Bólusetning á heimsvísu mun ekki marka endalok Covid-19, segja vísindamenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þeir gera ráð fyrir að SARS-CoV-2 muni áfram fara um samfélagið, líkt og árstíðabundnar flensuveirur, og segja menn þurfa að læra að lifa með henni. Erlent 29.12.2020 22:43
Sprautan gegn veirunni líklega stærsta jólagjöfin Fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstétta, sem bólusettur var hér á landi, segir þetta líklega stærstu jólagjöfina. Það hafi ekkert verið vont - bara eins og að láta sprauta sig gegn flensu. Innlent 29.12.2020 22:36
Kurr í sjúkraflutningamönnum vegna forgangsröðunar í bólusetningu Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir kurr í félagsmönnum vegna forgangsröðunar í bólusetningu við kórónuveirunni. Sjúkraflutningamenn eru samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra í fjórða forgangshóp en ættu „í fullkomnum heimi“ að vera í fyrsta eða öðrum, að mati formannsins. Innlent 29.12.2020 21:34
Tregir Frakkar: Aðeins fjórir af tíu hyggjast þiggja bólusetningu Aðeins fjórir af hverjum tíu Frökkum hyggst láta bólusetja sig gegn Covid-19, samkvæmt niðurstöðum könnunar Ipsos Global Advisor og World Economic Forum. Erlent 29.12.2020 21:08
Fór „eins hátt upp í Pfizer“ og hann gat og lagði inn beiðni Forstjóri íslenska fyrirtækisins Controlant, sem kemur m.a. að dreifingu á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni, kveðst hafa komið hugmyndum um Ísland sem rannsóknarverkefni á framfæri við Pfizer. Hann hafi fengið þau svör að beiðninni yrði komið áleiðis. Viðskipti innlent 29.12.2020 18:44
Bóluefninu er ekki dælt í æð heldur vöðva Kári Stefánsson sá sig knúinn til að skamma Björn Inga Hrafnsson fyrir rugl í tengslum við bólusetningar. Innlent 29.12.2020 16:08
Telur ólíklegt að bóluefni AstraZeneca fái leyfi í janúar Ólíklegt er að Lyfjastofnun Evrópu geti samþykkt markaðsleyfi fyrir bóluefni AstraZeneca gegn Covid í janúar á næsta ári, ef marka má orð aðstoðarframkvæmdastjóra stofnunarinnar. Viðskipti erlent 29.12.2020 14:47
Fengu óvart fimmfaldan skammt bóluefnis Fjórir starfsmenn hjúkrunarheimilis í norðurhluta Þýskalands voru fluttir á sjúkrahús eftir að átta starfsmenn fengu fyrir mistök fimmfaldan, ráðlagðan skammt af bóluefni gegn Covid-19. Starfsmennirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús til að gæta allrar varúðar eftir að þeir fóru að finna fyrir flensulíkum einkennum. Erlent 29.12.2020 13:04
Allt bóluefnið fyrir fyrri sprautu forgangshópanna farið frá Distica Sólarhring eftir komu fyrstu skammtanna af Pfizer-bóluefninu til landsins er búið að senda það til heilbrigðisstofnana um allt land. Þetta kemur fram á heimasíðu Distica sem sér um dreifingu bóluefnisins hér á landi. Innlent 29.12.2020 12:43
„Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Útlit er fyrir að þriðja bylgja Covid-19 faraldursins sé í nokkurri lægð að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann vonar að upphaf bólusetningar hér á landi marki upphaf endaloka Covid-19. Innlent 29.12.2020 11:28
„Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. Innlent 29.12.2020 09:46
Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. Innlent 29.12.2020 08:29
Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. Innlent 29.12.2020 09:04
Halda skrá yfir þá sem neita að láta bólusetja sig Heilbrigðisyfirvöld á Spáni munu halda skrá yfir þá einstaklinga sem neita að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Skránni verður deilt með öðrum aðildarríkjum Evrópusambandsins. Erlent 29.12.2020 07:38
Meirihluti fylgjandi því að bólusetning gegn Covid-19 verði skylda Sex af hverjum tíu sem tóku afstöðu í nýrri könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið vilja að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda hér á landi. Innlent 29.12.2020 06:51
Svona er dagskráin á sögulegum bólusetningardegi Bólusetning með bóluefni Pfizer/BioNTech við kórónuveirunni hefst á morgun, þriðjudaginn 29. desember, klukkan níu. Bólusett verður samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra; fyrst verður framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu bólusett og að því búnu íbúar á hjúkrunarheimilum og öldrunarstofnunum. Innlent 28.12.2020 23:14
Sprautan breytir litlu fyrst um sinn á heimili þess fyrsta Bólusetning 20 heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð fyrir kórónuveirunni á morgun mun breyta litlu fyrir starfið fyrst um sinn, að sögn forstöðumanns. Allir séu þó mjög spenntir fyrir bóluefninu, þar á meðal Þorleifur Hauksson, íbúi Seljahlíðar og sá fyrsti utan heilbrigðisstéttar sem bólusettur verður fyrir veirunni á Íslandi. Innlent 28.12.2020 19:20
Bólusetningar farnar af stað víðs vegar um heim Bólusetningar við kórónuveirunni eru nú farnar af stað víðs vegar um heiminn. Hjálparsamtök lýsa áhyggjum af skorti á bóluefni í fátækari löndum. Erlent 28.12.2020 17:37
Ísland fær 80 þúsund viðbótarskammta frá Pfizer Ísland fær 80 þúsund viðbótarskammta af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer í gegnum viðbótarsamning Evrópusambandsins um kaup á 100 milljónum skammta af efninu. Samningur Íslands um kaupin verður undirritaður á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Innlent 28.12.2020 17:16
Ætla að sprauta fimmtíu manns á korteri Ragnheiður Helga Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir ekkert stress fyrir bólusetningunni á morgun. Aðeins tilhlökkun. Tíu til tólf þúsund skammtar komu til landsins í dag, í duftformi, sem verður blandað í fyrramálið á Suðurlandsbraut. Innlent 28.12.2020 17:06
Klár í sprautuna: „Það sögðu allir nei, nema ég“ Þorleifur Hauksson verður fyrsti íbúi á hjúkrunarheimili til þess að fá bólusetningu við Covid-19 hér á landi. Eins og fram hefur komið eru framlínustarfsmenn og íbúar á hjúkrunarheimilum í forgangi. Innlent 28.12.2020 15:57
Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. Innlent 28.12.2020 14:49
„Þigg bólusetningu þegar kemur að mér“ Starfsmönnum bráðamóttöku Landspítalans eru farin að berast boð í bólusetningu. Þetta staðfestir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir göngudeildar Covid-19. Sjálfur hefur hann ekki fengið boð en segist afar rólegur; mikilvægast sé að bólusetja aldraða og þá sem eru í nánum samskiptum við sjúklinga. Innlent 28.12.2020 13:59