Lífið

Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“

Sif Sigmarsdóttir skrifar
Sif Sigmarsdóttir er með vikulega pistla á Vísi.
Sif Sigmarsdóttir er með vikulega pistla á Vísi. Vísir/Sara Rut

Ég ætlaði að byrja árið á jákvæðu nótunum. Staðreyndin er hins vegar sú að það borgar mér enginn laun fyrir að breiða út gleði. Eitt er það sem ég þoli verr við janúar en veðrið og Vísa-reikninginn. Ég hef skömm á öllum dálksentímetrum dagblaðanna sem fara undir völvu ársins.

Rýnt í aspas

Jemima Packington er bresk völva sem spáir í framtíðina með því að rýna í aspas. Hún varð fræg í kjölfar þess að hafa sagt fyrir um andlát Elísabetar Englandsdrottningar árið 2022.

Flestir láta sér nægja að borða aspas. Jemima Packington spáir hins vegar í hann.Getty

Þótt það hafi vart krafist mikilla ályktunarhæfileika – hvað þá aspasbúnts – að spá svo fyrir um framtíð 96 ára gamallar konu, líður nú ekki sá janúarmánuður án þess að Jemima mæti með aspasinn og greini almenningi frá því hvað árið beri í skauti sér.

Eðli spádóma

Enginn veitti því eftirtekt þegar Jemima Packington spáði því ranglega að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefði engar slæmar afleiðingar fyrir efnahag landsins eða að Donald Trump sigraði forsetakosningarnar árið 2020.

En slíkt er eðli spádóma. Þegar maður hefur rangt fyrir sér tekur enginn eftir því.

Það er því af fullkomnu sjálfsöryggi sem ég spái fyrir um árið 2026 með því að lesa í poka af gömlum gulrótum sem ég fann í ísskápnum.

Janúar er mánuður boðháttar. Gerðu magaæfingar. Farðu á djúskúr. Skráðu þig á námskeið. Hlauptu hálfmaraþon.

Getir þú ekki sigrast á þeim, gakktu til liðs við þá.

ÞETTA MUN GERAST Á ÁRINU 2026:

  • Grænar Ora baunir komast á lista UNESCO yfir menningararf.

  • Inga Sæland verður andlit nýrrar skólínu hjá Nike: „Air Inga“ – „just do it“.

  • Snorri Másson gengur til liðs við Samfylkinguna.

  • Sigmundi Davíð er létt yfir að vera aftur orðinn flottasti gaurinn í bergmálshellinum sínum.

  • Árangur íslenskra skólabarna stórbatnar eftir að Íslendingar hætta þátttöku í PISA könnuninni.

  • FIFA veitir blaðamannaverðlaun stjórnvöldum í Sádi-Arabíu og bloggaranum Páli Vilhjálmssyni.

  • Donald Trump vinnur Heimsmeistaramótið í fótbolta.

  • Gervigreind verður kosin borgarstjóri Reykjavíkur.

  • Miðflokkurinn leggur fram þingsályktunartillögu þess efnis að konur, sem fæða fleiri en þrjú börn, fái heildarsafn verka Halldórs Laxness að gjöf frá innanríkisráðuneytinu.

  • Ísland gengur úr EFTA, Davíð Oddsson verður kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, innflutningi á M&M verður hætt og bjórlíki verður valið drykkur ársins.

  • Ferðaþjónustan barmar sér.

  • Sjávarútvegurinn biður um ölmusu frá Mæðrastyrksnefnd.

  • Foreldrar, sem óska afkvæmum sínum til hamingju með afmælið á Facebook með yfirlýsingu um „að þau geri alla daga betri“, eru settir í straff fyrir að dreifa falsfréttum.

  • Stjórn Ríkisútvarpsins ákveður að gestir þáttarins Vikan með Gísla Marteini verði að lúta kvótum eftir kyni, búsetu, starfsgrein, þyngd og augnlit.

  • Jón Gnarr verður nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.

  • Framsóknarflokkurinn fer á þjóðminjaskrá.

  • Síðustu fimm lesendur Morgunblaðsins segja upp áskrift sinni í mótmælaskyni við uppsögn Kolbrúnar Bergþórsdóttur.

  • Þegar Kolbrún er ráðin aftur og telur sig sjá nakinn keisara spranga um ritstjórnina tekur Andrés Magnússon hana á teppið og kveður Stefán Einar einungis vera að prófa vinsælan stripl-lífsstíl fyrir Smartland.

  • Íslensk þjóðarframleiðsla dregst saman um sjö prósent þegar Nocco skortur verður í landinu.

  • Vegna verðbólgu hækkar „six, seven“ í „eight, nine“.

  • Það kemur eldgos, rigning og það snjóar.

  • Þetta reddast.

Gleðilegt ár.


Tengdar fréttir

Sundmenning Íslands á lista UNESCO

Að stinga sér til sunds í íslenskri sundlaug er ekki lengur bara hversdagsleg athöfn. Ekki frekar en að setjast niður og borða heimatilbúna máltíð á Ítalíu. Hvoru tveggja bætist á lista UNESCO yfir óáþreifilegan menningararf í vikunni.

Ráðherra hringdi í skóla­stjóra vegna týnds skópars

Inga Sæland félags- og húsnæðismálamálaráðherra mun hafa sagst hafa ítök í lögreglunni þegar hún hellti sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns hennar. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. Inga segir málið ekki koma Vísi við.

Snorri Más­son nýr vara­for­maður Mið­flokksins

Snorri Másson var kjörinn nýr varaformaður Miðflokksins á landsþingi flokksins í dag. Greidd voru 201 atkvæði. Snorri Másson hlaut 136 atkvæði, Ingibjörg Davíðsdóttir hlaut 64 atkvæði, og einn seðill var auður. 

Simmi vinsælasti leynigesturinn

Tæplega 27 prósent landsmanna segja Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins vera þann flokksformann sem þeir vildu helst fá sem óvæntan gest í nýárspartíið sitt, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Það kom Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í opna skjöldu að hún væri í öðru sæti „ekki nema fólk sé að búast við nikkunni.“

Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni

Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg eykst samkvæmt nýrri könnun Maskínu og mælist nú þrjátíu og eitt prósent. Fylgið hefur verið á uppleið síðan í júní þegar það var tuttugu og fimm prósent. Samkvæmt könnuninni er meirihlutinn í borginni fallinn.

Davíð trónir enn og aftur á toppnum

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er enn eina ferðina langtekjuhæstur fjölmiðlamanna samkvæmt nýju tekjublaði Frjálsrar verslunar. Davíð var í fyrra með 6,68 milljónir í laun á mánuði.

Ein­földun að segja að ís­lensk ferðaþjónusta sé lág­launa­grein

Pétur Óskarsson formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stjórn SAF ósátta við forsætisráðherrann og segir neikvæðni hennar í garð vaxtar í ferðaþjónustu valda miklum áhyggjum. Hann kallar eftir meiri stuðningi stjórnvalda og segir það einföldun hjá forsætisráðherra að kalla greinina láglaunagrein.

Flestir rekast á falsfréttir á Facebook

Átta af hverjum tíu segjast hafa rekist á upplýsingar á netinu síðustu tólf mánuði sem þau hafi efast um að væru sannar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu fjölmiðlanefndar um falsfréttir og upplýsingaóreiðu.

„Hvað er Gísli Marteinn gamall?“

Á vefsíðunni „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ er hægt að fylgjast með aldri fjölmiðlamannsins í rauntíma. Eigandi og forritari síðunnar segir hana hafa komið til vegna þjóðarþráhyggju Íslendinga að býsnast yfir unglegu útliti Gísla.

Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum

Kolbrúnu Bergþórsdóttur blaðamanni, gagnrýnanda og pistlahöfundi hefur verið sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu. Hún staðfestir þetta í samtali við Vísi.

„Auðvitað lét ég hann heyra það“

Andrés Magnússon fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins vildi eiga orð við Kolbrúnu Bergþórsdóttur, gagnrýnanda hjá RÚV, blaðamann og pistlahöfund þess sama blaðs en þar fór hann í geitarhús að leita ullar.

Gríðarlega löng röð í verslun Nocco

Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan tímabundna verslun Nocco í Smáralind. Fyrstu einstaklingarnir mættu klukkan hálf átta í morgun í von um að festa kaup á jóladagatali orkudrykkjasalans.

Hvað þýðir „six-seven“?

Frasinn „six-seven“ hefur á undanförnum mánuðum fest sig í sessi meðal ungmenna á samfélagsmiðlinum TikTok og í daglegu tali þeirra. Hann hefur ekki skýra eða fastmótaða merkingu, en er oft notaður til að vekja athygli. Þrátt fyrir þetta hefur trendið breiðst frá TikTok inn í skólastofur víða um heim. En hvað þýðir þetta í raun?

Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi

Enn er landris og kvikusöfnun við Svartsengi og því enn líkur á kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi. Kvikusöfnun er enn nokkuð hæg og því töluverð óvissa um tímasetningu. 

„Þetta reddast“ voru fyrstu orðin sem hann lærði

„Íslenska með hreim er tákn um hugrekki“, segir meðal annars í nýju appi, „Bara tala“, sem kennir íslensku á einfaldan og skemmtilegan hátt. Tvö hundruð manna fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu hefur nýtt sér úrræðið með mjög góðum árangri.

Gleði­legt nýtt ár kæru les­endur Vísis

Vísir sendir lesendum sínum nær og fjær – til sjávar og sveita – bestu óskir um farsælt nýtt ár. Megi árið 2026 færa okkur öllum frið og hamingju í hjarta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.