Eldgos og jarðhræringar Ákveðið að hætta að velja sér frídaga Í annað sinn á innan við ári gætu eldsumbrot truflað sumaráform samskiptastjóra almannavarna sem var á leið í sumarfrí á morgun. Tveir tímar liðu frá því að hún stimplaði sig út fyrir sumarleyfi í ágúst þegar eldgos hófst í Meradölum. Innlent 6.7.2023 11:40 Óvenju há rafleiðni ekki merki um yfirvofandi Kötlugos Óvenju há rafleiðni í Múlakvísl miðað við árstíma bendir ekki til þess að líkur hafi aukist á Kötlugosi. Náttúruvásérfræðingur Veðurstofu Íslands segir rafleiðni hægt og bítandi fara minnkandi. Hann hvetur fólk í grenndinni að fara varlega vegna jarðgass. Innlent 6.7.2023 10:42 Eldgos muni ekki fjölga ferðamönnum í sumar Forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu segir að eldgos eigi ekki eftir að hafa mikil áhrif á komu ferðamanna til skemmri tíma. Ekki sé mikið um laus hótelherbergi og erfitt væri að finna flugsæti. Til lengri tíma litið hafi eldgos þó góð áhrif á ímynd Íslands. Innlent 6.7.2023 10:35 Rafleiðni í Múlakvísl óvenju há Rafleiðni í Múlakvísl mælist nú óvenju há miðað við árstíma. Gasmælir á Láguhvolum mælir sömuleiðis jarðhitagas á svæðinu. Innlent 6.7.2023 07:19 Vaktin: Skjálfti að stærð 4,2 sá stærsti í dag Það dró heldur úr skjálftavirkni og skjálftastærð á Reykjanesskaga í nótt en alls mældust 750 skjálftar eftir miðnætti. Stærsti skjálfti dagsins var hins vegar 4,2 að stærð og reið yfir klukkan 11:03 í morgun. Innlent 6.7.2023 06:31 Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir tvö Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir klukkan tvö í nótt og fannst á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 6.7.2023 01:53 „Ég finn fyrir miklum kvíða“ Íbúi Grindavíkur finnur fyrir miklum kvíða og óöryggi vegna skjálftanna á Reykjanesskaga. Hún segist eiga erfitt með svefn vegna skjálftanna og þeir hafi valdið skemmdum á húsi hennar. Hún vonar að það fari að gjósa svo lengi sem skjálftarnir hætti. Innlent 5.7.2023 23:26 „Við erum komin inn á eldgosatímabil“ Eldfjallafræðingur segir eldgosatímabil hafið og að tíð eldgos verði næstu 300 til 400 árin. Allt bendi til þess að eldgos sé á leiðinni sem verði sambærilegt eldgosinu við Fagradalsfjall að stærð. Hann útilokar þó ekki að hraun renni yfir Reykjanesbraut. Innlent 5.7.2023 21:20 Bæjarstjórinn sneri úr fríi þegar skjálftahrinan hófst Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur var nýfarinn í sumarfrí þegar skjálftahrinan hófst á Reykjanesskaga og dreif sig aftur heim. Hann segir tímasetninguna óheppilega þar sem margir viðbragðsaðilar séu í sumarfríi og býst við gosi. Innlent 5.7.2023 16:56 Landrisið bendi til kraftmikils goss Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir umfang og útbreiðslu landriss á Reykjanesskaga benda til þess að nægilegt kvikumagn sé til staðar til þess að búa til kraftmikið gos. Slíkt gos yrði stærra en gos á Reykjanesskaga árið 2021 og 2022. Ljóst sé að kvika sé búin að ryðja sér til rúms í efri hluta jarðskorpunnar. Innlent 5.7.2023 16:37 Býst við skjálftum hátt í 6,3 að stærð Sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum býst við jarðskjálftum hátt í sex að stærð á næstu sólarhringum á Reykjanesskaga. Virknin á svæðinu er mjög sambærileg þeirri sem var í aðdraganda eldgossins á síðasta ári í Meradölum. Innlent 5.7.2023 13:43 Mátulegt „túristagos“ gott fyrir krónuna og verðbólguna „Ferðaþjónustan er orðin mjög mikilvæg atvinnugrein og hjálpar okkur sannarlega í baráttunni við verðbólguna,“ segir Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi um möguleg áhrif elgoss á stöðu efnahagsmála. Innlent 5.7.2023 12:02 Íbúar vanir skjálftum en þeir séu alltaf jafn óþægilegir Það er erfitt að venjast sífelldum jarðskjálftum segir formaður Bæjarráðs Grindavíkur og vettvangsstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Nú sé góður tímapunktur fyrir íbúa að fara yfir öll öryggisatriði sem þurfa að vera í lagi í skjálftahrinu. Innlent 5.7.2023 11:47 Appelsínugulur litakóði kominn á Fagradalsfjall Alþjóðaflugið hefur núna fengið viðvörun um að eldstöðin Fagradalsfjall sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Það gerðist á ellefta tímanum í morgun þegar alþjóðlegum litakóða var breytt úr grænum, sem þýðir engar vísbendingar um gos, yfir í appelsínugulan, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. Innlent 5.7.2023 11:31 Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. Innlent 5.7.2023 10:36 Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. Innlent 5.7.2023 10:08 Óvissustigi lýst yfir vegna skjálftanna Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst að kvöldi til 4. júlí og er enn í gangi. Innlent 5.7.2023 10:05 Vaktin: Beðið eftir eldgosi Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, segir menn nú frekar gera ráð fyrir að gos hefjist en ekki. Fundað var um stöðuna í morgun og óvissustigi hefur verið lýst yfir. Innlent 5.7.2023 09:27 Stærsti skjálftinn 4,8 að stærð Fjórir skjálftar við Fagradalsfjall hafa mælst stærri en 4 frá klukkan 7:30 í morgun. Stærsti skjálftinn hefur mælst 4,8 að stærð en hann varð klukkan 8:21. Innlent 5.7.2023 08:40 Skjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar klukkan 7:30 í morgun. Stórir skjálftar urðu einnig klukkan 7:42 og 7:46. Klukkan 8:21 varð skjálfti í kringum 4 að stærð. Innlent 5.7.2023 07:38 Almannavarnir funda með vísindamönnum klukkan 9 Yfir 1.600 jarðskjálftar hafa mælst við Fagradalsfjall frá því að hrina hófst í gær. Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð og frá klukkan 7.30 fjórir yfir fjórum, sá stærsti 4,6 stig. Innlent 5.7.2023 06:09 Skjálfti yfir þremur í Fagradalsfjalli Skjálfti mældist 3,6 að stærð með upptök við Fagradalsfjall klukkan 22:45 í kvöld. Skjálftinn kemur í kjölfarið af jarðskjálftahrinu sem hófst síðdegis í dag í norðaustanverðu Fagradalsfjalli, um klukkan 16:00. Um er að ræða stærsta skjálftann sem mælst hefur á Reykjanesskaganum það sem af er ári og fannst hann bæði þar og á höfuðborgarsvæðinu. Enginn órói mælist á svæðinu. Innlent 4.7.2023 23:22 Fólk á suðvesturhorninu má búa sig undir reglulega jarðskjálfta Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að landrisið í Reykjanesskaga gæti breytt sýn fólks á eldstöðvakerfin. Sífellt styttist í næsta gos og íbúar megi búa sig undir að búa við jarðskjálfta. Innlent 3.7.2023 18:03 Áframhaldandi landris og engar skyndilegar breytingar Áframhaldandi landris mælist á Reykjanesskaga en nokkuð stöðugt landris hefur sést nálægt Fagradalsfjalli frá því snemma í apríl. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið en engin merki um skyndilegar breytingar. Innlent 3.7.2023 14:11 Vísbendingar um jarðhitavirkni en ekki hægt að útiloka kvikuhreyfingar Aukin skjálftavirkni hefur mælst í Kötlu síðustu daga og hófst hrina þar skömmu eftir miðnætti í nótt. Jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli síðustu vikur er nú sú mesta síðan haustið 2016. Talið er að þetta séu merki um jarðhitavirkni á svæðinu en ekki er hægt að útiloka kvikuhreyfingar. Innlent 30.6.2023 12:10 Stærsti skjálftinn 4,4 í jarðskjálftahrinu í Mýrdalsjökli Jarðskjálftahrina reið yfir í Mýrdalsjökli í nótt og hafa yfir 80 skjálftar mælst, sá stærsti 4,4 að stærð. Innlent 30.6.2023 06:42 Snarpur skjálfti við Kleifarvatn Jarðskjálfti að stærð 3,2 reið yfir við á Reykjanesskaga klukkan 9:20 í morgun og fannst á höfuðborgarsvæði. Upptök skjálftans voru við Kleifarvatn. Innlent 28.6.2023 10:07 Skjálfti 3,6 að stærð í Mýrdalsjökli Skjálfti 3,6 að stærð varð í Mýrdalsjökli klukkan 7:42 í morgun. Honum fylgdi svo nokkrir minni skjálftar. Innlent 27.6.2023 09:42 Skjálftar í Kötlu Óvenjumikil skjálftavirkni hefur verið í Kötlu í Mýrdalsjökli frá því í gær og hafa þrír skjálftar yfir 3,0 að stærð mælst þar á rúmum sólarhring. Minna hefur verið um skjálfta síðdegis í dag og er enginn gosórói sjáanlegur. Ekki er óalgengt að skjálftar finnist á þessu svæði. Innlent 25.6.2023 17:48 Engar sýnilegar breytingar á virkni í Grímsvötnum Engar sýnilegar breytingar eru á virkni í Grímsvötnum en frá áramótum hafa um tíu til þrjátíu skjálftar mælst þar í hverjum mánuði. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands en árleg vorferð Jöklarannsóknarfélags Íslands á Vatnajökul var farin fyrstu vikuna í júní. Innlent 20.6.2023 06:59 « ‹ 59 60 61 62 63 64 65 66 67 … 134 ›
Ákveðið að hætta að velja sér frídaga Í annað sinn á innan við ári gætu eldsumbrot truflað sumaráform samskiptastjóra almannavarna sem var á leið í sumarfrí á morgun. Tveir tímar liðu frá því að hún stimplaði sig út fyrir sumarleyfi í ágúst þegar eldgos hófst í Meradölum. Innlent 6.7.2023 11:40
Óvenju há rafleiðni ekki merki um yfirvofandi Kötlugos Óvenju há rafleiðni í Múlakvísl miðað við árstíma bendir ekki til þess að líkur hafi aukist á Kötlugosi. Náttúruvásérfræðingur Veðurstofu Íslands segir rafleiðni hægt og bítandi fara minnkandi. Hann hvetur fólk í grenndinni að fara varlega vegna jarðgass. Innlent 6.7.2023 10:42
Eldgos muni ekki fjölga ferðamönnum í sumar Forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu segir að eldgos eigi ekki eftir að hafa mikil áhrif á komu ferðamanna til skemmri tíma. Ekki sé mikið um laus hótelherbergi og erfitt væri að finna flugsæti. Til lengri tíma litið hafi eldgos þó góð áhrif á ímynd Íslands. Innlent 6.7.2023 10:35
Rafleiðni í Múlakvísl óvenju há Rafleiðni í Múlakvísl mælist nú óvenju há miðað við árstíma. Gasmælir á Láguhvolum mælir sömuleiðis jarðhitagas á svæðinu. Innlent 6.7.2023 07:19
Vaktin: Skjálfti að stærð 4,2 sá stærsti í dag Það dró heldur úr skjálftavirkni og skjálftastærð á Reykjanesskaga í nótt en alls mældust 750 skjálftar eftir miðnætti. Stærsti skjálfti dagsins var hins vegar 4,2 að stærð og reið yfir klukkan 11:03 í morgun. Innlent 6.7.2023 06:31
Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir tvö Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir klukkan tvö í nótt og fannst á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 6.7.2023 01:53
„Ég finn fyrir miklum kvíða“ Íbúi Grindavíkur finnur fyrir miklum kvíða og óöryggi vegna skjálftanna á Reykjanesskaga. Hún segist eiga erfitt með svefn vegna skjálftanna og þeir hafi valdið skemmdum á húsi hennar. Hún vonar að það fari að gjósa svo lengi sem skjálftarnir hætti. Innlent 5.7.2023 23:26
„Við erum komin inn á eldgosatímabil“ Eldfjallafræðingur segir eldgosatímabil hafið og að tíð eldgos verði næstu 300 til 400 árin. Allt bendi til þess að eldgos sé á leiðinni sem verði sambærilegt eldgosinu við Fagradalsfjall að stærð. Hann útilokar þó ekki að hraun renni yfir Reykjanesbraut. Innlent 5.7.2023 21:20
Bæjarstjórinn sneri úr fríi þegar skjálftahrinan hófst Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur var nýfarinn í sumarfrí þegar skjálftahrinan hófst á Reykjanesskaga og dreif sig aftur heim. Hann segir tímasetninguna óheppilega þar sem margir viðbragðsaðilar séu í sumarfríi og býst við gosi. Innlent 5.7.2023 16:56
Landrisið bendi til kraftmikils goss Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir umfang og útbreiðslu landriss á Reykjanesskaga benda til þess að nægilegt kvikumagn sé til staðar til þess að búa til kraftmikið gos. Slíkt gos yrði stærra en gos á Reykjanesskaga árið 2021 og 2022. Ljóst sé að kvika sé búin að ryðja sér til rúms í efri hluta jarðskorpunnar. Innlent 5.7.2023 16:37
Býst við skjálftum hátt í 6,3 að stærð Sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum býst við jarðskjálftum hátt í sex að stærð á næstu sólarhringum á Reykjanesskaga. Virknin á svæðinu er mjög sambærileg þeirri sem var í aðdraganda eldgossins á síðasta ári í Meradölum. Innlent 5.7.2023 13:43
Mátulegt „túristagos“ gott fyrir krónuna og verðbólguna „Ferðaþjónustan er orðin mjög mikilvæg atvinnugrein og hjálpar okkur sannarlega í baráttunni við verðbólguna,“ segir Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi um möguleg áhrif elgoss á stöðu efnahagsmála. Innlent 5.7.2023 12:02
Íbúar vanir skjálftum en þeir séu alltaf jafn óþægilegir Það er erfitt að venjast sífelldum jarðskjálftum segir formaður Bæjarráðs Grindavíkur og vettvangsstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Nú sé góður tímapunktur fyrir íbúa að fara yfir öll öryggisatriði sem þurfa að vera í lagi í skjálftahrinu. Innlent 5.7.2023 11:47
Appelsínugulur litakóði kominn á Fagradalsfjall Alþjóðaflugið hefur núna fengið viðvörun um að eldstöðin Fagradalsfjall sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Það gerðist á ellefta tímanum í morgun þegar alþjóðlegum litakóða var breytt úr grænum, sem þýðir engar vísbendingar um gos, yfir í appelsínugulan, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. Innlent 5.7.2023 11:31
Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. Innlent 5.7.2023 10:36
Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. Innlent 5.7.2023 10:08
Óvissustigi lýst yfir vegna skjálftanna Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst að kvöldi til 4. júlí og er enn í gangi. Innlent 5.7.2023 10:05
Vaktin: Beðið eftir eldgosi Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, segir menn nú frekar gera ráð fyrir að gos hefjist en ekki. Fundað var um stöðuna í morgun og óvissustigi hefur verið lýst yfir. Innlent 5.7.2023 09:27
Stærsti skjálftinn 4,8 að stærð Fjórir skjálftar við Fagradalsfjall hafa mælst stærri en 4 frá klukkan 7:30 í morgun. Stærsti skjálftinn hefur mælst 4,8 að stærð en hann varð klukkan 8:21. Innlent 5.7.2023 08:40
Skjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar klukkan 7:30 í morgun. Stórir skjálftar urðu einnig klukkan 7:42 og 7:46. Klukkan 8:21 varð skjálfti í kringum 4 að stærð. Innlent 5.7.2023 07:38
Almannavarnir funda með vísindamönnum klukkan 9 Yfir 1.600 jarðskjálftar hafa mælst við Fagradalsfjall frá því að hrina hófst í gær. Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð og frá klukkan 7.30 fjórir yfir fjórum, sá stærsti 4,6 stig. Innlent 5.7.2023 06:09
Skjálfti yfir þremur í Fagradalsfjalli Skjálfti mældist 3,6 að stærð með upptök við Fagradalsfjall klukkan 22:45 í kvöld. Skjálftinn kemur í kjölfarið af jarðskjálftahrinu sem hófst síðdegis í dag í norðaustanverðu Fagradalsfjalli, um klukkan 16:00. Um er að ræða stærsta skjálftann sem mælst hefur á Reykjanesskaganum það sem af er ári og fannst hann bæði þar og á höfuðborgarsvæðinu. Enginn órói mælist á svæðinu. Innlent 4.7.2023 23:22
Fólk á suðvesturhorninu má búa sig undir reglulega jarðskjálfta Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að landrisið í Reykjanesskaga gæti breytt sýn fólks á eldstöðvakerfin. Sífellt styttist í næsta gos og íbúar megi búa sig undir að búa við jarðskjálfta. Innlent 3.7.2023 18:03
Áframhaldandi landris og engar skyndilegar breytingar Áframhaldandi landris mælist á Reykjanesskaga en nokkuð stöðugt landris hefur sést nálægt Fagradalsfjalli frá því snemma í apríl. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið en engin merki um skyndilegar breytingar. Innlent 3.7.2023 14:11
Vísbendingar um jarðhitavirkni en ekki hægt að útiloka kvikuhreyfingar Aukin skjálftavirkni hefur mælst í Kötlu síðustu daga og hófst hrina þar skömmu eftir miðnætti í nótt. Jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli síðustu vikur er nú sú mesta síðan haustið 2016. Talið er að þetta séu merki um jarðhitavirkni á svæðinu en ekki er hægt að útiloka kvikuhreyfingar. Innlent 30.6.2023 12:10
Stærsti skjálftinn 4,4 í jarðskjálftahrinu í Mýrdalsjökli Jarðskjálftahrina reið yfir í Mýrdalsjökli í nótt og hafa yfir 80 skjálftar mælst, sá stærsti 4,4 að stærð. Innlent 30.6.2023 06:42
Snarpur skjálfti við Kleifarvatn Jarðskjálfti að stærð 3,2 reið yfir við á Reykjanesskaga klukkan 9:20 í morgun og fannst á höfuðborgarsvæði. Upptök skjálftans voru við Kleifarvatn. Innlent 28.6.2023 10:07
Skjálfti 3,6 að stærð í Mýrdalsjökli Skjálfti 3,6 að stærð varð í Mýrdalsjökli klukkan 7:42 í morgun. Honum fylgdi svo nokkrir minni skjálftar. Innlent 27.6.2023 09:42
Skjálftar í Kötlu Óvenjumikil skjálftavirkni hefur verið í Kötlu í Mýrdalsjökli frá því í gær og hafa þrír skjálftar yfir 3,0 að stærð mælst þar á rúmum sólarhring. Minna hefur verið um skjálfta síðdegis í dag og er enginn gosórói sjáanlegur. Ekki er óalgengt að skjálftar finnist á þessu svæði. Innlent 25.6.2023 17:48
Engar sýnilegar breytingar á virkni í Grímsvötnum Engar sýnilegar breytingar eru á virkni í Grímsvötnum en frá áramótum hafa um tíu til þrjátíu skjálftar mælst þar í hverjum mánuði. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands en árleg vorferð Jöklarannsóknarfélags Íslands á Vatnajökul var farin fyrstu vikuna í júní. Innlent 20.6.2023 06:59