Enginn hafi sofið af sér erfiða og langa jarðskjálftahrinu Lovísa Arnardóttir skrifar 9. nóvember 2023 19:22 Páll Valur var búinn að pakka í tösku, til öryggis. Vísir/Einar Íbúar í Grindavík lýsa erfiðri nótt og einhverjir pökkuðu jafnvel í töskur. Bláa lóninu var lokað eftir mikla og tíða skjálftavirkni á svæðinu, sá stærsti var 4,8 að stærð Jarðhræringarnar fóru misvel í íbúa í nótt og voru margir lúnir í dag. „Ég er soldið þreytt en léttir að þetta err smá pása núna,“ sagði Ágústa og hélt áfram: „Þetta er svo óþægilegt á nóttunni. Þá er maður ómögulegur. Getur ekki lengið í rúminu og það glamrar allt.“ Valgerður var ekki sammála og sagði skjálftana á fimmtudaginn verri. En að það hefði þó skipt máli að hún var vakandi í gær þegar hrinan hófst. „Skárri heldur en aðfaranótt föstudags síðasta. Þá vaknaði ég við lætin en núna vissi ég að þetta var komið.“ Páll Valur Björnsson, íbúi og kennari í Grindavík, vaknaði við fyrsta skjálftann. „Svo var maður bara ferðinni og náði ekkert að festa svefn. Ég held ég lýsi upplifun allra í bænum þegar ég segi að þetta var mjög erfitt. Þetta er óhugnanlegt á meðan á þessu varir.“ Hann segir hrinurnar koma í lotum og það sé alltaf jafn erfitt að upplifa svefnleysið og hvernig taugakerfið er þanið. „Maður er bara þreyttur andlega,“ segir hann og að hans upplifun sé öðruvísi núna en áður. Skjálftarnir séu nær og alla skjálfta yfir tveimur finni þau vel. „Maður verður óöruggari og ég viðurkenni það fúslega að manni er órótt.“ Yfirlýsingar stundum misvísandi Hann segist treysta jarðvísindamönnum og sérfræðingum en að staðan sé einhvern veginn öðruvísi núna. Hann telur yfirlýsingar jarðvísindamanna stundum of glannalegar og að upplýsingar til íbúa hefðu mögulega mátt berast fyrr í síðustu viku. Hann setti á Facebook í nótt færslu þar sem hann spurði hvort einhver vildi kaupa hús. Páll Valur segist hafa sett færsluna inn í gríni. Hann vilji aðeins búa í Grindavík en að þau hjónin hafi samt sem áður pakkað í tösku í gær. „Við hjónin settum í töskur í gær. Svona aukafatnað og höfðum það út í bíl. Við eigum líka húsbíl og við fórum með hann austur í Árnessýslu og fáum að geyma hann þar á sveitabæ hjá kunningjafólki okkar. Við erum að gera ráðstafanir ef allt fer á versta veg, sem maður vonar sannarlega ekki. En maður veit aldrei.“ Hann segir þær sviðsmyndir sem búið er að teikna upp ekki spennandi. „Ég tala nú ekki um ef þetta kemur upp í Svartsengi. Við erum svo ofboðslega háð öllu þar þegar kemur að vatni og rafmagni. Það gæti orðið erfitt að búa hérna þá.“ Nóttin ekki notaleg Bæjarstjórinn tekur undir og segir nóttina hafa verið erfiða. „Hún var ekki notaleg hérna fyrir okkur íbúa hérna í Grindavík. Þetta voru sterkir skjálftar og íbúarnir fundu vel fyrir henni. Ég held að enginn hafi getað sofið af sér þessa hrinu sem var í nótt,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri. Bláa lóninu hefur nú verið lokað. Það mun standa autt í heila viku. Forsvarsmenn fyrirtækisins tóku þessa ákvörðun eftir stóra jarðskjálfthrinu í nótt. Fannar telur það hafa verið rétta ákvörðun. Bláa lónið verður autt næstu vikuna. Vísir/Einar „Það er óvissustig og með þessa atburði næturinnar held ég að það hafi verið alveg tímabært.“ Hann segir að bæjarstjórn sé í góðu sambandi við önnur fyrirtæki á svæðinu en Northern Lights Inn, hótel á svipuðum slóðum, var einnig lokað í dag. Þá segist hann einnig vera í góðu sambandi við yfirmenn í orkuverinu og þar sé stöðugt unnið að því að tryggja og varðveita innviði. Hann segir bæjaryfirvöld í daglegu sambandi við HS Orku og HS Veitur, það sé búið að tryggja varaaflsstöðvar og að það sé verið að vinna að því að finna varaaflsleiðir fyrir vatnsbólið. Hann segir mikilvægt fyrir íbúa að gera ráðstafanir. „Eins og að vera með nóg af vatni til drykkjar og mati með gott geymsluþol,“ segir Fannar en minnir þó á að svæðið sé ekki langt frá öðrum byggðum þar sem hægt sé að sækja vistir. „Við þurfum ekki að búast við því að vera innlyksa hér en það er alveg rétt að hafa allan varann á og vera undirbúin.“ Spurður hvort hann telji tilefni til að fara á hættustig segir hann það verkefni annarra að meta það. Þau fylgi þeim fyrirmælum sem fylgi hverju stigi. Hann segir vöktun mjög góða og að fundað sé með viðbragðsaðilum oft á dag. Þá vinni bæjaryfirvöld að því að koma upp viðburðum þar sem íbúar fái góðar upplýsingar og geti hist og talað saman. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Nokkuð jafnt landris þó hröðunin sé ólík Stórir skjálftar á Reykjanesinu í nótt þarf ekki að þýða aukinn hraða á kvikusöfnun. Skjálftarnir eru dæmi um hviðakennda skjálftavirkni sem búast má við meðan að kvikusöfnun er í gangi. Landið rís nokkuð jafnt þó hröðun mælist ólík á milli daga. 9. nóvember 2023 13:52 Engin merki um að kvika sé að færast ofar þrátt fyrir stóru skjálftana Frá miðætti hafa á þriðja tug jarðskjálfta mælst yfir þremur að stærð og þar af hafa sjö mælst fjórir að stærð og jafnvel stærri. Stærsti skjálftinn upp á 4,8 að stærð reið yfir klukkan 0:46 í nótt og svo fylgdi fjöldinn allur af stórum eftirskjálftum. Stóri skjálftinn í nótt er sá stærsti frá upp hafi jarðskjálftahrinunnar 25. október. 9. nóvember 2023 12:33 Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04 Skelkaðir hótelgestir við Bláa lónið láti sækja sig vegna skjálftanna Leigubílstjórar á Reykjanesskaga ferja nú gesti af hóteli Bláa lónsins sem eru óttaslegnir vegna stórra jarðskjálfta á svæðinu, sem fóru að gera vart við sig upp úr miðnætti. 9. nóvember 2023 01:50 Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira
Jarðhræringarnar fóru misvel í íbúa í nótt og voru margir lúnir í dag. „Ég er soldið þreytt en léttir að þetta err smá pása núna,“ sagði Ágústa og hélt áfram: „Þetta er svo óþægilegt á nóttunni. Þá er maður ómögulegur. Getur ekki lengið í rúminu og það glamrar allt.“ Valgerður var ekki sammála og sagði skjálftana á fimmtudaginn verri. En að það hefði þó skipt máli að hún var vakandi í gær þegar hrinan hófst. „Skárri heldur en aðfaranótt föstudags síðasta. Þá vaknaði ég við lætin en núna vissi ég að þetta var komið.“ Páll Valur Björnsson, íbúi og kennari í Grindavík, vaknaði við fyrsta skjálftann. „Svo var maður bara ferðinni og náði ekkert að festa svefn. Ég held ég lýsi upplifun allra í bænum þegar ég segi að þetta var mjög erfitt. Þetta er óhugnanlegt á meðan á þessu varir.“ Hann segir hrinurnar koma í lotum og það sé alltaf jafn erfitt að upplifa svefnleysið og hvernig taugakerfið er þanið. „Maður er bara þreyttur andlega,“ segir hann og að hans upplifun sé öðruvísi núna en áður. Skjálftarnir séu nær og alla skjálfta yfir tveimur finni þau vel. „Maður verður óöruggari og ég viðurkenni það fúslega að manni er órótt.“ Yfirlýsingar stundum misvísandi Hann segist treysta jarðvísindamönnum og sérfræðingum en að staðan sé einhvern veginn öðruvísi núna. Hann telur yfirlýsingar jarðvísindamanna stundum of glannalegar og að upplýsingar til íbúa hefðu mögulega mátt berast fyrr í síðustu viku. Hann setti á Facebook í nótt færslu þar sem hann spurði hvort einhver vildi kaupa hús. Páll Valur segist hafa sett færsluna inn í gríni. Hann vilji aðeins búa í Grindavík en að þau hjónin hafi samt sem áður pakkað í tösku í gær. „Við hjónin settum í töskur í gær. Svona aukafatnað og höfðum það út í bíl. Við eigum líka húsbíl og við fórum með hann austur í Árnessýslu og fáum að geyma hann þar á sveitabæ hjá kunningjafólki okkar. Við erum að gera ráðstafanir ef allt fer á versta veg, sem maður vonar sannarlega ekki. En maður veit aldrei.“ Hann segir þær sviðsmyndir sem búið er að teikna upp ekki spennandi. „Ég tala nú ekki um ef þetta kemur upp í Svartsengi. Við erum svo ofboðslega háð öllu þar þegar kemur að vatni og rafmagni. Það gæti orðið erfitt að búa hérna þá.“ Nóttin ekki notaleg Bæjarstjórinn tekur undir og segir nóttina hafa verið erfiða. „Hún var ekki notaleg hérna fyrir okkur íbúa hérna í Grindavík. Þetta voru sterkir skjálftar og íbúarnir fundu vel fyrir henni. Ég held að enginn hafi getað sofið af sér þessa hrinu sem var í nótt,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri. Bláa lóninu hefur nú verið lokað. Það mun standa autt í heila viku. Forsvarsmenn fyrirtækisins tóku þessa ákvörðun eftir stóra jarðskjálfthrinu í nótt. Fannar telur það hafa verið rétta ákvörðun. Bláa lónið verður autt næstu vikuna. Vísir/Einar „Það er óvissustig og með þessa atburði næturinnar held ég að það hafi verið alveg tímabært.“ Hann segir að bæjarstjórn sé í góðu sambandi við önnur fyrirtæki á svæðinu en Northern Lights Inn, hótel á svipuðum slóðum, var einnig lokað í dag. Þá segist hann einnig vera í góðu sambandi við yfirmenn í orkuverinu og þar sé stöðugt unnið að því að tryggja og varðveita innviði. Hann segir bæjaryfirvöld í daglegu sambandi við HS Orku og HS Veitur, það sé búið að tryggja varaaflsstöðvar og að það sé verið að vinna að því að finna varaaflsleiðir fyrir vatnsbólið. Hann segir mikilvægt fyrir íbúa að gera ráðstafanir. „Eins og að vera með nóg af vatni til drykkjar og mati með gott geymsluþol,“ segir Fannar en minnir þó á að svæðið sé ekki langt frá öðrum byggðum þar sem hægt sé að sækja vistir. „Við þurfum ekki að búast við því að vera innlyksa hér en það er alveg rétt að hafa allan varann á og vera undirbúin.“ Spurður hvort hann telji tilefni til að fara á hættustig segir hann það verkefni annarra að meta það. Þau fylgi þeim fyrirmælum sem fylgi hverju stigi. Hann segir vöktun mjög góða og að fundað sé með viðbragðsaðilum oft á dag. Þá vinni bæjaryfirvöld að því að koma upp viðburðum þar sem íbúar fái góðar upplýsingar og geti hist og talað saman.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Nokkuð jafnt landris þó hröðunin sé ólík Stórir skjálftar á Reykjanesinu í nótt þarf ekki að þýða aukinn hraða á kvikusöfnun. Skjálftarnir eru dæmi um hviðakennda skjálftavirkni sem búast má við meðan að kvikusöfnun er í gangi. Landið rís nokkuð jafnt þó hröðun mælist ólík á milli daga. 9. nóvember 2023 13:52 Engin merki um að kvika sé að færast ofar þrátt fyrir stóru skjálftana Frá miðætti hafa á þriðja tug jarðskjálfta mælst yfir þremur að stærð og þar af hafa sjö mælst fjórir að stærð og jafnvel stærri. Stærsti skjálftinn upp á 4,8 að stærð reið yfir klukkan 0:46 í nótt og svo fylgdi fjöldinn allur af stórum eftirskjálftum. Stóri skjálftinn í nótt er sá stærsti frá upp hafi jarðskjálftahrinunnar 25. október. 9. nóvember 2023 12:33 Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04 Skelkaðir hótelgestir við Bláa lónið láti sækja sig vegna skjálftanna Leigubílstjórar á Reykjanesskaga ferja nú gesti af hóteli Bláa lónsins sem eru óttaslegnir vegna stórra jarðskjálfta á svæðinu, sem fóru að gera vart við sig upp úr miðnætti. 9. nóvember 2023 01:50 Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira
Nokkuð jafnt landris þó hröðunin sé ólík Stórir skjálftar á Reykjanesinu í nótt þarf ekki að þýða aukinn hraða á kvikusöfnun. Skjálftarnir eru dæmi um hviðakennda skjálftavirkni sem búast má við meðan að kvikusöfnun er í gangi. Landið rís nokkuð jafnt þó hröðun mælist ólík á milli daga. 9. nóvember 2023 13:52
Engin merki um að kvika sé að færast ofar þrátt fyrir stóru skjálftana Frá miðætti hafa á þriðja tug jarðskjálfta mælst yfir þremur að stærð og þar af hafa sjö mælst fjórir að stærð og jafnvel stærri. Stærsti skjálftinn upp á 4,8 að stærð reið yfir klukkan 0:46 í nótt og svo fylgdi fjöldinn allur af stórum eftirskjálftum. Stóri skjálftinn í nótt er sá stærsti frá upp hafi jarðskjálftahrinunnar 25. október. 9. nóvember 2023 12:33
Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04
Skelkaðir hótelgestir við Bláa lónið láti sækja sig vegna skjálftanna Leigubílstjórar á Reykjanesskaga ferja nú gesti af hóteli Bláa lónsins sem eru óttaslegnir vegna stórra jarðskjálfta á svæðinu, sem fóru að gera vart við sig upp úr miðnætti. 9. nóvember 2023 01:50