Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Nánast engar spennubreytingar

Spennubreytingar hafa ekki fylgt gosinu í Geldingadal. Gasmengunin er talsverð við gosstöðvarnar og getur fólk lagt sig í mikla hættu við að vera þar.

Innlent
Fréttamynd

Stórbrotnar ljósmyndir RAX af eldgosinu

Eldgosið í Geldingadal er sagt lítið í samanburði við fyrri eldgos á Íslandi. Engu að síður er um magnað sjónarspil að ræða þar sem náttúrunnar öfl eru að verki og sjón er sögu ríkari. Eldtungurnar frussast upp úr gígunum og logandi hraunið flæðir í stríðum straumum líkt og þeir sem lagt hafa leið sína á vettvang hafa glögglega orðið varir við.

Innlent
Fréttamynd

Jarðskjálfti yfir þrír að stærð í nótt en virkni eldgossins stöðug

Jarðskjálfti að stærðinni 3,2 mældist skammt frá Grindavík í nótt en að öðru leyti hefur verið tiltölulega lítil skjálftavirkni á jarðhræringasvæðinu á Reykjanesi frá því á miðnætti. Gasmengun frá eldgosinu í Geldingadal hefur ekki mælst yfir hættumörkum á höfuðborgarsvæðinu en brennisteinsdíoxíð mældist í lífshættulegu magni við gosstöðvarnar við upphaf gossins að sögn náttúruvársérfræðings.

Innlent
Fréttamynd

Fólk streymir enn í Geldingadal og margir illa búnir

Fjölmargir hafa gert sér leið upp í Geldingadal í gærkvöldi og í nótt. Fólk hefur jafnvel gist í tjöldum við eldgosið en margir hafa verið illa búnir fyrir ferðalagið og einhverjir hafa örmagnast. Þá er veður við gosstað orðið slæmt.

Innlent
Fréttamynd

Róleg nótt í Geldingadal

Nóttin var frekar róleg í Geldingadal á Reykjanesi. Hraunflæðið á svæðinu hefur að mestu verið það sama og það var í gærkvöldi, þó það hafi sveiflast upp og niður.

Innlent
Fréttamynd

„Það er auðvitað ekkert huggulegt við þetta“

Hraunflæð virðist vera nokkuð stöðugt í eldgosinu í Geldingadal og staðan að mestu óbreytt frá því Vísindanefnd almannavarna sendi frá sér tilkynningu um stöðu mála fyrr í kvöld. Um fimm hundruð jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu síðasta sólarhringinn og var sá stærsti ekki nema 2,8 að stærð. Grannt er fylgst með gangi mála hvað varðar gosið sjálft og hugsanlega gasmengun af völdum þess. Von er á nýjum myndum frá gervihnetti á morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Finnst fólk vera komið full nálægt þessu“

Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kveðst skilja áhuga fólks á því að vilja sjá eldgosið í Geldingadal með berum augum. Honum hugnist ekki að stilla upp löggæslu til að koma í veg fyrir að fólk fari inn á svæðið en brýnir á sama tíma fyrir því að mikilvægt sé að kynna sér þá hættu sem er til staðar á svæðinu. Fjöldi fólks hefur í dag lagt leið sína að gosstöðvunum en fólk er varað við því að fara of nálægt.

Innlent
Fréttamynd

Lítið en mikilfenglegt „túristagos“

Eldgosið í Geldingadal hefur nú staðið í næstum sólahring. Þetta er lítið gos en mikilfenglegt engu að síður, segja þeir sem hafa séð það með eigin augum. Fögur gígaröð er að mótast í gosinu, sem kann að vera það fyrsta af mörgum.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar hraun­tungur geta brotist fram á miklum hraða sem erfitt er að forðast á hlaupum

Vísindaráð almannavarna varar við dvöl nálægt gosstöðvunum í Geldingadal. Mælt er með því að fólk virði fyrir sér gosstöðvarnar frá hæðum í kringum Geldingadal en fari ekki of nálægt. Til að mynda er varað við því að glóandi hraun geti fallið úr hraunjaðrinum og „hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram úr hraunjaðrinum með miklum hraða sem erfitt að forðast á hlaupum.“

Innlent
Fréttamynd

Fögur gígaröð er að mótast í eldgosinu

Ný fögur gígaröð virðist ætla að verða til með eldgosinu í Geldingadölum við Fagradalsfjall. Sjón er sögu ríkari á meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var í þyrluflugi fréttamanna Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um tíuleytið í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Eldsumbrotum á Reykjanesi eigi eftir að fjölga til muna

Einn reynslumesti jarðeðlisfræðingur landsins segir að gosið í Geldingadal sýni að runnið sé upp nýtt kvikuskeið á Reykjanesinu. Eldsumbrotin minni á upphaf Kröfluelda og faslega megi gera ráð fyrir fleiri eldgosum á Reykjanesskaganum í náinni framtíð.

Innlent
Fréttamynd

Eitt minnsta gos sem sögur fara af og hraunflæðið á við Elliðaár

Ólíklegt er að mikil jarðskjálftavirkni verði í kjölfar eldgossins í Geldingadal en áfram er von á smáskjálftum. Engin hætta stafar af gasmengun í byggð að svo stöddu en mengunin gerir að að verkum að mjög hættulegt getur verið að fara upp að svæðinu við vissar aðstæður. 

Innlent
Fréttamynd

Á von á gasinu til höfuð­borgar­svæðisins upp úr há­degi

Von er á því að gas úr gosinu í Geldingadal berist í átt að höfuðborgarsvæðinu frá og með hádegi í dag og fram eftir kvöldi. Þetta segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Hún segir þó litlar líkur á að gasið verði í hættulegu magni og líklegast að það verði mjög lítið. 

Innlent
Fréttamynd

Ekki líklegt að gasmengun berist til Grindavíkur

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir að eldgosið í Geldingadal hafi létt á spennu á svæðinu og þess sé vænst að jarðskjálftum muni fækka. Enn sé þó mögulegt að þeim gæti fjölgað, þó það sé ólíklegra.

Innlent
Fréttamynd

Almannavarnastig lækkað niður á hættustig

Almannavarnastig hefur verið lækkað niður á hættustig vegna eldgoss í Geldingadal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Neyðtarstigi var lýst í gærkvöldi þegar ljóst var að byrjað var að gjósa.

Innlent
Fréttamynd

Myndskeið af eldgosinu

Hraunið flæðir upp úr jörðinni í Geldingadal á Reykjanesi. Sérfræðingar Veðurstofunnar segja um lítið eldgos að ræða.

Innlent