Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júlí 2021 22:56 Fjölmennt var á Langahrygg á laugardag. KMU Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. Fyrir ferðamenn og þá sem gera út á eldgosið var þetta himnasending aðfararnótt laugardags þegar gígurinn fór aftur að spúa eldi og eimyrju eftir fjögurra daga goshlé. Bjartviðri var á svæðinu á laugardag, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2, og fékkst þá góð sýn af Langahrygg, sem orðinn er vinsælasti útsýnisstaðurinn. Af Langahrygg blasir eldgígurinn við. Fjær lengst til vinstri sést svonefndur Gónhóll, sem var aðalútsýnisstaðurinn áður en hraunið girti fyrir hann.KMU Þangað er um klukkustundar gangur frá bílastæðum við Suðurstrandarveg um gönguleið C. Í góðu skyggni sést þaðan vel yfir á gígopið en einnig yfir hraunbreiðurnar. Þyrluflugið tók einnig við sér þegar birti til og mátti sjá þrjár til fjórar þyrlur samtímis á sveimi yfir gosstöðvunum, bæði frá þyrluflugfélögum og Landhelgisgæslunni. Kraumandi hrauntjörnin í gígnum. Til hægri sést hraunáin renna frá gígnum um göng.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands Gæsluþyrlan flutti liðsmenn úr eldfjalla- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands á svæðið og tóku þeir þessar drónamyndir af gígnum til að gera úttekt á virkni hans. Jóna Sigurlína Pálmadóttir meistaranemi stýrði flugi drónans. Myndirnar sýna vel kraumandi hrauntjörnina en einnig hvernig hraunelfan rennur frá gígnum um göng. Þaðan flæddi hraunáin á talsverðum hraða til austurs niður í Meradali en þar ógnar hraunið engum mannvirkjum. Hraunáin rennur úr göngunum til Meradala.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands Erlendir ferðamenn virðast núna vera yfirgnæfandi í hópi gosferðalanga. Íslendingar sem voru á svæðinu giskuðu á að útlendingar væru um níutíu prósent gesta og mátti heyra þá hrópa af hrifningu þegar kvikustrókarnir þeyttust til himins. Lítið hefur sést til gossins í dag vegna þoku en óróamælir Veðurstofunnar á Fagradalsfjalli sýnir að það hefur haldið svipuðum takti í dag og var um helgina. Óróaritið sýnir að ekkert lát hefur verið á eldgosinu frá því það tók sig upp að nýju aðfararnótt laugardags eftir fjögurra sólarhringa hlé.Veðurstofa Íslands Samkvæmt teljurum voru um þrjú þúsund manns á staðnum á laugardag og litlu færri á sunnudag. Svo virðist sem slæmt skyggni breyti litlu um fjölda útlendinga. Þeir láta sér þá bara nægja að skoða nýja hraunið í Nátthaga en þangað er innan við hálftíma gangur frá þjóðveginum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Fyrir ferðamenn og þá sem gera út á eldgosið var þetta himnasending aðfararnótt laugardags þegar gígurinn fór aftur að spúa eldi og eimyrju eftir fjögurra daga goshlé. Bjartviðri var á svæðinu á laugardag, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2, og fékkst þá góð sýn af Langahrygg, sem orðinn er vinsælasti útsýnisstaðurinn. Af Langahrygg blasir eldgígurinn við. Fjær lengst til vinstri sést svonefndur Gónhóll, sem var aðalútsýnisstaðurinn áður en hraunið girti fyrir hann.KMU Þangað er um klukkustundar gangur frá bílastæðum við Suðurstrandarveg um gönguleið C. Í góðu skyggni sést þaðan vel yfir á gígopið en einnig yfir hraunbreiðurnar. Þyrluflugið tók einnig við sér þegar birti til og mátti sjá þrjár til fjórar þyrlur samtímis á sveimi yfir gosstöðvunum, bæði frá þyrluflugfélögum og Landhelgisgæslunni. Kraumandi hrauntjörnin í gígnum. Til hægri sést hraunáin renna frá gígnum um göng.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands Gæsluþyrlan flutti liðsmenn úr eldfjalla- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands á svæðið og tóku þeir þessar drónamyndir af gígnum til að gera úttekt á virkni hans. Jóna Sigurlína Pálmadóttir meistaranemi stýrði flugi drónans. Myndirnar sýna vel kraumandi hrauntjörnina en einnig hvernig hraunelfan rennur frá gígnum um göng. Þaðan flæddi hraunáin á talsverðum hraða til austurs niður í Meradali en þar ógnar hraunið engum mannvirkjum. Hraunáin rennur úr göngunum til Meradala.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands Erlendir ferðamenn virðast núna vera yfirgnæfandi í hópi gosferðalanga. Íslendingar sem voru á svæðinu giskuðu á að útlendingar væru um níutíu prósent gesta og mátti heyra þá hrópa af hrifningu þegar kvikustrókarnir þeyttust til himins. Lítið hefur sést til gossins í dag vegna þoku en óróamælir Veðurstofunnar á Fagradalsfjalli sýnir að það hefur haldið svipuðum takti í dag og var um helgina. Óróaritið sýnir að ekkert lát hefur verið á eldgosinu frá því það tók sig upp að nýju aðfararnótt laugardags eftir fjögurra sólarhringa hlé.Veðurstofa Íslands Samkvæmt teljurum voru um þrjú þúsund manns á staðnum á laugardag og litlu færri á sunnudag. Svo virðist sem slæmt skyggni breyti litlu um fjölda útlendinga. Þeir láta sér þá bara nægja að skoða nýja hraunið í Nátthaga en þangað er innan við hálftíma gangur frá þjóðveginum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira