Hegðun gossins í dag gefi litla vísbendingu um framtíðina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júlí 2021 11:29 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Vilhelm Prófessor í eldfjallafræði segir að sá mikli kraftur sem sást í eldgosinu í Geldingadölum um helgina sé hluti af því mynstri sem sést hefur undanfarnar vikur. Hann telur ómögulegt að segja til um hvenær gosinu muni ljúka út frá mælingum dagsins í dag. Mikill kraftur var í gosinu nú um helgina og þegar mest lét mátti sjá bjarma þess frá höfuðborgarsvæðinu, sem hefur iðulega gerst þegar það er í hvað kraftmestum ham. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir þetta stemma við það mynstur sem sést hefur á gosstöðvunum undanfarið. Hann segir að í síðustu viku hafi orðið smávægileg breyting á hegðun gossins í gígnum sjálfum. Í stað stuttra, púlskenndra kvikustróka á tuttugu mínútna fresti hafi orðið sígos í gígnum, með stöðugum kvikustrókum sem vörðu í sex til sextán tíma. Slíkar hrinur eru nú orðnar fimm talsins, frá því hegðunin breyttist. „Gosið er í raun og veru bara í sama ham og það er búið að vera undanfarnar vikur og mánuði, en þetta sem það er að sýna okkur á yfirborðinu hefur breyst aðeins. Þetta gefur okkur bara fjölbreytt sjónarspil,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir svo gott sem ómögulegt að ráða í það hvenær gosinu muni ljúka, út frá hegðun þess í dag. „Það getur hætt á morgun, eða eftir þrjú ár eða eftir þrjátíu ár. Ég held að það sé óhætt að segja það að það sem við erum að horfa á núna í sambandi við virknina, það eru engin skýr merki um það að gosið sé að hægja á sér eða fara að hætta.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira
Mikill kraftur var í gosinu nú um helgina og þegar mest lét mátti sjá bjarma þess frá höfuðborgarsvæðinu, sem hefur iðulega gerst þegar það er í hvað kraftmestum ham. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir þetta stemma við það mynstur sem sést hefur á gosstöðvunum undanfarið. Hann segir að í síðustu viku hafi orðið smávægileg breyting á hegðun gossins í gígnum sjálfum. Í stað stuttra, púlskenndra kvikustróka á tuttugu mínútna fresti hafi orðið sígos í gígnum, með stöðugum kvikustrókum sem vörðu í sex til sextán tíma. Slíkar hrinur eru nú orðnar fimm talsins, frá því hegðunin breyttist. „Gosið er í raun og veru bara í sama ham og það er búið að vera undanfarnar vikur og mánuði, en þetta sem það er að sýna okkur á yfirborðinu hefur breyst aðeins. Þetta gefur okkur bara fjölbreytt sjónarspil,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir svo gott sem ómögulegt að ráða í það hvenær gosinu muni ljúka, út frá hegðun þess í dag. „Það getur hætt á morgun, eða eftir þrjú ár eða eftir þrjátíu ár. Ég held að það sé óhætt að segja það að það sem við erum að horfa á núna í sambandi við virknina, það eru engin skýr merki um það að gosið sé að hægja á sér eða fara að hætta.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira