Aðrar íþróttir

23 ára heimsmeistari lést eftir baráttu við krabbamein
Suður-Kórea syrgir einn sinn fremsta íþróttamann, skautapretthlauparann Noh Jin-Kyu.

Freydís Halla þrefaldur Íslandsmeistari á skíðum
Freydís Halla Einarsdóttir og Einar Kristinn Kristgeirsson urðu í dag Íslandsmeistarar í stórsvigi á Skíðamóti Íslands en keppt var í Skálafelli.

Fanney setti nýtt Íslandsmet í bekkpressu
Evrópumeistarinn Fanney Hauksdóttir úr Gróttu setti nýtt Íslandsmet í dag þegar hún tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í klassískri bekkpressu í íþróttahúsi Kennaraháskólans.

Freydís Halla hafði betur gegn Maríu í sviginu | Sturla vann hjá strákunum
Freydís Halla Einarsdóttir og Sturla Snær Snorrason urðu í dag Íslandsmeistarar í svigi á á Skíðamóti Íslands í Skálafelli.

Læknir segist hafa gefið leikmönnum Arsenal, Chelsea og Leicester ólögleg lyf
Breski læknirinn Mark Bonar segist hafa gefið 150 íþróttamönnum í Englandi ólögleg lyf en þar á meðal eru leikmenn í ensku úrvalsdeildinni, breskir hjólreiðamenn í Tour de France, hnefaleikameistari, tennisspilarar, bardagaíþróttamenn og krikketleikmenn.

Elsa Guðrín og Sævar Íslandsmeistarar í hefðbundinni göngu
Sævar Birgisson og Elsa Guðrún Jónsdóttir sigruðu og urðu Íslandsmeistarar í göngu með hefðbundinni aðferð. Segja má að sigurinn hafi aldrei verið í hættu hjá hvorugu þeirra en þau sýndu bæði mikla yfirburði í dag.

Fanney heimsmeistari mun keppa á heimavelli um helgina
Gróttukonan Fanney Hauksdóttir, heimsmeistari unglinga í bekkpressu 2015 og Evrópumeistari í bekkpressu 2015, verður meðal keppenda á Íslandsmeistaramótinu í klassískri bekkpressu sem fer fram um helgina íþróttahúsi kennaraháskólans við Háteigsveg.

Stelpurnar í Aftureldingu meistarar eftir æsispennandi lokaumferð
Blakstelpurnar í Aftureldingu halda áfram að safna titlum en í gær urðu þær deildarmeistarar aðeins tæpum tveimur vikum eftir að þær unnu bikarmeistaratitilinn í Laugardalshöllinni.

Þurfum að hjálpa þeim út úr skápnum og láta vita að þau eru ekki ein í heiminum
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur átak til að uppfræða um samkynhneigð í íþróttum.

Ólympíustjarna seinheppin í lyftingasalnum | Myndband
Mattie Rogers er framtíðarstjarna Bandaríkjanna í lyftingum en hún hafði ekki alveg heppnina með sér í lyftingasalnum á dögunum.

Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum | Talar um síðasta vígi samkynhneigðra á Íslandi
Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag.

Tveir belgískir hjólreiðamenn létust á jafnmörgum dögum
Belgíski hjólreiðamaðurinn Daan Myngheer lést í gærkvöldi, 22 ára að aldri.

Svíar sönkuðu að sér verðlaunum
Í dag lauk keppni á Evrópumóti unglinga sem fram fór í Keiluhöllinni Egilshöll.

Norðurlandaþjóðirnar sigursælar á Evrópumóti ungmenna í keilu | Myndir
Norðurlandaþjóðirnar hafa verið sigursælar á Evrópumóti ungmenna (U-18 ára) í keilu en mótið fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll nú um páskana.

Ótrúleg saga skautadrottningar á leið á hvíta tjaldið
Ástralska leikkonan Margot Robbie mun fara með hlutverk skautadrottningarinnar Tonyu Harding í væntanlegri kvikmynd sem ber nafnið I, Tonya.

Blakmaður dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga 12 ára stúlku
Steven Van de Velde átti möguleika á að keppa fyrir lið Hollands í strandblaki á Ólympíuleikunum í Ríó.

Sjáðu einvígi íslensku ofurkvennanna | Myndband
Íslensku krossfitkonurnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu magnaða keppni um titilinn hraustasta kona heims í Bandaríkjunum síðasta sumar og á dögunum áttust þær við í fyrsta skiptið síðan þá.

Enn bætir María sinn besta árangur
Hefur náð frábærum árangri á sterkri mótaröð í Norður-Ameríku.

María Helga vann gull og brons í Svíþjóð
Tók gull í kumite og brons í kata á opna sænska meistaramótinu í Karate.

KA bikarmeistari karla í blaki | Myndir
KA er bikarmeistari karla í blaki eftir 3-1 sigur á Þrótti frá Neskaupsstað í Laugardalshöll í dag, en leikurinn var hin mesta skemmtun.

Afturelding bikarmeistari kvenna í blaki
Afturelding er bikarmeistari kvenna í blaki eftir 3-0 sigur á Þróttur frá Neskaupsstað í úrslitaleik liðanna í Laugardalshöll í dag.

Þetta er alls ekki strákaíþrótt
Síðustu tvær helgar hafa verið frábærar fyrir karatekonuna og Blikann Svönu Kötlu Þorsteinsdóttur því hún fylgdi eftir tvöföldum Íslandsmeistaratitli í kata með gulli og silfri á sterku móti í Svíþjóðþ

Krúttlegur riddari í hvítum karategalla | Myndband
Sá að stelpa var í „vandræðum“ og var fljótur að sýna riddaramennsku og koma henni til aðstoðar.

„Var Sharapova með kransæðasjúkdóm?“
Teitur Guðmundsson, læknir, veltir því fyrir sér hvort það sé í lagi að svindla ef enginn fatti það.

Elías og Svana Katla vörðu Íslandsmeistaratitla sína
Elías Snorrason úr KFR og Svana Katla Þorsteinsdóttir úr Breiðabliki urðu í gær Íslandsmeistarar í kata fullorðinna í karate en Íslandsmeistaramótið fór fram í íþróttahúsi Hagaskóla í umsjón karatefélagsins Þórshamars.

Sunna og Silvía báðar með þrennu | Tveir stórsigrar í röð
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí vann annan flottan sigur annan daginn í röð á heimsmeistaramóti kvenna en Ísland keppir í B-riðli 2. deildar.

Akureyringar Íslandsmeistarar í íshokkí
SA varð meistari fjórða árið í röð eftir öruggan sigur á Esju.

Sveinbjörn í fyrsta sinn meðal 100 efstu
Komst í aðra umferð á sterku móti í Þýskalandi.

Risastökk hjá Freydísi Höllu
Náði sínum besta árangri á svigmóti í Bandaríkjunum.

Freydís Halla náði sínum besta árangri
Skíðakonan hafnaði í fimmta sæti á háskólamóti í Bandaríkjunum.